top of page
Search

Chelsea - Krasnodar - leikskýrsla og einkunnir


Chelsea bauð upp á skemmtilega tilbreytt lið í viðreign sinni gegn Krasnodar nú kvöld. Það var eins og við var að búast fyrir leik að liðið yrði skipað blöndu af “minni spámönnum” og framtíðarleikmönnum á borð við Billy Gilmour og Tino Anjorin.


Fyrri hálfleikur var frekar tíðindarlítill en það virðist nóg að hitta á rammann þegar Kepa setur upp hanskana en Krasnodar komst yfir í leiknum með marki frá Remy Cabella á 24.mín , verður samt að segjast að það sé erfitt að ætla klína því marki alveg á Kepa greyjið en áran yfir honum er bara alls ekki góð þessa dagana.


Forysta gestanna lifði ekki lengi en Matteo Kovacic þræddi Tammy Abraham innfyrir 2 mín seinna sem var brotið á víti dæmt. Jorginho steig á punktin og tók hoppið sitt og skoraði, staðan jöfn aftur á 28.mín. Liðin fóru jöfn í hálfleikinn.

Þessi leikur lyktaði svolítið af því hversu lítið var undir fengu Chelsea menn að leika sér með boltann á meðan Krasnodar lá tilbaka og varði stigið og fór svo að Krasnodar hélt út og jafntelfli niðurstaðan í heldur bragðdaufum leik en taplausir í síðustu 16 leikjum staðreynd.


Einkunnur leikmanna

Kepa - 6

Fellur lítið með honum þessa dagana og auðvitað fékk okkar maður á sig mark. Gat vissulega lítið gert við þessu en þessi ára virðist sveima yfir greyjinu að hann sé líklegri til þess að þurfa sækja boltan úr netinu en að verja.


Cesár Azpilicueta - 6

Reyndi lítið á fyrirliðan og hann komst vel frá sínu. Andreas Christensen - 6

Reyndi lítið sem ekkert á. Komst vel og þægilega frá sínu. Antonio Rudiger - 6

Reyndi lítið á miðvarðarparið í leiknum. Komst þægilega frá þessu hlutverki. Emerson - 6

Átti ágætis leik en eins og kollegar hans í vörninni reyndi lítið á hann en hann bætti ekki miklu við sóknarleikinn heldur.

Billy Gilmour - 7 (Maður leiksins)

Ákafi í Billy og skemmtilegur á velli. Átti nokkrar vanstilltar sendingar en heilt yfir flottur. Frábær pressa sem skilaði boltanum á Kovacic sem þræddi Tammy innfyrir í vítaspyrnudómnum. Jorginho - 7

Skoraði af punktinum og jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Komst hjá því að fá heimskulegt gult spjald sem er alltaf kostur í leik Jorginho. Matteo Kovacic 74’ - 6

Flottur fyrrihálfleikur hjá Kova, þræddi Tammy skemmtilega innfyrir sem sótti svo vítið. Kai Havertz 74’ - 6

Áræðin og reyndi að keyra á vörn Krasnodar með misgóður árangri. Er allur að slípast saman og fer vonandi að skila þeim gæðum sem við vitum að hann býr yfir. Tino Anjorin 80’ - 7

Augu fleststa beindust að þessum manni fyrir leikinn mögulega ásamt Billy Gilmour. Hefur verið nefndur “Ruben Loftus-Cheek 2.0”. Hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og var öruggur í sínum aðgerðum. Hefði getað fengið stoðsendingu þegar hann stakk Havertz í gegn en fyrsta snertingin sveik Þjóðverjann. Tammy Abraham - 6

Sækir vítið sem við jöfnum úr. Tammy lék ágætlega fyrir liðið en við viljum fara sjá meira frá honum.


Varamenn:

N’Golo Kanté 74’ - 6

Bætti litlu við bragðdaufan leik en sýndi samt hversu mikilvægt það er að vera með alvöru stál á miðjunni.


Timo Werner 74’ - 6

Reyndi að sprenja upp leikinn með hraða sínum og skapaði eitt gott færi fyrir Tammy.


Olivier Giroud 81 ‘ - 6

Bætti litlu við leikinn.


KTBFFH

- Stefán Marteinn

Comments


bottom of page