top of page
Search

Sheffield United vs. Chelsea FC

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 7. febrúar 2021, klukkan 19:15

Leikvangur: Bramall Lane, Sheffield.

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, Sky Sport 1, DAZN ofl.

Upphitun eftir: Markús Pálma PálmasonInngangur

Eftir þessi þjálfaraskipti hjá okkur, er vel hægt að orða það þannig að við séum á góðu róli með liðið eins og það er. Mig persónulega finnst alltaf mjög áhugavert að líta á tölfræði þjálfara, sem er ein stærsta ástæðan fyrir því að Tuchel gerði mig spenntan. Það eru mikil batamerki á spilamennsku Chelsea sem er ekki hægt að túlka öðruvísi en það að nú eru bjartir tímar framundan. Í þessum fyrstu þremur leikjum undir stjórn Tuchel hafa okkar menn haldið markinu hreinu og er það í fyrsta skipti sem stjóri heldur hreinu fyrstu þrjá leikina sína með Chelsea í Ensku Úrvalsdeildinni síðan Mourinho gerði það árið 2004. Nú er Sheffield United andstæðingurinn annað kvöld, og vonumst við eftir alvöru stórsigri okkar manna!


Chelsea

Í síðasta leik lögðum við Tottenham af velli í 0-1 sigri á Tottenham Hotspur Stadium í hörkuleik. Við vorum meira með boltann, með fleiri marktilraunir og í raun með yfirburði meirihluta leiks. Þarna er einnig verið að ræða um Lundúnarslag, á milli tveggja liða af „The Big Six“, og því mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.


Eftir þennan frábæra sigur, þá sitjum við í 6. sæti með 36 stig, 11 stigum frá efsta sætinu, og aðeins 4 stig frá Meistaradeildarsæti. Við sáum aftur 3-4-3/3-4-1-2 leikkerfi, þar sem Rudiger hélt sínu sæti sem og Marcos Alonso, Jorginho og Kovacic héldu miðjunni, og gríðarlega sterkur bekkur. Chelsea spiluðu heilt yfir virkilega vel í þessum leik, voru þéttir á miðjunni, Rudiger átti flotta frammistöðu og Jorginho öruggur á punktinum eins og svo oft áður.


Liðið hjá okkur er heilt yfir búið að sleppa vel við meiðsli núna í fyrstu leikjum Tuchel. Að sjálfsögðu eru einhverjir að jafna sig á einhverju en enginn á langtímameiðslalistanum. Verst er þessi óvissa með Thiago Silva, eftir að hann þurfti að yfirgefa völlinn gegn Tottenham eftir að hafa meiðst á læri. Fyrir utan það, þá erum við ennþá í þessari miklu leikjatörn og leikmenn þurfa að heilla nýja stjórann, og þá býst ég nú bara við hörkugír í liðinu þegar það kemur út á völlinn í dag.


Ég ætla að reikna með svipaðri uppstillingu og í síðustu leikjum. Mendy heldur rammanum og Azpilicueta, Rudiger og Zouma munu byrja í þriggja manna varnarlínu. Zouma mun þá koma mjög sterkur inn í stað Thiago Silva, þó það séu enn líkur á að Andreas Christensen fái kallið. . Jorginho og Kova munu byrja á miðjunni, með Hudson-Odoi og Marcos Alonso sem vængbakverði. Jorginho skoraði úr vítinu í seinasta leik og Kovacic átti frábæran leik á miðjunni. Stjórnaði algjörlega tempóinu í uppspili okkar manna, og varðist vel gegn sterkri uppstillingu Tottenham. Gegn Sheffield United, ætti þessi miðja að drepa miðjuna strax frá fyrstu mínútu.


Í þriggja manna framlínu koma svo Mason Mount, Tammy Abraham og Christian Pulisic. Er frekar viss að Tuchel vilji koma Pulisic inn í þetta byrjunarlið, sérstaklega vegna hvaða hæfileika gæjinn býr yfir. Tuchel þekkir hann vel og mögulega mun bara eiga sinn besta leik í smá tíma. Ég bara býst við íhaldssemi frá TT og vill sjá liðið klára þrjú stig, takk.Sheffield United

Andstæðingur dagsins er Sheffield United. Þeir eru búnir að vera botnlið tímabilsins og hafa átt verulega erfitt uppdráttar eftir flotta frammistöðu í fyrra þar sem þeir enduðu í 9. Sæti. Sheffield United vann okkur 3-0 á heimavelli í fyrra, og gerði svo 2-2 jafntefli við okkur á Stamford Bridge þannig við eigum harma að hefna!


Sheffield United ætti að vera skyldusigur flestra toppliða en það er stranglega bannað að vanmeta andstæðinginn sem sérstaklega vann stig af okkur í báðum leikjum í fyrra. Sheffield hafa líka verið rétta hressilega úr kútnum og hafa unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum, m.a. frábæran sigur á Man Utd á Old Trafford Ar sem lánsmaðurinn okkar Ethan Ampadu átti stórleik.


Í gegnum árin hafa þessi tvö lið unnið 4 sinnum hvort, og unnum við seinasta leik, sem endaði 4-1 fyrir okkur, þar sem Timo Werner, Ben Chillwell, Tammy Abraham og Thiago Silva skoruðu mörkin fyrir okkar menn. David McGoldrick skoruði mark Sheff Utd.


Sheffiled Utd er á góðu skriði núna þannig við megum búast við hörkuleik frá Sheffield mönnum!


Spá

Timo Werner er eitt stærsta vandamál Chelsea í augnablikinu. Maðurinn er svo ótrúlega hæfileikaríkur, og ef hann myndi kveikja á sér þá myndum við vera komnir í alvöru baráttu í deildinni. Timo hefur fengið að spila flesta leiki á þessu tímabili, og þarf að nýta færin sín betur, en gæti vel verið að hann þurfi bara einhvers konar hvíld.


Ég sé vel fyrir mér annaðhvort markasúpu eða mjög tæpan 0-1 sigur. Mér finnst alltaf skemmtilegast að spá fyrir um leiki eins og þessa, frekar en grannaslag eða stórleik, vegna marka sem geta komið í þessum leikjum. Ég hef það á tilfinningunni að okkar menn reimi á sig markaskónna og landi 0-3 sigri. Ég sé fyrir mér að Tammy skori yvö, og að Pulisic setji eitt til að rífa sig í gang!


KTBFFH

- Markús Pálmi Pálmason


Comments


bottom of page