Eftir Hafstein Árnason
Nú er heilt ár liðið frá því að stuðningsmenn Chelsea vöknuðu mjög óvænt upp við að Thomas Tuchel hafði verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Chelsea. Síðan þá tók að halla verulega undan fæti eins og flestir þekkja. Þrátt fyrir að vera fengið nýjan stjóra í sumar og gengið ágætlega á undirbúningstímabilinu eru nokkrir gamlir draugar ennþá að banka á dyrnar. Í fyrsta lagi eru meiðslin okkur til mikilla vandræða. Á síðasta tímabili voru mest 12 leikmenn meiddir í einu, en núna voru mest 9 á meiðslalista með Mudryk, áður en hann snéri aftur í liðið. Eftir landsleikjahléið eigum við von á að fá Romeo Lavia, Benoit Badiashile og Armando Broja til baka.
Við virðumst ekki geta skorað mörk þó lífið lægi við. Leikurinn gegn Nottingham Forest var hrikalegur. Ekki vantaði færin og fékk Nico Jackson alveg upplagt tækifæri, en þrumaði boltanum yfir. Minnti óþægilega mikið á Timo Werner þar. Spilið hjá leikmönnum var hægt og fyrirsjáanlegt. Það er eins Chelsea ströggli rosalega gegn liðum sem ákveða að parkera rútunni samanber West Ham og nú Nottingham Forest. Mauricio Pochettino verður að finna lausnir, einn, tveir og bingó.
Núna er glugginn lokaður í bili og Cole Palmer var síðasta viðbótin. Samþykkt voru tilboð í Ian Maatsen og Trevoh Chalobah á gluggadeginum en báðir neituðu að fara. Chalobah reyndar vildi fara til Bayern Munchen en ekki Nottingham Forest. Bayern klúðruðu sínum málum all rækilega á gluggadeginum þannig að það er ekki útilokað að þeir reyni aftur að fá Chalobah. Hvað Ian Maatsen varðar, þá er staðan hans örlítið flóknari. Samningur hans við Chelsea rennur út næsta sumar. Félagið er að pressa mikið á hann um að skrifa undir nýjan samning. Ef það tekst ekki fyrir janúar gluggann, þá er nánast öruggt að hann verði seldur þá til þess að bóka einhvern hagnað í FFP bókhaldinu. Það er þó sagt að Pochettino hafi verið mjög hrifinn af framlagi Maatsen.
Varðandi kaup á leikmönnum í sumarglugganum, héldu stjórnendur við þá reglu að enginn yfir 25 ára kæmi til Chelsea. Það væri einungis undir því takmarki. Það þýddi beinlínis að leikmenn eins og James Maddison og James Ward Prowse voru sjálfrátt útilokaðir. Matt Law, blaðamaður Daily Telegraph sagði þó London is Blue hlaðvarpinu að það gæti breyst í næstu gluggum. Eins og staðan er núna hefur mikil reynsla farið úr liðinu. Eitthvað skvaldur hefur verið um á twitter að Chelsea ætli sér að bjóða í Ivan Toney í janúar, eftir að hann kemur úr þessu veðmálabanni sem hann er núna í. Það er í raun eina staðan sem uppá vantar, er þessi framherji. Það þótti benda til þess að Broja, Jackson og Burstow yrðu tríóið fyrir þetta tímabil, en þeim síðastnefnda var leyft að fara á láni. Hinsvegar erum við helvíti margir í vörninni. Þrátt fyrir að Wesley Fofana sé meiddur út tímabilið, þá erum við Colwill, Badiashile, Thiago Silva, Axel Disasi og Trevoh Chalobah til taks í miðvarðarstöður, sem ættu að öllu jöfnu að vera tvær í byrjunarliði. Það er ljóst að þetta verður síðasta tímabil Thiago Silva, enda sá meistari að verða fertugur á næsta ári. Æskilegt væri að hafa fjóra miðverði í hópnum, en ekki fimm. Undirritaður telur að Trevoh Chalobah verði því áfram á "the chopping block", helst þar sem hann sísti miðvörðurinn í liðinu og að hann hafi gott FFP gildi.
