Eftir afskaplega rólegan leikmannaglugga í janúar virðast forráðamenn Chelsea ekki ætla að bíða boðanna fyrir sumarið. Á miðvikudag var tilkynnt að Chelsea hefði gengið frá kaupum á marókóska töframanninum Hakim Ziyech. Eins og flestir vita kemur kappinn frá Ajax og er kaupverðið "aðeins" 40 milljónir evra.
Ziyech, sem verður 27 ára í næsta mánuði, gerir fimm ára samning við félagið og er því ljóst að við erum að kaupa leikmann sem er (vonandi) að fara eiga sín bestu ár framundan.
Ziyech er búinn að vera einn besti leikmaður Ajax í nokkur ár og má segja að hann sé alger stoðsendinga vél eins og myndin hér að neðan gefur til kynna, hann er líka mjög skapandi og þorir að taka ábyrgð í sókninni - eitthvað sem Chelsea hefur vantað á þessu tímabili. Hann fór líka illa með leikmenn Chelsea í hinum frábæra 4-4 leik í Meistaradeildinni. En í þeim leik lagði Ziyech upp fyrsta mark Ajax og átti svo allan heiður að öðru marki liðsins sem var að lokum skráð sem sjálfsmark hjá Kepa.
Það er erfitt að rýna í það hvað þessi kaup þýða í stóra samhenginu. Er Chelsea þá hætt við að reyna kaupa Jadon Sancho, en þessir tveir menn spila sömu stöðu? Er Willian og Pedro báðir að fara næsta sumar? Þetta kemur allt saman í ljós.
Eitt er víst, við erum að fá hörkuleikmann á hægri vænginn næsta sumar!
Hjartanlega velkominn til Chelsea Ziyech!
KTBFFH
Comments