top of page
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
Search

Hátíðarstund á heimavelli !

  • Writer: Jóhann Már Helgason
    Jóhann Már Helgason
  • 1 day ago
  • 3 min read

Chelsea - Liverpool




Keppni:       Premier League


Tími, dagsetning:     Sunnudagurinn 4. maí 2025


Leikvangur:     Stamford Bridge


Dómari:         Simon Hooper


Hvar sýndur:     Síminn sport


Upphitun eftir:   Þráinn Brjánsson








Þá er einn af úrslitaleikjum vorsins framundan þar sem við mætum nýkrýndum Englandsmeisturum frá bítlaborginni Liverpool og vil ég nota tækifærið og óska aðdáendum þeirra til hamingju með titilinn. Þó Liverpool séu nú þegar orðnir meistarar og geta kannski leyft sér að slaka á þá er þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkar menn og raunar alger nauðsyn að kreista fram sigur ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að komast í Meistaradeild að ári.Það verður bara samt að segjast að fyrir þá sem eru með blæti fyrir jafnteflisleikjum þá er ekki ólíklegt að þetta verði notarlegur sunnudagur þar sem leikir þessara liða enda oftar en ekki með jafntefli en nú eru það úrslit sem koma bara ekki til greina og 3 stig myndu strax gera næstu daga bærilegri fyrir okkur þar sem Aston Villa eru komnir á húninn og gera sitt tilkall til meistaradeildarsætis og ekki er leikjaplanið auðvelt hjá okkur til vors og eigum við eftir Newcastle, Nottingham Forest, Manchester United og jú Liverpool á sunnudag. Nú veit maður ekki hvernig Arne Slot er þenkjandi þessa dagana í sigurvímunni og er spurning hvort hann ætli að halda dampi fram á síðasta dag eða taka þessu rólega og leyfa minni spámönnum að spreyta sig. 




Chelsea



Okkar menn koma væntanlega með gott sjálfstraust eftir fyrri leikinn gegn Djuurgarden þar sem var búist við að sá leikur yrði “gönguferð í garðinum fyrir okkar menn” og sú gönguferð var reyndar þægileg þrátt fyrir stirðleika í byrjun ferðar en þegar liðir smurðust og menn hitnuðu þá reyndist þetta fremur auðvelt og það voru þeir Sancho, Madueke og Nico Jackson skoruðu mörkin og Jackson að auki með tvennu. Hitt er svo annað mál hvort Maresca sé eitthvað með hugann við Meistaradeildarsæti þetta árið eða hvort hann einblíni á sigur í Sambandsdeildinni ? Það verður að teljast líklegt að við séum að fara að spila til úrslita í Sambandsdeildinni og fari svo að við sigrum hana þá verður okkar ástsæla Chelsea eina liðið sem hefur unnið allar keppnir sem félagslið getur unnið. En nú er það leikurinn á morgun sem öllu máli skiptir og trúi ég ekki öðru en liðið leggi allt í sölurnar fyrir sigur. Eg ætla að leyfa mér að trúa því að þeir sýni góðann leik á sunnudag þar sem fleiri lið eru farin að banka á efstu fimm þá er eins og þeir hrökkvi í gang og eru oft betri en þegar góður séns er á að koma liðinu í þægilega stöðu. Hef trú á að þetta verði góður dagur




Liverpool




Það þarf varla að hafa mörg orð um þetta lið sem er búið að vera með mikla yfirburði allt tímabilið og ljóst að Arne Slot hefur tekið við góðu búi af Klopp en hefur þó sannað að þarna er alvöru stjóri á ferðinni. Þegar 4 umferðir eru eftir er liðið með 82 stig og eiga eftir að spila við Arsenal, Brighton, Crystal Palace og svo okkar ástsælu. Það er raunar ekki hægt að taka einhvern einn leikmann út úr liði meistaranna frá Liverpool þar sem nánast allir leikmenn hafa átt stórkostlegt tímabil en auðvitað er Egypski prinsinn og fyrrverandi Chelsea leikmaðurinn Salah svolítið sér á palli og hefur sannarlega sprungið út sem aldrei fyrr í vetur og sigur liðsins í deildinni er að mínu mati fyllilega verðskuldaður. Þrátt fyrir að við munum standa heiðursvörð á sunnudaginn þá er ekki nokkur ástæða til að sýna þeim einhverja sérstaka gestrisni þegar þeir mæta á Stamford en hefð er hefð og sjálfsagt að sýna þeim þá virðingu.



Liðsuppstilling og spá:



Já þetta er alltaf spurning og það er alveg klárt að Maresca er ekki að lesa þessa pistla ! allavega ekki þessa sem ég rita þar sem af einhverjum ástæðum þá er hann mér sjaldan sammála hvað varðar liðsuppstillingu en það er engu að síður gaman að spá og spekúlera. Hann mun klárlega halda sig við 4-2-3-1 og það verður Jörgensen sem mun standa á milli stanganna að þessu sinni og þar fyrir framan verða Gusto, Chaloba, Colwill og Cucurella og þar fyrir framan verða félagarnir Caicedo og Fernandez. Þrennuna þar fyrir framan skipa þeir Neto, Palmer og Madueke og fremstur verður sjóðheitur Nicholas Jakcson. Sá ítalski mun svo vafalaust nota Sancho, Lavia og jafnvel einhvern stráklinginn eins og Tyrique George sem hefur komið sterkur inn en líklega fær Reggie Walsh ekki mínútur gegn Liverpool þó hann hafi fengið smjörþefinn á móti Djuurgarden en þessi drengur er fæddur 2008 þannigað framtíðin hjá Chelsea er björt. Enn og aftur ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn og við vinnum þennan leik 2-1 og það verða Jackson og Neto sem skora en Salah mun setja eitt fyrir gestina, fulla ferð áfram!!!


Áfram Chelsea  









 
 
 

Comments


  • Grey Google+ Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey LinkedIn Icon
  • Grey Facebook Icon

© 2023 by Talking Business.  Proudly created with Wix.com

bottom of page