top of page
Search

Heimaleikur gegn West Ham


Eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn Tottenham um síðustu helgi tekur Chelsea á móti West Ham í dag, sunnudag. Leikurinn hefst kl 15:30.

Það er við hæfi minnast Ray Wilkins sem lést í vikunni. Ray Wilkins var einn af þessum heiðursmönnum fótboltans og naut mikillar virðingar. Hann átti glæstan feril sem knattspyrnumaður, var orðinn fyrirliði Chelsea aðeins 18 ára gamall og lék einnig fyrir félög eins og Man Utd og AC Milan. Ray var alltaf blár í gegn og hjálpaði okkar mönnum m.a. að vinna tvennuna tímabilið 2009/10 þegar hann var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti.

Heiðursmaður hann Ray Wilkins.


Síðasti leikur

Eftir mjög fínan fyrri hálfleik gegn Spurs má segja að leikur liðsins hafi hrunið algerlega í síðari hálfleik. Einstaklingsmistök Victor Moses undir lok fyrri hálfleiks leika þarna stórt hlutverk, liðið okkar er það brothætt um þessar mundir að ein svona mistök virðast splundra liðinu tætlur. Síðari hálfleikurinn var dapur frá a-ö og Tottenham átti fyrsta sigurinn á Stamford Bridge í yfir 30 ár fullkomlega skilið.

Þetta tap gerir það að verkum að Chelsea er nánast algerlega dottið úr baráttunni sæti í Meistaradeildinni. Evrópudeildin verður að öllum líkindum okkar viðkomustaður - sorglegt en satt.

Leikurinn gegn West Ham

Samkvæmt fréttum snúa þeir Courtois og Pedro til baka eftir meiðsli og hefur því Conte úr nær fullum hópi að velja, einungis Luiz er á meiðslalistanum. Það verður að segjast eins og er að Luiz hefur verið sárt saknað í vörninni síðustu mánuði, þ.e. Luiz frá því í fyrra. Liðið hefur verið að leika mörkum í öllum regnbogans litum undanfarið og flest hafa þau komið eftir slæm varnarmistök okkar manna. Í dag þykir mér ljóst að Courtois kemur aftur í markið og spurning er hvort Cahill fær aftur sénsinn í vörninni og Giroud í sókninni. Hann Andreas Christsensen er búinn að eiga dapra leiki að undanförnu og eflaust væri best að gefa honum 2-3 leiki í pásu. Ætla að spá liðinu svona:


Í lokin, aðeins um lið West Ham. Þeir hafa verið í basli alla leiktíðina en unnu góðan 3-0 sigur á Southampton í síðustu umferð eftir að hafa tapað 3 leikum í röð þar á undan. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið og í dag eru 7 leikmenn á meiðslalistanum auk þess er Javier Hernandez veikur. Meðal þeirra sem eru meiddir eru lykilleikmenn eins og Antonio, Carroll, Reid og Obiang. Þá er Argentínumaðurinn Manuel Lanzini tæpur. Þeirra hættulegasti maður er klárlega Marko Arnautovic sem hefur verið að spila sem fremsti maður hjá þeim síðan Moyes tók við og staðið sig nokkuð vel.

Það er alltaf erfitt að mæta fallbaráttuliðum á þessu stigi mótsins því þau hafa allt að vinna og engu að tapa. Chelsea þarf að eiga alvöru leik til þess að klára Hamrana í dag, það er á hreinu. Krafan í dag er sigur til heiðurs heiðursmanninum Ray Wilkins.


bottom of page