top of page
Search

City á útivelli

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Tími, dagsetning: Sunnudagur 21. maí kl: 15.00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport

Upphitun eftir: Hafstein Árnason




Framundan er heimsókn á Etihad völlinn í Manchester. Eftir ágætis sigur gegn Nott Forest í síðustu umferð neyðumst við til að mæta, - sennilega, einu besta liði allra tíma. Þetta Man City lið í dag er alveg skuggalega öflugt og hefur sýnt það á þessari leiktíð að þeir séu fremstir meðal jafningja. Ég myndi bera þetta lið saman við Barcelona liðið hans Pep, og AC Milan liðin hjá Arrigo Sacchi og Fabio Capello. Gæðin eru á þeim standard. Varamannabekkurinn er sennilega betri en flest liðin í deildinni og Pep stýrir þessu af stakri prýði. Með sigri munu þeir klófesta englandsmeistaratitilinn þetta árið, og ég á ekki von á öðru en þeir klári þetta. Í liðinu hjá City er enginn fjarverandi nema Nathan Aké sökum meiðsla. Í Chelsea liðinu eru 8-9 leikmenn fjarverandi, flestir byrjunarliðsmenn.


Reece James, Chilwell, Badiashile, Koulibaly og Cucurella eru frá. Nánast öll vörnin eiginlega. Það þýðir að Lewis Hall mun örugglega fá hlutverk í leiknum, jafnvel byrjunarliðssæti. Einnig má búast við því að Ruben Loftus Cheek fái startið - sennilega í hægri bakverði? Þetta mun líklega vera einn af hans síðustu leikjum, en Fabrizio Romano greindi frá því að hann væri á leiðinni til AC Milan og eru samningaviðræðurnar komnar býsna langt á veg. Í öðrum leikmannafréttum er ekkert að frétta í bili.


Það er ekki ennþá búið að staðfesta Pochettino, en búist er við því á allra næstu dögum. Það eru þrír leikir eftir af þessu hræðilega tímabili og maður bíður nánast í ofvæni eftir að þessu ljúki. Ég ætla ekki að fjölyrða neitt meira um ytri mál klúbbsins, en þessi leikur gegn City verður að öllum líkindum tap á útivelli.


Byrjunarliðið verður að öllum líkindum svona: Kepa í markinu. Lewis Hall í vinstri bak. Fofana og Thiago Silva í miðvörðum. Chalobah í hægri bakverði, eða Loftus Cheek. Enzo, Conor og Kovacic á miðjunni. Felix, Kai og Madueke frammi.




Leikurinn fer sennilega 3-0 fyrir Man City. Guð blessi Frank Lampard og Chelsea.


KTBFHH!

Comments


bottom of page