Keppni: Enska Úrvalsdeildin
Dag- og tímasetning: Laugardagur 31. okt. kl. 15.00
Leikvangur: Turf Moor, Burnley
Hvar er leikurinn sýndur: Síminn Sport og Sportbarinn Ölver
Upphitun eftir Sigurð Torfa Helgason

Chelsea
Eftir frábæran 4-0 sigur gegn Krasnodar í Rússlandi á miðvikudag er full ástæða til bjartsýni fyrir þennan leik gegn Burnley. Liðið hefur nú haldið hreinu í þrá leiki í röð eftir að hafa lekið inn ógrinni marka í leikjunum þar á undan og er það mjög jákvætt! Mendy markvörður hefur komið mjög sterkur inn og veitt vörninni öryggi sem ekki var til staðar þegar Kepa stóð í rammanum. Mendy er núna búinn að halda markinu í fjórum leikjum í röð (þeim sem hann hefur spilað) og er það í fyrsta sinn sem markmaður gerir það síðan Thibaut Courtois gerði slíkt hið sama árið 2015 undir stjórn Mourinho.
Það kom hins vegar mörgum á óvart hversu litlar breytingar Lampard gerði á liðinu í þessum leik í Rússlandi, einungs Silva fékk alveg frí og nýju þjóðverjarnir fengu ekkert frí og spiluðu nánast allan leikinn. Það er því spurning hvernig liðið verður gegn Burnley, lætur hann þá byrja enn einn leikinn eða fá Abraham eða Giroud sénsinn. Enginn meiðsli eru í leikmannahópnum fyrir utan Billy Gilmour
Ég held að Lampard haldi áfram svipuðu liðið og undanfarin misseri en verðlauni þó Ziyech og Rudiger fyrir fínar frammistöður í miðri viku. Pulisic kemur á vinstri vænginn eftir að hafa breytt miklu í leiknum gegn Krasnodar. Ég geri líka ráð fyrir því að Reece James komi inn í hægri bakvörðinn.
Ég ætla að spá liðinu svona:

Þetta eru 4 breytingar frá leiknum í Rússlandi. Ég perósnulega myndi gefa Abraham eða Giroud þennan leik og síðan er ekkert ólíklegt að Zouma haldi stöðu sinni en Rudiger spilaði vel gegn Rússunum og virkaði frískur og tilbúinn.
Burnley
Lið Burnley hefur byrjað tímabilið illa. Liðið er sem stendur í 18. sæti með 1 stig en á inni einn frestaðan leik. Markatalan er 3-9. Síðasti leikur liðsins var heimaleikur gegn Spurs sem tapaðist 0-1. Burnley var þó síst lakari aðilinn í þeim leik voru í raun óheppnir að fá ekki eitthvað út úr leiknum. Við vitum alveg hvers konar leik við fáum frá Burnley, mikla baráttu og endalausa háa bolta inn í teig og þarna fá þeir Silva og Mendy að kynnast ekta enskum trukkum, þeim Barnes og Wood sem gefa ekkert eftir. Okkar maður Jói Berg er tæpur fyrir leikinn og auk hans eru Eric Peters, Phil Bardsley Jack Cork og fyrirliðinn Ben Mee meiddir. Rétt er að vekja athygli á einum leikmanna Burnley, Dwight McNeil, sem er tvítugur Englendingur sem er mjög skemmtilegur og er líklegur að geta náð nokkuð langt.
Líklegt byrjunarlið Burnley:

Spáin
Ég ætla að vera svo bjartsýnn og spá því að við höldum hreinu 4 leikinn í röð og
skorum 2, Pulisic kemur okkur á bragðið og Giroud kemur inn af bekknum og klárar dæmið. Skemmtilegast væri þó ef Pulisc myndi aftur skora hina fullkomnu þrennu, líkt og hann gerði í leik þessara liða á síðasta tímabili - en við skulum ekki missa okkur í bjartsýninni.
KTBFFH
Sigurður Torfi Helgason
Comments