Eftir Björgvin Óskar Bjarnason
Þann 30. 5. 2022 var tilkynnt að fjárfestahópur undir forystu Todd Boehly hefðu keypt Chelsea FC með manni og mús. Auk Boehly voru Hansjörg Wyss og Mark Walters (sem eins og Boehly lögðu til eigin fjármuni) þeir einstaklingar sem fjárfestu í félaginu, auk Clearlake Capital Group sem eru undir stjórn Behdad Eghbali og José E. Feliciano (ekki tónlistarmanni). Á reiki eru um skráðan eignarhlut aðila en Clearlake Capital á hreinan meirihluta (mögulega 61.5%) meðan Todd Boehly er talinn eiga um 13% og eins og hinir tveir (samkvæmt Telegraph). Gera verður greinamun á þessum þremur einstaklingum sem fjárfestu af hugsjón og auðvitað einhverri gróðavon og fjárfestingafélaginu Clearlake Capital með sína hundruði fjárfesta sem hafa aðeins eitt að leiðarljósi. Að fá arð af sinni fjárfestingu sem fyrst, og sem mest, og gefa því skít í allt sem heitir fótbolti - hvað þá fótbolta með hugsjón.
Todd Boehly var skipaður stjórnarformaður þessa nýja eignarhaldsfélags (BlueCo) allavega til ársins 2027 en þá mun Clearlake Capital skipa stjórnarformanninn. En einhver snuðra virðist hlaupin á þráðinn milli Boehly og Eghbali, eftir stutta samvinnu þannig að þetta var niðurstaðan. Engu að síður hljómuð þessi frómu orð þegar þeir kumpánar tóku við Chelsea FC. Ég læt vera að þýða þau þannig að ekkert fari á milli mála hvað þeir sögðu og meintu.
“We are honoured to become the new custodians of Chelsea Football Club,” said Boehly. “We’re all in – 100% - every minute of every match. Our vision as owners is clear: We want to make the fans proud. Along with our commitment to developing the youth squad and acquiring the best talent, our plan of action is to invest in the club for the long-term and build on Chelsea’s remarkable history of success. I personally want to thank ministers and officials in the British government, and the Premier League, for all their work in making this happen.”
Behdad Eghbali og José E. Feliciano, stofnendur Clearlake og framkvæmdastjórar sögðu:
“We are excited to commit the resources to continue Chelsea’s leading role in English and global football, and as an engine for football talent development. We also want to thank the authorities for all their work throughout the process. As pioneers in sports and media investing, we are thrilled to partner with Todd and the rest of the consortium to meaningfully grow the Club as a global platform. Together, we will expand the Club’s investment across infrastructure, technology, and sports science to support the incredible Chelsea football and commercial teams – all with the goal of leveraging this growth to fuel even more on-pitch success.”
Nokkuð háleit orð hjá báðum þar sem Boehly talaði um langtíma verkefni þar sem hagur félagsins væri hafður að leiðarljósi. Annað hljóð kom í strokkinn í viðtali við Eghbali nokkrum mánuðum seinna er hann lét þessi orð falla á Sportico Live pallborðsumræðunni “Invest in sports”. Þar sagði hann:
“We thought Chelsea [was] frankly an asset, a business that was not terribly well managed on the football side, sporting side or promotional side, so meaningful opportunity at the club and we’ll get to it for us, who needed the beachhead to then look at multi clubs. [We] looked at it and we think European sports is probably 20 years behind US sports in terms of sophistication on the commercial side, and sophistication on the data side. [...] These are global assets, global audiences which we think we can certainly help grow.” ..............” “We think there’s a path to controlling labour costs and still producing a winning product using data, using the multi club.” .................“[And] it’s the perfect pathway of developing talent whereby you don’t have to spend crazy money on payroll. [We] hired a coach from Brighton and we think they’re one of the best-run teams in the Premier League. The owner is from a sport gaming, data background. Spends 10% of the payroll, wins almost as much and is a very stable mid-market, mid-table, very profitable club. I think if you apply some of that IP into developing talent but keeping your talent.” .
Það eru því tvenn sjónarmið sem ráða í næstu framtíð Chelsea. Sjónarmið Boehly og félaga að gera áhangendur hreikna af félaginu og byggja upp öflugt starf á öllum vígstöðum. Því miður fara kumpánarnir þrír aðeins með 39% hlut í félaginu. Boehly er að vísu stjórnarformaður þar til 2027 en fyrir það starf þiggur hann ágætis laun eða 20 milljón pund á ári. Síðan eru það sjónarmið Clearlake Capital með Edgbali og Feliciano í fararbroddi. Það snýst um að breyta Chelsea meira í framleiðslueiningu á knattspyrnumönnum sem hægt verður að selja með hagnaði en að sækjast eftir bikurum og kosta öllu til þess.
