top of page
Search

Liverpool vs Chelsea - Part 1.


Chelsea mætir Liverpool í 32 liða úrslitum deilarbikarsins eða Carabao cup eins og hann heitir þetta árið. Þessi bikar sem gárungarnir kalla oft "Framrúðubikarinn" er nú klárlega sá minnst mikilvægasti af þeim bikurum sem í boði eru á hverju tímabili, en við höfum nú unnið hann alls 5 sinnum og hefur ekkert lið unnið hann oftar fyrir utan jú Liverpool sem hefur sigrað þessa keppni alls 8 sinnum. Liðin hafa alls mæst 7 sinnum í þessari keppni, síðast í undanúrslitum 2015 þar sem við unnum í tveimur leikjum og hömpuðum síðan titlinum með sigri á Tottenham á Wembley.


Það er nokkuð erfitt að ráða í það hvaða liði Sarri muni stilla upp í þessum leik, og það þrátt fyrir að við eigum að mæta Liverpool aftur á laugardag á Brúnni. Maður skyldi ætla að hann muni hvíla eins marga og hann mögulega getur til að hafa menn ferska fyrir deildarleikinn sem er miklu mikilvægari en þessi leikur. Þó berast mjög misvísandi fregnir af mögulegri uppstillingu, allt frá því að það verði einungis 2 breytingar og upp í það að vera 11. Það liggur fyrir að 3 leikmenn eru meiddir og spila ekki, Pedro, Rudiger og Loftus-Cheek. Ég vona að Sarri komi til með að gefa sem flestum varamönnum okkar sénsinn í þessum leik, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist í Grikklandi, þar tefldi hann fram að mínu mati of sterku liði, varaliðið okkar hefði held ég alltaf unnið PAOK. Það kom klárlega fram í viðureign okkar við West Ham á sunnudag.

Miðað við þetta ætla ég að spá (eða vona) að liðið verði eitthvað á þessa leið:


Síðan verða væntanlega Hazard, Kante, Jorginho, Willian og Grioud á bekknum tilbúnir að koma inná ef þurfa þykir. Einnig er möguleiki að Drinkwater fái að byrja þennan leik á kostnað Ampadu en ég vona að stákurinn fái tækifærið. Margir miðlar eru þó að greina frá því að Kanté verði mögulega í byrjunarliðinu, þá líklega á kostnað Ampadu.

Liverpool

Lið Liverpool hefur verið á mikilli siglingu undanfarið eins og menn vita, unnið 7 leiki í röð í deild og meistardeild og skorað fullt af mörkum. Liverpool hefur talsverða breidd innan sinna raða og mun Klopp örugglega gera margar breytingar á sínu liði. Það verður engu að síður sterk lið sem við mætum, leikmenn eins og Clyne, Matip, Moreno, Fabinho, Keita og Shaqiri, að ógleymdum okkar fyrrum leikmönnum Sturridge og Solanke munu líklega allir tækifæri í byrjunarliðinu. Einvherjir miðlar spá byrjunarliði Liverpool svona:


Spá

Ég ætla nú bara að vera bjartsýnn og spá okkur sigri í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma. Eftir því sem ég best veit verður leikurinn ekki framlengdur ef liðin verða jöfn eftir venjulegan leiktíma heldur farið beint í vítakeppni. Caballero hefur áður afgreitt Liverpool í vítakeppni og gerir það vonandi aftur.

KTBFFH


bottom of page