Gangur leiksins
Chelsea tapaði gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Chelsea komst yfir strax á 19' mínútu leiksins er Timo Werner opnaði markareikning sinn hjá Chelsea. Markið kom eftir góðan undirbúning Hudson-Odoi og Azpilicueta. Okkar menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri. Spurs mættu grimmari til leiks í síðari hálfleik þar sem skilaði þeim jöfnunarmarki á 83' mínútu. Niðurstaðan var því vítaspyrnukeppni þar sem Tottenham skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en aðeins Mason Mount klikkaði er hann skaut framhjá úr fimmtu spyrnu liðsins. Svekkjandi tap staðreynd.
Umræðupunktar
Þetta er í fyrsta skipti sem Mourinho "sigrar" Frank Lampard en í hin skiptin þrjú hafði Lampard alltaf borið sigur úr býtum.
Edouard Mendy virðist vera alvöru markvörður! Ekki beint auðvelt að fara í vítaspyrnukeppni gegn Spurs í sínum fyrsta leik. Ef við leggjum það til hliðar þá stóð hann sig mjög vel, GREIP FYRIRGJAFIR, varði einu sinni mjög vel og var heilt yfir öruggur í sínum aðgerðum.
Ég hef áhyggjur af spilamennsku Kovacic, er mjög tæpur á miðjunni og er nánast skugginn af sjalfum sér m.v. síðasta tímabil.
Mount og CHO fóru gríðarlega illa með góð tækifæri í stöðunni 1-0, við hefðum líklega rotað Spurs með öðru markinu í þessum leik.
Fjórföld mistök í jöfnunarmarki Spurs, fyrst Werner með latan varnarleik á Regulion, svo missa bæði Tomori og Zouma boltan yfir sig og að lokum var Emerson ekki mættur að elta sinn mann - vondur varnarleikur í alla staði.
Virkilega flott mark hjá Werner - vonandi opnast flóðgáttir núna.
Einkunnagjöf
Byrjunarliðið:
Mendy - 7
Azpilicueta - 7,5 - Maður leiksins
Chilwell - 6,5
Tomori - 6
Zouma - 6
Jorginho - 6
Kovacic - 5,5
Mount - 6
Hudson-Odoi - 6
Werner - 7
Giroud - 6
Varamenn:
Kante - 7
Abraham - 6
Emerson - 4
KTBFFH
- Jóhann Már Helgason
PS!
Hér má svo sjá allar einkunnir CFC.is á þessu tímabili:
Comments