Þetta nýja eignarhaldsfélag (BlueCo) hófst þegar handa við að yfirfæra þetta “meinta” viðskiptalíkan yfir á Chelsea. Fyrsta kaupæðið hófst þegar Sterling, Koulibaly, Slonina, Chukwuemeka, Casadei og Aubameyang, Cucurella og Fofana voru keyptir og Zakaria fenginn að láni. Engin “25 ára regla” var þá höfð að leiðarljósi. Ekki var þáverandi knattspyrnustjóri Thomas Tuchel hafður í ráðum í leikmannakaupum og lýsti Boehly honum eiginlega sem “martröð” þegar kom að slíku. Sennilega vegna þess að Tuchel vissi hvaða leikmenn Chelsea vantaði og þurfti til að bæta liðið þá stundina ekki ekki mögulega einhvern tímann í framtíðinni. Samstarf Boehly og Tuchel varð mjög stutt en Tuchel (60% vinningshlutfall) var rekinn í byrjun september 2022. Ekki var látið þar við sitja heldur var Granonskaia og Cech látin fara þannig að það var heilmikil alvöru fagmennska látin fjúka í einu vetfangi hjá félaginu.
Þá var auðvitað leitað á náðir fyrirmyndafélagsins í augum BlueCo og Eghbali, og þeirra þjálfari keyptur dýrum dómum. Graham Potter tók við af Tuchel í september og dugði ekki út leiktímabilið. Hann var látinn fara í byrjun apríl 2023. Í vetrarglugganum höfðu verið keyptir Badiashile, Datro Fofana, Santos, Mudryk, Madueke, Gusto og Enzo og fleiri að viðhafðri “25 ára reglunni” það er að kaupa ekki leikmenn eldri en 25 ára. Og Joao Felix fenginn að láni. En ekki gekk rófan frekar en fyrri daginn. Fyrirmyndarstjórinn frá fyrirmyndarfélaginu náði aðeins rúmlega 38% vinningshlutfalli, en aðeins einn stjóri Chelsea hefur verið með lægra vinningshlutfall (áður í Deildinni) en það er Glen Hoddle.
En gagnadrifna fjölfélagsmódelið með áframhaldandi kaupum á ungum “hæfileikaríkum” leikmönnum, mjög oft á gufurugluðu yfirverði, sem og eitt stykki knattspyrnufélag til að ala upp alla þessa upprennandi auðlind hefur ekki virkað sem skyldi. Tölvunarfræðingur sagði mér einu sinni að úrvinnsla úr gögnum færi alltaf eftir gæðum þeirra og meðferð. Eða “shit in = shit out”. Þú ræktar ekki í æfingarbúðum margt af því sem virkilega þarf til að verða frábær knattspyrnumaður, jafnvel þótt miklir hæfileikar séu fyrir hendi. Það krefst leiðsagnar góðs þjálfara og ekki síður góðra eldri og reyndari leikmanna sem eru fyrirmynd eða hjálparhella í þroska leikmannsins. Við höfum gott dæmi í Real Madrid þarf sem margir frábærir ungir leikmann leika í bland við þá eldri. Þeir yngri höfðu auðvitað frábæra fyrirmynd í eldri leikmönnum sem léku stöðurnar áður og kenndi þeim galdrana. Þess vegna erum við að sjá unga leikmenn undir tvítugu leika af reynslu og hugrekki og sjálfstrausti eins og hinir eldri leikmenn félagsins. Enda undir verndarvæng og handleiðslu þeirra eldri. Til gamans má geta að leikmannakaup Real Madrid er eins langt frá þessu nýja viðskiptamódeli BlueCo eins og hugsast getur. Eigendur Real Madrid (eins Barcelona, Osasuna, A. Bilbao) eru áhangendur félaganna eða “socios”.
Egbhali vill meina að Bandaríkin séu ljósárum á undan Evrópubúum í rekstri íþróttafélaga enda eru stærstu og verðmætustu íþróttafélögin flest bandarísk. Lið í NBA (National Basketball Association) og MLB (Major Leage Baseball) notast við gagnasöfnun til að næla í unga leikmenn sem síðan eru sendir til liða í “lægri” deildum (í eigu móðurfélagsins) til að þroskast og læra. Það kemur síðan í ljós hvort einhver þeirra springur út og er þá nýttur hjá móðurfélaginu en smælkið er selt. Þetta kallar kaninn ræktun eða “farming”. Knattspyrnuyfirvöld í Evrópu og FIFA er greinilega að sporna við þessu þó kaup og útvistun leikmanna milli tektar og tvítugs sé enn mikið frjálslegri en 21 árs og eldri. Í ár má lána eða útvista 7 “eldri” leikmenn til liða (8 á síðasta tímabili) og aðeins 6 á næsta tímabili. Reglur FA eru öllu strangari. Þannig að þetta bandaríska viðhorf til “ræktunar/útungunar” á hæfileikum virðist ekki hafa hljómgrunn annars staðar. Margra hluta vegna sem ég ætla ekki að rökræða frekar sem þýðir að viðskiptamódelið sem BlueCo er á undanhaldi. UEFA og FA virðist ætla bregðast við reglum sem binda menn til frambúðar hjá félögum en Chelsea hefur keypt meginhluta ungra leikmanna sinna á 7.5 – 8.5 ára samningum. UEFA hefur takmarkað þetta við 5 ár.
