top of page
Search

Er feigðarför Conte í uppsiglingu?


Chelsea mætir WBA í mánudagsleik ensku Úrvalsdeildarinnar, leikurinn fer fram á Stamford Bridge og hefst kl 20:00.

Síðasti leikur

Ef leikurinn gegn Bournemouth var slæmur þá tókst Chelsea að gera enn verr gegn Watford sem að lokum gjörsigurðu okkar menn 4-1. Margir munu benda á þá staðreynd að Chelsea lenti manni færra snemma í leiknum (meira um það síðar) og að Watford hafi skorað fyrsta markið sitt úr vítaspyrnu. Chelsea hafi svo sýnt karakter og jafnað leikinn osfrv. Það er hins vegar staðreynd að Chelsea fékk á sig 3 mörk á 8. mínútum undir lok leiksins. Eitthvað sem flokkast undir algert "meltdown" eða fullkomið hrun. Conte sagði eftir leikinn að liðið hefði vissulega sýnt karakter en skort aga, skipulag og skynsemi á loka mínútum leiksins - eitthvað sem er verulega ólíkt því Chelsea liði sem Conte hefur byggt upp.

Ég ætla að vona það Timoue Bakayoko vegna að leikurinn gegn Watford hafi verið hans versti leikur frá því að hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.

Eftir að Baka lék virkilega vel gegn Man Utd á Stamford Bridge hefur þessi kappi verið eintóm vonbrigði og er mörgum ljósárum frá því að fylla upp í það skarð sem Nemanja Matic skildi eftir sig. Í leiknum gegn Watford sló hann öll met. Fyrsta snertingin hans á boltann var eins og hjá krökkum í 7. flokki og þegar honum örsjaldan tókst að hemja boltann þá kom gjörsamlega vonlaus sending frá honum sem yfirleitt rataði beint á næsta Watford mann. Yfirferðin á honum er líka mjög slök sem skilar sér í því að hann er yfirleitt að elta menn uppi og fær þannig á sig klaufabrot. Þetta rauða spjald sem Baka fékk var strangur dómur en eftir sem áður bauð hann upp á spjaldið með því að vaða svona í tæklingu á gulu spjaldi.

Ég neita bara að trúa því þessi leikmaður sér svona slakur, hann hefur sýnt mun betri hluti. En partur af því að spila fyrir stóran klúbb eins og Chelsea er að hafa stöðugleika í leik þínum, þú munt eiga slaka leiki en þá mega þeir ekki verða svona slakir. Baka er gjörsamlega rúinn öllu sjálfstrausti og þyrfti helst að hvíla í 4-5 leiki og hreinsa hausinn.

Annað sem ég vona innilega að heyri sögunni til er að sjá Hazard sem fremsta mann. Hann gerir álíka mikið gagn þar og sem miðvörður. Hazard er ekki leikmaður til þess að fá boltann í lappirnar með tvo risavaxna miðverði í bakinu - hann fær vissulega margar aukaspyrnur þannig en að öðru leiti er hann lamaður í leiknum. Ég myndi frekar spila með Willian, Pedro eða jafnvel Marcos Alonso sem framherja. Hazard á að hlaupa á vörnina og vinna í kringum framherjann - ekki spila eins og Peter Crouch!

Taland um framherja, það eina jákvæða við þennan Watford leik var að við fengum að sjá Giroud koma inn og honum tókst strax að hafa áhrif á leikinn með því að vera þessi týpa af leikmanni sem Conte vill hafa í uppspilinu sínu. Þá loksins gátum við haft mann sem gat tengt saman miðju og sókn og verið ógn í teignum eftir fyrirgjafir. Vonandi byrjar hann í kvöld gegn WBA - trúi ekki öðru.

Nenni ekki að ræða þennan ömurlega leik meira, vil þó bæta við að David Luiz og Gary Cahill virka 6-7 árum eldri en þeir gerðu í fyrra.

Antonio Conte


Hér eru nokkur ummæli frá Conte úr liðinni viku:

„Ég er skelfilegur í að sannfæra félagið um að kaupa leikmenn. Ég tel að ég geti bætt mig mikið á því sviði." Ég þarf að læra það af öðrum stjórum. Ég þarf að ræða við stjóra sem eru mjög góðir i að sannfæra félög sín um að eyða pening til að kaupa topp leikmenn." - þýðing fotbolti.net

“There are two ways. There is a stupid way and an intelligent way. This is my opinion. At the same time, I have great respect for everyone’s opinion. If the club decides to send me away, I don’t know when, it’ll be because they’re not happy with my work."

