Chelsea gerði sér góða ferð á London leikvanginn og sótti þar þrjú dýrmæt stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fyrri hálfleikurinn var vel spilaður af okkar mönnum þar sem þeir stjórnuðu leiknum mjög vel og sköpuðu sér nokkur færi. Það var svo á sjálfri markamínútunni er Mason Mount keyrði upp tempóið á miðjunni, fann Ben Chilwell úti vinstra megin sem kom með frábæra sendingu fyrir á Timo Werner sem kláraði færið vel í fyrstu snertingu.
West Ham komu mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik eftir að hafa verið mjög daprir sóknarlega í þeim fyrri. West Ham sköpuðu sér engin teljandi dauðafæri þrátt fyrir að hafa komist nokkrum sinnum í ágætar stöður á vellinum. Okkar menn fengu nokkur góð upphlaup og Mason Mount var duglegur að skjóta á markið. Eftir eitt slíkt skot fékk Timo Werner algert dauðafæri eftir að Fabianski hafði verið boltann út í teiginn, einhvernveginn tókst Timo kallinum að klúðra þessu færi.
Balbuena fékk svo rautt spjald efir að hafa hreinsað boltanum í burtu en lenti svo með takkana í fótleggnum á Chilewll, eftir að Varsjáin hafði skoðað málið gaf dómari leiksins Balbuena rauða spjaldið. Mjög strangur dómur.
Leikurinn fjaraði út og þrír flottir punktar í hús hjá okkar mönnum.
xG- Bardaginn
Umræðupunktar
Tammy Abraham fékk nokkar mínútur í leiknum og er þá mögulega kominn úr fyrstikistunni hjá Tuchel.
Frá því að Tuchel tók við Chelsea í janúar eru Chelsea búið að fá næst flest stig á eftir Man City í ensku Úrvalsdeildinni.
Samkvæmt tölfræði á heimasíðu Premier League hefur Timo Werner klúðrað 17 góðum marktækifærum! Það munar um minna hjá þjóðverjanum.
Jorginho og Kante voru mjög góðir í þessum leik - voru með tögl og haldir á miðjunni og gáfu West Ham ekki færi á byggja upp neinar sóknir.
Enn eitt "hreina lakið" hjá vörninni eftir Tuchel tók við liðinu. Liðið spilar ekki skemmtilegasta fótboltann en við erum afskaplega þéttir fyrir.
Gaman að sjá að Thiago Silva er búinn að finna sitt form aftur.
Það var mjög áhugavert Tuchel skildi velja Azpilicueta til að spila í hægri vængbakverði fram yfir bæði Hudson-Odoi og Reece James.
Einkunnir
Mendy - 7,5
Rudiger - 7,5
T. Silva - 8
Christensen 7,5
Azpilicueta - 7
Chilwell - 8 (Maður leiksins)
Jorginho - 7
Kante - 7
Mount - 7
Pulisic - 6
Werner - 7
Ziyech - 6
James - 6
Tammy - 6
Next up: Real Madrid í undanúrslitum CL.
KTBFFH
- Jóhann Már
Comments