Það má eiginlega líkja þessu við blómabeð þar sem laukunum er plantað innan um verndandi jurtir og tré þannig að þeir dafni sem best og springi út sem falleg blóm sínu umhverfi til yndisauka. Eða þá laukum sem plantað er í tilbúin fjöldabeð og látin blómstra innan um sína álíka. Þau blóm eru oftast seld afskorin í Bónus eða Blómó.
Miðað við leikmannakaup undanfarið og greinilega áherslu á að kaupa unga, óreynda og óharðnaða leikmenn. Vona að þeir þroskist í betri leikmenn og seljanlegri vöru eins og sjá má hjá Brighton og t.d. Red Bull liðunum, þá er Chelsea algjör fúskari í þeim efnum, miðað við hin liðin, enda nýbyrjaðir að höndla og rækta. Ef tilgangurinn er eingöngu að kaupa unga og efnilega leikmenn ódýrt, fínstilla þá aðeins, spila þá upp í gæðum og selja síðan, þá kunna “fagmennirnir” hjá Chelsea ekki til verka í leikmannakaupum. BlueCo hefur keypt leikmenn fyrir yfir milljarð sterlingspunda síðan þeir tóku yfir félagið. Markaðsvirði þeirra hefur rýrnað um helming (skv. Transfermarkt) þannig fjárfestar Clearlake Capital hoppa varla hæð sína af kæti með þessa fjárfestingu sem hljóðaði upp á 4.25 milljarða punda og síðan rúmlega milljarður í viðbót í leikmannakaupum.
Eini hagnaðurinn sem blasir við sem skyndilausn er að selja leikmenn sem Chelsea hefur “alið” upp en þá má selja með “hreinum” hagnaði. Reece James, Gallagher, Chalobah, Colwill, Maatsen, Hall, Broja, Gilchrist og fleiri gætu þess vegna lent á sölulista til að fullnægja arðkröfum fjárfestanna. Aðeins tveir af öllum þessum leikmönnum sem Chelsea eða frekar BlueCo hefur keypt hafa aukið verðgildi sitt frá því þeir komu til Chelsea (Palmer og Gusto), sem ber vitni um að þeir sem þar standa að verki viti ekkert hvað þeir eru að gera.
Þar sem fjárfestarnir kunna ekki sjálfir að handera vöruna sem ætla að höndla með og selja þurftu þeir að ráða einhvern sem á að kunna til verka. Það er að taka við ungum leikmönnum, meta þá og reyna að bæta þeirra gæði með þjálfun og fræðslu. Einhver sem kann að höndla ungviði og slípa til vankantana í þeirra leik og setja þeim kúrsinn fyrir harða keppni. Þessi maður reyndist vera Pochettino sem með harmkvælum tók að sér starfið til tveggja ára. Það má segja að Poch hafi bitið í súra eplið með því að “þiggja” starfið því önnur eins óáran og óheppni hefur sjaldan birtst einum stjóra í starfi eins og Poch. Fyrst má nefna burðarásana í liðinu James, Chillwell og mögulega Fofana sem hafa lítið leikið í vetur vegna meiðsla. Fleiri varnarmenn eins og Colwill, Gusto, Cucurella og Chalobah hafa verið mikið frá vegna meiðsla þannig að það eru stöðugar breytingar á vörninni frá leik til leiks. Einn leikreyndasti og besti varnarmaður Chelsea er Thiago Silva þótt hann sé nærri tvöfalt eldri en flestir liðsfélagar hans. Silva var greinilega óhress með allt þetta flökt á varnarkerfum Poch og hverjir mönnuðu vörnina að það komst í hámæli. Þar með varð hann persona non grata í liði Poch og þjálfarinn vildi illa nota hann eftir það. Sem þýðir að Thiago Silva fer burtu frá Chelsea með alla sína reynslu og þekkingu (sem liðið vantar) og mögulega færir sig um set í London, til annars félags, til að vera nálægt fjölskyldu sinni en sonur Thiago Silva er í Chelsea akademíunni og þykir mjög efnilegur.
