top of page
Search

Ferð á suðurstöndina á sunnudag



Chelsea mætir Brighton á Amex Stadium á sunnudag kl. 13.30. Leikurinn verður af einhverjum einkennilegum ástæðum ekki sýndur á Stöð 2 Sport og verða menn því að horfa á hann á Bein Sport, NBC Sport eða skella sér á Ölver. Okkar menn léku loka leikinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag og töpuðu sínum fyrstu stigum í keppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Vidi í Ungverjalandi. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, liðið mikið breytt og virtist fremur áhugalaust. Willan kom okkur yfir úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik en Ampadu jafnaði leikinn með sjálfsmarki. Ungverjarnir komust yfir með frábæru marki í seinni hálfleik en Giroud bjargaði okkur í lokinn með öðru mjög góðu aukaspyrnumarki, en hann var þá nýlega kominn inná fyrir Morata sem hafði meiðst eftir að hafa átt enn einn afleitan leikinn. Það verður mikið breytt lið sem kemur til leiks á sunnudag, Willian, Barkley og Loftus Cheek líklega þeir einu sem hugsanlega byrja. Fyrir liggur að Kovacic, Cahill og Moses eru meiddir og verða ekki í hóp. Morata er tæpur eftir leikinn á fimmtudag og þá hefur einhver orðrómur verið um að Petro og Jorghino séu eitthvað tæpir en við vonum það besta. Líklegt byrjunarlið verður væntanlega eitthvað þessu líkt:


Brighton

Andstæðingar okkar í Brighton eru sem stendur í 13. sæti deildarinnar með 21 stig og hafa verið mjög erfiðir heim að sækja, einungis tapað einum leik þar af sjö. Á síðasta ári unnum við auðveldan 0-4 sigur á Amex vellinum en líklega verður þetta erfiðari leikur á sunnudag.

Stjóri Brighton Chris Hughton hefur marg sannað hversu snjall hann er og mér hefur hann aldrei hafa fengið það hrós sem hann á skilið. Hann hefur úr fullum leikmannahópi að velja m.a. þeirra helsta skorara gamla jaxlinum Glenn Murray sem er að koma til baka eftir meiðsli. Murray er orðinn 35 ára og virðist bara batna með árunum, er kominn með 8 mörk það sem af er tímabilinu og hefur oft reynst okkur erfiður. Luiz og Rudiger þurfa að passa hann vel.

Leikstíll Brighton einkennist verulega af þéttum, þar sem sutt er á milli manna og að liðið verjist aftarlega á vellinum sem ein heild. Aðeins 4 lið hafa verið minna með boltann en Brighton og segir það ýmislegt, Brighton líður best með að liggja til baka og sækja svo hratt þegar réttu færin gefast. Það er reyndar mjög áhugavert að skoða alla tölfræði tengda Brighton, þeir eru í raun það lið sem nýtir sín fáu færi hvað best og fær lítið af mörkum á sig m.v. hversu mörg færi þeir fá á sig.

Spá

Þetta er leikur sem verður að vinnast, ef það gerist ekki telur frammistaðan gegn City um síðustu helgi ekki mikið. Ætla að spá 0-1 sigri í leik sem við þurfum að hafa mikið fyrir að landa þremur stigum.


bottom of page