Ríkjandi bikarmeistarar fá gamla stórveldið Nottingham Forsest í heimsókn á Brúnna á morgun og hefst leikurinn kl. 15.00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Síðasti leikur gegn Southampton var mikil vonbrigði. Þrátt fyrir mikla yfirburði úti á vellinum voru færin af skornum skammti og maður hafði það í raun á tilfinningunni að við myndum ekki skora í leiknum, jafnvel að gestirnir myndu stela öllum stigunum eins og Leicester gerði. Það virðist vera orðið meira vandamál fyrir Chelsea að innbyrða sigra gegn lakari liðum deildarinnar á heimavelli heldur en á útivelli, liðin virðast vera aðeins opnari á sínum heimavelli og við virðumst eiga auðveldara með að brjóta þau niður en á Brúnni þar sem lið "parkera" bara rútunni og það virðist valda okkur miklum erfiðleikum. Í þessum Southampton leik skoraði Morata reyndar löglegt mark, en það var að sjálfsögðu dæmt af vegna rangstöðu. Betur má ef duga skal. En að leiknum á morgun. Nott. Forset er sem stendur í 7. sæti Championship deidarinnar, 4 stigum frá umspilssæti. Liðið lagði í síðasta leik topplið Leeds Utd. 4-2 eftir að hafa lent undir 1-2 en voru reyndar manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Fram að þeim leik hafði liðið ekki unnið í 5 leikjum í röð og farið að hitna aðeins undir þjálfaranum Aitor Karanka, sem við könnumst mæta vel við, en hann var m.a. aðstoðarmaður Móra okkar hjá Real Madrid 2010 - 2013, og tók síðan við liði Middlesbrough og var þar 2013-2017 þegar hann var rekinn og Tony Pulis ráðinn. Karanka var síðan ráðinn til Forest í fyrra. Karanka náði nokkrum athyglisverðum úrslitum í bikarleikjum með Boro, þeir slógu m.a. út Man. City og náðu jafntefli bæði við Man. Utd. og Liverpool, þannig að menn verða að hafa varann á. Það var Zola sem mætti á blaðamannafundinn í dag og fór stór hluti hans í að ræða málefni Hudson-Odoi og Cesc Fabregas en þeir eru eins og menn vita komnir með tilboð frá Bayern Munchen og Monaco.
Við verðum að vona að við náum að halda báðum leikmönnunum a.m.k. út tímabilið en það væri mikið áfall fyrir félagið ef við misstum Odoi frá okkur loksins þegar upp úr unglinastarfinu kemur leikmaður sem líklegur er til að ná í gegn og verða alvöru spilari. Sama má segja um Abraham sem Wolves eru búnir að gera tilboð í. Á fundinum kom það annars fram að þeir Pedro, Willian og Giroud eru meiddir og Hazard verður hvíldur ásamt þeim leikmönnum sem mest hafa spilað að undanförnu. Liðið gæti litið einhvern vegin svona út á morgunn eins og sést á myndinni hér til hliðar.
Sem sagt 8 breytinar frá síðasta leik, en menn verða að hafa í huga að við eigum leik gegn Tottenham á Wembley á miðvikudag í undanúrslitum deildarbikarins og við verðum að nota hópinn og treysta þessum leimönnum.
Ætla að spá okkur 2-0 sigri í leik sem líklega verður ansi erfiður ef sóknin okkar ætlar að halda áfram að hökkta eins og hún hefur verið að gera.
KTBFFH