top of page
Search

Einvígið við Spurs: Part 1



Fyrri undanúrslitaleikur í deildabikarnum gegn fjandmönnum okkar í Tottenham Hotspur fer fram á þriðjudagskvöldið á Wembley. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjast leikar kl. 20:00.

Síðasti leikur Bikarsigurinn á móti Nottingham Forrest skilur tvennt eftir sig. Annars vegar var þetta líklega síðasti leikur töframannsins Cesc Fabregas. Og hins vegar var Callum Hudson-Odoi að sýna af hverju í fjáranum hann er ekki að fá reglulega fleiri mínútur.

Undirritaður hefur dálæti á Cesc Fabregas og finnst mér gífurlega sárt að sjá hann yfirgefa klúbbinn okkar. Mér hefur fundist að hann ætti að hafa fengið fleiri mínútur og þá sérstaklega undanfarið þegar lið voru farinn að lesa leikskipulag okkar með því að kæfa Jorginho úr leikjum. Þarna getur Fabregas komið með eitthvað öðruvísi og brotið upp leikinn með einni snilldar stungusendingu.

Enn eru vangaveltur um framtíð Hudson-Odoi hjá Chelsea. Allir sáu það á laugardaginn að þarna er alvöru talent á ferð og ekki bara talent heldur tilbúinn leikmaður sem getur spila stóra rullu fyrir liðið seinni hluta tímabilsins. Ég vona að Sarri sýni smá kjark og spili honum næstu vikurnar.

Tottenham

Þetta lið virðist vera á skrefinu á undan okkar liði á þessu tímabili. Þeir gætu endað með að sigla lygnan sjó í þriðja sæti deilarinnar á meðan City og Liverpool slást um titilinn og við og Arsneal um fjórða sætið. Það virðast allir kunna vel við Mauricio Pochettino. Og það er ekki að ástæðulausu. Hann fékk enga fjármuni til leikmannakaupa til að styrkja liðið í sumar en samt er hann að kreista út hörkuframmistöður með þessu Spurs liði. En gagnrýnendur hans, sem eru reyndar ekki margir, segja að hann verði að fara að vinna einhverja titla. Ég held samt að það eigi ekki bara við hann sjálfan heldur klúbbinn sjálfan. Ef Tottenham fer ekki að landa einhverjum titlum þá gæti þolinmæði þeirra bestu leikmanna verið á þrotum. Og því hlýtur Tottenham að lýta á þetta einvígi sem dauðafæri til að koma einhverjum bikurum í tómann verðlaunaskápinn sinn.

Mætum með sterkt lið

Sarri mun mæta með okkar sterkasta lið sem völ er á í þetta einvígi. Fréttir segja að Giroud, Pedro og Willian séu allir tæpir og svo verður Loftus-Cheek eitthvað lengur frá eftir meiðslin gegn Forest.


Kannski er Morata eitthvað að hitna eftir mörkin tvö um helgina, þó svo ég hafi enga bilaða trú á því. Ég held að enginn stuðningmaður Chelsea hafi haft gaman að líkamstjáningunni í fögnunum hjá honum.

Eitt af því fáa sem lítið hefur verið hægt að setja út á á tímabilinu er varnarleikurinn. Einhverjar hafa lýst yfir óánægju sinni á Marcos Alonso undanfarið en ég held að það sé ekki ástæða til að vera að hreyfa til þarna. Alonso er alltaf hættulegur fram á við og er auðvitað með þennan öfuluga vinstri fót. En það er á hreinu að þetta verður hörku einvígi og er það eins gott að menn mæti klárir í leikinn því annars gætu Spursarar verið fljótir að refsa okkur með sinni öflugu sóknarlínu.

Spáin

Vörnin heldur hjá okkur og Eden Hazard setur eitt mark úr vítaspyrnu. Lokatölur: 0-1


bottom of page