Aðrir leikmenn sem gerðar voru miklar væntingar til eins og Nkunku og Lavia hafa aðeins leikið nokkrar mínútur vegna meiðsla og Enzo hefur leikið kviðslitinn lungann úr vetrinum, sem skýrir örlítið okkar vonbrigði með hans frammistöðu. Reynsluboltinn og launahæsti leikmaðurinn Raheem Sterling virðist vera orðinn saddur af fótbolta og er frekar til trafala inn á vellinum en bjargvættur. Og stormsenterinn okkar hefur verið sentera duglegastur að koma sér í frábær dauðafæri sem hann síðan klúðrar á svo eftirminnilegan hátt að gerð eru brandaramyndbönd af marktilraununum. Eins hefur Mudryk verið notaður sem vinstri vængmaður í seinni tíð sem þýðir að Chelsea hefur eiginlega leikið með 10 menn því aumingja drengurinn kann hvorki að verjast eða sækja og gerir ekkert gagn þar á milli. Ugochuckwu og Chukwuemeka hafa lítið leikið vegna meiðsla.
En Pochettino getur einnig kennt sér sjálfur um varðandi meiðsli leikmanna. En manni skilst að æfingarnar á Cobham séu það ákafar að leikmenn lendi í ítrekuðum og alvarlegum álagsmeiðslum. Nokkuð sem ég skil hreint ekki að skuli gera í nútímaþjálfun með sérmenntuðu starfsliði. Ef menn eru að koma út meiðslum þá leggur maður ekki sama álag á þá og hina heilbrigðu. Og notar þá ekki í leik fyrr en þokkalegum bata hefur verið náð. Það er eitthvað mikið rangt í afturbataferli meiddra leikmanna hjá Chelsea. Eiginlega rannsóknarefni.
Eins getur Pochettino kennt sér um agaleysi innan liðsins á vellinum sem vakið hefur furðu í vetur. Mögulega er hann of linur og vill vera vinur allra. Semsagt of góður kall í starfið. Liðsuppstilling Poch er oftast mjög skrítin og furðulegt að nota ekki leikmenn sem kunna sínar stöður, heldur nota aðra leikmenn og spila þeim “út úr stöðu”. Meira að segja að vilja ekki eða geta ekki notað ákveðinn vinstri bakvörð sem fyrir stuttu kom sínu liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vinstri bakvarðarstöðunni.
Fyrirskipanir Poch virðast ekki hrína á leikmenn, en oftar en ekki koma þeir eins og Doddi dasaði út úr búningsklefanum, sérstaklega eftir hálfleik. Innáskiptingar virkar oftar en ekki frekar en að gera gagn eða breyta leiknum. Leikskipulag er á reiki nema það blæti að vilja hefja allar sóknir frá marki með reitarbolta varnarmanna sem margir hverjir hafa hvorki tæknigetu eða sjálfstraust í slíkt. Pochettino hefur verið duglegur að kvarta yfir reynsluleysi og ungum aldri leikmanna þangað til kaninn setti á hann “gag order” að eigin hætti. Að öðru leyti er allt gott að frétta frá okkar stjóra og orðrómurinn er að Pochettino verði áfram stjóri hjá Chelsea. Ef BlueCo hefur svona miklar mætur á honum ættu þeir að leyfa honum að velja hvaða leikmenn verða keyptir nú þegar félagið hefur afnumið sína eigin <25 ára reglu. Og hvaða leikmenn verða EKKI seldir.
Það skýrist sennilega von bráðar hvort stefna Boehly eða Eghbali verður ofan á undir stjórn BlueCo. Það er hvort langtímasjónarmiðið er að koma Chelsea aftur á þann stall sem félagið hefur verið síðast aldarfjórðung ,með alla sína tryggu stuðningsmenn, sem þekkja lítið annað en að keppa um titla og bikara. Eða þau skyndigróða sjónarmið Eghbali og Clearlake Capital að hámarka fjárfestingu sína á sem skemmstum tíma með því að nýta sér orðstýr Chelsea í hagnaðarskyni, en ekki til hagsbóta fyrir félagið og ánægjuauka fyrir stuðningsmenn þess.
Í stuttu máli snýst þetta um að ala upp, kaupa og halda í leikmenn sem eru tilbúnir að ganga í gegnum eld og brennistein fyrir félagið. Leikmenn sem ganga hreyknir til leiks í búningi Chelsea og berjast sem lið eða heild að SAMA markmiðinu. Að vinna leiki og keppnir. Eða endar Chelsea sem útungunarfélag fyrir bandarískan fjárfestinga-vogunarsjóð þar sem ríkja aðeins skammtíma sjónarmið að ná til baka fjárfestingunni og hámarka gróðann á sem skjótastan hátt. Án tillits til félagsgilda og sögu Chelsea.
Chelsea kveðjur.
Björgvin Óskar Bjarnason
Comments