Í báðum þessum ummælum má finna mjög harða gagnrýni á yfirstjórn Chelsea FC. Það fyrra er mjög augljóst, Conte er drullufúll að hafa ekki fengið leikmenn eins og Alexis Sanchez og Alex Sandro, í staðinn fékk hann varaskeifu frá Arsenal og ósannaðan Brassa frá Roma.

Hin ummælin eru aðeins lúmskari og eru einskonar áskorun á yfirstjórnina að reka hann ekki, kallar það heimska ákvörðun að gera slíkt og sumir hafa túlkað þetta sem skot á að stundum hefur það alls ekki bætt leik liðsins að reka þjálfarann - hefði Mourinho ekki náð 10. sæti eins og Hiddink árið 2015/16?

Alla vega, Conte er í ísköldu stríði við Roman Abramovich, Bruck Buck og Marina Granovskaia - það stríð mun hann aldrei vinna. Eina spurningin er einfaldlega hvort hann tollir fram á vorið eða ekki. Ef Chelsea tapar núna í kvöld mun hann pott þétt verða rekinn, svo einfalt er það. Ef liðið verður gjörsigrað gegn Barcelona eru einnig líkur á að hann fái sparkið. Höfum líka í huga að Chelsea er að fara mæta Barcelona, Man Utd og Man City í þremur leikjum í röð, hvað gerist ef allir þessi leikir tapast?

Sigur gegn WBA og svo bikarsigur gegn Hull City munu aðeins róa mannskapinn en stóra prófið kemur svo gegn Barcelona 20. febrúar.

Hefur Conte innistæðu fyrir þessar gagnrýni á stjórnina?

Þetta er spurning sem greinahöfundur er búinn að spyrja sig að ansi reglulega undanfarið. Mín persónulega skoðun er sú að Chelsea eigi alls ekki að reka Conte á þessum tímapunkti og ekki heldur ef allt fer til andskotans gegn Barcelona, Man City og Man Utd. Í raun má segja að Conte sé fórnarlamb eigin árangurs - sérstaklega ef miðað er við árið í fyrra. Tölfræðilega sé er hann að enn að vinna frábært starf eins og sést í þessu tísti frá Opta Joe:


Fyrir mér er Antonio Conte ekki vandamál Chelsea. Hins vegar þarf að laga þessi samskipti milli hans og yfirstjórnarinnar í eitt skipti fyrir öll. Ef það tekst ekki þá verður hann líklega að víkja næsta sumar en vonandi ekki fyrr.

WBA

Mér finnst eins og þetta sé í fimmtánda sinn sem Chelsea er að mæta liði í fallsæti deildarinnar. Yfirleitt ætti það að vera ágætis vísir á sigur, en svo er ekki í tilfelli Chelsea - töpin gegn Crystal Palace, West Ham og Bournemouth sanna það.

Hvað WBA varðar að þá eru þeir í ruglinu. Þeir tóku risavaxinn séns er þeir ráku sjálfan Tony Pulis í lok nóvember, því Tony Pulis hafði aldrei fallið og mun líklega aldrei falla. Maður hélt að WBA myndu reyna að ráða einhvern spennandi stjóra en stjórnin þar ákvað að ráða Alan Pardew (!!!) - hvers vegna? Það veit ekki nokkur einasti maður.

Pardew hefur stjórnað WBA í 12 leikjum í Úrvalsdeildinni og bara unnið 1 leik, niðurstaðan er sú að WBA er í 20. sæti deildarinnar. Fari svo að þeir tapi leiknum í kvöld munu þeir vera heilum 7 stigum frá öruggu sæti og því útlitið farið að verða dökkt.

Þeirra hættulegustu menn eru klára Rondon, Matt Philips, Jay Rodriguez og svo okkar gamli félagi Daniel Sturridge sem kom þangað á láni í janúar - vonum að sá síðastnefndi hafi sig hægan í kvöld.

Chelsea

Ég spái byrjunarliði okkar manna svona:


Ég vona Giroud sé treyst frá byrjun og að Fabregas komi inn á miðjuna í stað Bakayoko. Stóra spurningin er með Christensen og hvort hann sé klár í slaginn eða ekki. Ef hann er ekki með þá mun væntanlega Luiz koma inn í hjartað eða Cahill. Ég vona alla vega að Rudiger byrji leikinn. Að mínu viti ætti svo Willian að vera tekinn fram yfir Pedro í þennan leik.

Það er allt undir hjá Chelsea í þessum leik. Fyrri leikur þessara liða endaði með 4-0 sigri Chelsea og var Tony Pulis rekinn í kjölfarið. Kaldhæðni örlaganna væri að Conte myndi klikka á þessum leik og fá sparkið í kjölfarið. Ég ætla samt að reyna að vera bjartsýnn og spá okkar mönnum sigri í leiknum, má vera ljótur sigur - bara svo framarlega sem það er sigur.

KTBFFH


bottom of page