top of page
Search

Slavia Prag vs Chelsea



Chelsea leikur í kvöld í 8. liða úrslitum í Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn er gegn Slavia Prague og hefst hann kl.19:00. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasti leikur

Það virðist vera kominn aftur smá feel good factor í liðið okkar bláa. Eftir að Sarri byrjaði að spila Loftus-Cheek og Hudson Odoi í byrjunarliðinu þá hefur frammistaða liðsins batnað til muna og er liðið mun meira spennandi á að horfa. En ég held samt sem áður að það sé óhætt að segja að ef það hefði ekki verið fyrir snilldartakta Eden Hazard í leiknum gegn West Ham þá hefði liðið aðveldlega getað tapað stigum í þeim leik.

Slavia Prague

Undirritaður hafði aldrei heyrt um Slavia Prague áður en okkar menn drógust á móti þeim. Aðallega hefur maður heyrt um nágranna þeirra í Sparta Prague. En vanmat má alls ekki eiga sér stað í þessu einvígi því þetta lið sló út sterkt lið Sevilla í 16 liða úrslitum sem er margfaldur meistari í þessari keppni. En til gamans má nefna að gamli Chelsea kantmaðurinn Miroslav Stoch leikur fyrir liðið og verður hann væntnalega í eldlínunni í kvöld.

Chelsea


Ég hugsa að Sarri reyni að nota hópinn í kvöld og hvíla einhverja af okkar lykilmönum, og er ég þá aðallega að hugsa um Hazard og Kante hvað það varðar. Willian og Pedro gætu byrjað á sitthvorum kantinum fyrst að Hudson-Odoi er búinn að hirða byrjunarliðsstöðuna í deildinni. Christansen kemur væntnalega inn fyrir David Luiz. Svo sé ég fyrir mér Kovacic og Barkley verði sitthvorum megin við Jorginho. Giroud ætti síðan að koma inn í liðið upp á topp, enda Frakkinn búinn að vera sprækur undanfarið. Á meiðslalista Chelsea fyrir leikinn eru þeir Ampadu og Alonso og mun Emerson halda áfram í vinstri bakverðinum þar sem hann er búinn að vera mjög solid síðan hann vann byrjunarliðssætið af Alonso.

Spáin Vonandi kemur liðið með gott hugarfar inn í þennan leik og fari frá Prague með gott forskot fyrir seinni leikinn. Spámaðurinn segir 0-2 þar sem Willian og Barkley verða á skotskónum.


bottom of page