top of page
Search

Góður sigur gegn Everton


Gylfi Sigurðsson og félagar (sem er nýja nafnið á Everton skv. flestum ísleskum fjölmiðlum) mættu á Brúnna í dag í okkar öðrum heimaleik á tímabilinu. Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Spurs um síðustu helgi, Fabregas og Petro komu inn fyrir Bakayoko og Christansen. Miðað við frammistöðu þeirra fyrrnefndu hefði maður alveg getað reiknað með að þeir héldu stöðum sínum en Conte útskýrði breytingarnar vel fyrir leik, Pedro var klár í að byrja eftir meiðslin og Fabregas væri í fínu formi og mikilvægur hlekkur í liðinu. Hazard var ekki klár á bekkinn þrátt fyrir að hafa leikið 75 mín. með 23 ára liðinu í vikunni og hafa verið valinn í belgíska landsliðshópinn fyrir landsleikina í næstu viku. Annan leikinn í röð var enginn Englendingur í byrjunaliðinu en fyrirliðinn Cahill var að taka út sinn annan leik í þriggja leikja banninu. Á bekknum var þó hinn

19 ára Fikayo Tomori.

Everton gerði fimm breytingar á sínu liði frá Evrópuleiknum í Króatíu á fimmtudag en báðar aðalstjörnur liðsins, Rooney og Gylfi, byrjuðu leikinn. Við unnum báða leikina gegn Everton í fyrra 5-0 á Brúnni og 0-3 á Goodison Park.

Um gang leiksins er það að segja að okkar menn höfðu yfirburði frá upphafi til enda.

Fyrri hálfleikur var mjög góður og skilaði okkur tveimur "spænskum "mörkum það fyrra á 27. mín. frá Fabregas eftir sendingu frá Morata og það seinna á 40.

mín frá Morata eftir sendingu frá "Dave" eftir að dómari leiksins, Jon Moss, hafði gefið hagnað.

Seinni hálfleikurinn var enn betri að mínu mati, við sóttum nær látlaust og sköpuðum okkur fullt að færum en tókst ekki að nýta neitt þeirra. Everton gerði sára lítið í hálfleiknum virkuðu þreyttir og pirraðir og fengu nánast engin færi nema rétt í lokin. Tölfræði leiksins talaði sínu máli Chelsea með 18 skot og 7 á markið en Everton 7 skot en ekkert á markið. Að mínu viti var þetta besti leikur liðsins í töluverðan tíma.

Conte gerði 3 skiptingar seint í leiknum að venju. Bakayoko kom inn fyrir Pedro á 75. min. Batshuayi fyrir Morata á 78. min og Christiansen fyrir Moses á 89. mín.

Allir leikmenn Chelsea áttu fínan leik í dag bestur fannst mér Willian, maður leiksins en skammt þar á eftir komu Fabregas og Morata. Sá síðast nefndi finnst mér líta vel út en það tekur tíma fyrir alla leikmenn að aðlagst ensu úrvalsdeildinni. Hann er nú þegar búinn að skora 2 mörk og leggja upp önnur tvö. Þrátt fyrir að vera allt öðru vísi leikmaður en "maður fólksins" (Diego Costa) er ég bjartsýnn á að hann muni, með tíð og tíma, fylla hans vantfyllta skarð.

Nú tekur við 2 vikna landsleikjahlé en næsti leikur er gegn Leicester þann 9. sept. á útivelli. Þá verður Hazard væntanlega kominn inn í leikmannahópinn og leikmannaglugginn lokaður. Vonandi nær félagið markmiðum sínum og bætir við 2-3 leikmönnum fyrir gluggalok. Sem fyrr er félagið enn sterklega orðað við enska þríeyikið Chamberlain, Drinkwater og Barkley. Hvað sem okkur finnst um þessa leikmenn held ég að þeir myndu allir nýtast liðinu okkar á þessum tímapunkti, þ.e. auka breiddina og um leið efla samkeppnina um stöður í liðinu. Sjáum hvað setur í þeim efnum.

KTBFFH

Sigurður Torfi Helgason.


bottom of page