Það sem kann helst að vera sérstakt er þetta með markvarðastöðurnar. Kepa hafði víst engan áhuga að vera áfram í Chelsea, og gaf það sérstaklega út í spænskum fjölmiðlum hvað honum langaði að fara frekar í klefann með Real Madrid, þegar við mættum þeim. Við fengum Sanchez og Djordje Petrovic. Eftir þessa fyrstu leiki er maður ekkert súper sáttur með Sanchez. Það verður áhugavert að sjá hvort Pochettino treysti Petrovic í markið. Í það minnsta mun hann örugglega spila bikarleikinn gegn Brighton. Ég tel það ansi líklegt að Gabriel Slonina verði aðalmarkvörður Chelsea innan fárra ára. Eins og flestir vita er hann núna í KAS Eupen með Guðlaugi Victor Pálssyni og Alfreð Finnboga. Við ættum því að veita þeim athygli í vetur og fylgjast aðeins með belgíska boltanum.
Að öðru leyti mætti segja að hópurinn sé nokkuð vel skipaður, en núna skiptir öllu máli að láta menn vinna vinnuna sína. Pochettino þarf góð úrslit strax eftir landsleikjahléið. Þeir leikmenn sem hafa verið kallaðir upp í landslið eru: Enzo, Moises Caicedo, Nicolas Jackson, Ben Chilwell, Levi Colwill, Conor Gallagher, Axel Disasi, Ian Maatsen, Djordje Petrovic, Mudryk, Madueke (U21), Cole Palmer (U21), Malo Gusto (U21) og Lesley Ugochukwu (U21). Þetta eru 14 leikmenn þannig að sirka 10-12 leikmenn verða með Pochettino á æfingasvæðinu. Þar ber sérstaklega að nefna Sanchez, Thiago Silva, Raheem Sterling, Romeo Lavia, Badiashile og Broja, svo einhverjir séu nefndir. Við vonum að tíminn verðir nýttur vel og leikmenn komi tvíefldir til baka.
Eitt sem við hjá CFC viljum benda ykkur félagsmönnum á, er að skrá sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi, Official Supporters Club. Það margar borgar sig og við hvetjum ykkur eindregið til þess.
Ávinningur við að skrá sig í klúbbinn:
Forkaupsréttur að miðum í gegnum Chelsea-klúbbinn á Íslandi, á sanngjörnu verði.
Afsláttur í Chelsea Megastore gegn framvísun félagsskírteinis.
Gjafapakkar ofl. (fer eftir aðildarpökkum, öll börn og ungmenni fá gjafapakka en fullorðnir ekki af ódýrasta aðildarpakkanum).
Afsláttur í Museum og Stadium Tour á Stamford Bridge.
Sjálfvirk þátttaka í mánaðarlegu happdrætti Chelsea Football Club.
Ávinningur hér heima:
Réttur til að sækja aðalfund (veitingar í boði Chelsea-klúbbsins).
Réttur til að sækja aðra fundi og mannfagnaði á vegum Chelsea-klúbbsins.
Þátttaka í Tippleik Chelsea.is (enginn þátttökukostnaður), mánaðarlegir vinningar, einnig fyrir þrjú efstu sætin í lok tímabils, sjá nánar á https://chelsea.is/
Sjálfkrafa þátttaka í happdrætti á aðalfundinum fyrir þá er greiða árgjaldið fyrir fyrsta leik Chelsea i deildinni á hverju keppnistímabili
Tilboð frá samstarfs- og styrktaraðilum
ATH: . Fyrir nýskráningu eða endurnýjun áður en tímabilið hefst fást 5 tryggðarpunktar (e. Loyalty points) en skráningin þarf að fara fram fyrir ákveðinn tíma, sem nú var 19. júlí. sl.
Á vissum leikjum á tímabilinu er krafist Loyalty punkta til að fá miða, sjá nánar hér: https://chelsea.is/midhapantanir-2023-2024/
Þó svo einhverjir hafi misst af Loyalty punktum í byrjun tímabils er hægt að ávinna sér Loyalty punkta með því að kaupa miða á leiki með Chelsea, mismarga eftir hver andstæðingurinn er og í hvaða keppni.
Nánari upplýsingar um skráningu í Chelsea klúbbinn á Íslandi eru hér:
Comments