top of page
Search

MAN UTD VS CHELSEA


Þá er komið að næsta leik í stífu prógrami hjá okkar mönnum. Við forum í heimsókn til Móra og félaga í Man Utd. Eftir mjög frambærilega frammistöðu okkar manna í vikunni gegn Barcelona ættu þeir að mættu fullir sjálfstraust í leikinn á sunnudag Lið Man Utd hefur verið gagnrýnt harðlega síðustu daga vegna nálgunnar þeirra á meistaradeildaleiknum við Sevilla í vikunni þar sem liðið lá mjög aftarlega á vellinum og nánast spilaði upp á 0-0 jafntefli í leik sem var ekki mikið fyrir augað og aðeins David De Gea sá til þess að leikar héldust jafnir.

Hazard eða striker?

Conte sá ekki fram á að hafa boltann mikið gegn Barcelona en þegar tækifæri buðust þá þurfti hann leikmenn sem gætu valdið usla með hraða sínum. Vegna þessa þá byrjaði Eden Hazard upp á toppi í frjálsu striker hlutverki. En ég hugsa að annað verði upp á teningum á sunnudag. Móri hefur ekki efni á því að leggjast í skotgrafirnar í þessum leik og mun þurfa að færa liðið sitt framar á völlinn. Vegna þessa tel ég að Alvaro Morata gæti nýtt hraða sinn og hlaupið fyrir aftan varnalínu United eða þá að Giroud gæti spilað sem target maður og látið Willian og Hazard hlaupa í kringum sig.

Að öðru leyti ætti þetta að vera nokkurn vegin sjálfvalið hvað varðar varnarlínu og miðju. Cahill gæti komið inn í vörnina vinsta megin á kostnað Rudiger, þó svo að þetta sé eitthvað sem ég vonast alls ekki eftir. Rudiger hefur verið að heilla mig undanfarið eftir að hafa farið hægt af stað. Drinkwater inn fyrir Fabregas væri einn kosturinn en ég tel ekki miklar líkur á að svo verði. Ef fan favourite Marcos Alonso á við einhver fitness vandamál munum við væntanlega sjá Emerson Palmieri starta í sínum fyrsta stórleik.


Andstæðingurinn

Undir eðlilegum kringumstæðum ætti 0-0 jafntefli á útvelli í 16 liða úrslitum meistaradeilarinnar að vera gleðitíðindi fyrir flest lið. En margir stuðningmenn United eru ekki á sama máli. Þeir segja að miðað við fjármunina sem er búið að eyða í liðið ætti liðið að vera að bjóða upp á mun betri fótbolta en það hefur verið að sýna undanfarið. Mun Móri bregðast við og færa liðið framar á völlinn? Eða mun hann fara sínar eigin leiðir eins og hann gerir nú oftast og færa liðið til baka og refsa með skyndisóknum?

Paul Pogba virðist ekki vera treyst lengur í stöðu box to box miðjumanns en það verður athyglisvert að sjá hver byrjar með Matic á miðjunni en ég spái því að Móri halda áfram að spila hinum unga Scott McTominay og Pogba fyrir framan þá – líklega verður sú raunin.

Verðum að spila til sigurs

Baráttan um topp fjögur sætin harðnar með hverri umferðinni og svo að við lendum ekki eftir í þessu kapphlaupi má ekki vera að spila upp á jafntefli þó svo að við erum á einum erfiðasta útvellinum í deildinni. En Conte verður að vera hugrakkur í nálgun sinni á leikinn. Ef menn eins og Hazard, Willian og Fabregas verða upp á sitt besta þá munum við skapa nóg til að færa okkur sigur á morgun.

Conte Vs Móri

Það er greinilegt að þetta er orðið ansi náttúrulegt hatur milli þessa tveggja manna. Það sem virðist hafa farið fyrir hjartað á Conte okkar var þegar Móri byrjaði að tala um að Conte hafi mögulega verið viðriðin hægræðingu leikja á tíma sínum hjá Juventus. En þetta er auðvitað eitthvað sem var aldrei sannað og var Conte sýknaður af þessum ásökunum fyrir rest. Ég er ánægður með hvernig Conte er búinn að tækla þetta í vikunni, vill ekki tala um Móra og einbeitir sér bara að liðinu, það sama má segja um Móra – þeir virðast báðir ælta að gefa þessum leiðindum frí.

Þegar þetta er skrifað er Liverpool þegar búið að vinna sinn leik og Spurs eiga frekar auðveldan leik á móti Crystal Palace, Chelsea verður því að þora gegn Man Utd, þora að spila stutt út úr vörninni, þora að halda í boltann og þora að færa allt liðið upp á síðasta þriðjunginn. Ef Chelsea spilar sinn besta leik eru afskaplega fá lið í heiminum sem ráða við okkur, Barca leikurinn sýndi það. Að því sögðu getum við líka tapað fyrir öllum hinum liðunum, Watford og Bournemouth leikirnir sanna það.

Þetta verður erfiður leikur, en ekki ómögulegur.

KTBFFH


bottom of page