top of page
Search

Leikskýrsla: Svekkjandi tap gegn Tottenham


Gangur leiksins

Chelsea tapaði gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Chelsea komst yfir strax á 19' mínútu leiksins er Timo Werner opnaði markareikning sinn hjá Chelsea. Markið kom eftir góðan undirbúning Hudson-Odoi og Azpilicueta. Okkar menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri. Spurs mættu grimmari til leiks í síðari hálfleik þar sem skilaði þeim jöfnunarmarki á 83' mínútu. Niðurstaðan var því vítaspyrnukeppni þar sem Tottenham skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en aðeins Mason Mount klikkaði er hann skaut framhjá úr fimmtu spyrnu liðsins. Svekkjandi tap staðreynd.


Umræðupunktar

  • Þetta er í fyrsta skipti sem Mourinho "sigrar" Frank Lampard en í hin skiptin þrjú hafði Lampard alltaf borið sigur úr býtum.

  • Edouard Mendy virðist vera alvöru markvörður! Ekki beint auðvelt að fara í vítaspyrnukeppni gegn Spurs í sínum fyrsta leik. Ef við leggjum það til hliðar þá stóð hann sig mjög vel, GREIP FYRIRGJAFIR, varði einu sinni mjög vel og var heilt yfir öruggur í sínum aðgerðum.

  • Ég hef áhyggjur af spilamennsku Kovacic, er mjög tæpur á miðjunni og er nánast skugginn af sjalfum sér m.v. síðasta tímabil.

  • Mount og CHO fóru gríðarlega illa með góð tækifæri í stöðunni 1-0, við hefðum líklega rotað Spurs með öðru markinu í þessum leik.

  • Fjórföld mistök í jöfnunarmarki Spurs, fyrst Werner með latan varnarleik á Regulion, svo missa bæði Tomori og Zouma boltan yfir sig og að lokum var Emerson ekki mættur að elta sinn mann - vondur varnarleikur í alla staði.

  • Virkilega flott mark hjá Werner - vonandi opnast flóðgáttir núna.

Einkunnagjöf

Byrjunarliðið:

Mendy - 7

Azpilicueta - 7,5 - Maður leiksins

Chilwell - 6,5

Tomori - 6

Zouma - 6

Jorginho - 6

Kovacic - 5,5

Mount - 6

Hudson-Odoi - 6

Werner - 7

Giroud - 6


Varamenn:

Kante - 7

Abraham - 6

Emerson - 4


KTBFFH

- Jóhann Már Helgason


PS!

Hér má svo sjá allar einkunnir CFC.is á þessu tímabili:


Comments


bottom of page