top of page
Search

Heimsmeistarakeppni Félagsliða - Chelsea vs Al-Hilal

Keppni: Heimsmeistarakeppni Félagsliða

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 9. febrúar 2022, klukkan 16:30

Leikvangur: Mohammed Bin Zayed Stadium

Hvar er leikurinn sýndur? Ölver Sportbar!

Upphitun eftir: Jóhann Már Helgason


Vil vekja athygli á nýjum þætti af Blákastinu sem er aðgengilegur á hlaðvarpsveitum og einnig hér í spilaranum hér neðst í færslunni.

Chelsea hefja leik í hinni umdeildu keppni Heimstakeppni félagslið (Club World Cup) á morgun (miðvikudag). Sem fyrr er sú hefð að það lið sem vinnur Meistaradeild Evrópu komi inn í undanúrslit keppninnar en fram að þeim tímapunkti hafa lið frá öðrum heimsálfum att kappi.


Í raun er þessari keppni skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotunni spiluðu AS Pirae frá Eyjaálfu við Al Jazira sem kemur frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum og eru gestgjafar. Í annari umferð komu svo lið frá Sádí Arabíu (unnu meistaradeild Asíu), Al-Ahly (unnu Afrísku meistaradeildina) og svo Monterrey sem unnu CONCACAF meistaradeildina. Í þriðju lotunni koma svo inn Coba Libertadores meistaranir Palmeiras og svo Chelsea sem handhafar meistaradeildar Evrópu. Pínu flókið allt samn - en þessi mynd hér að neðan útskýrir þetta ágætlega:



Við erum sem sagt komin í undanúrslit og andstæðingar okkar eru Sádí Arabíska liðið Al-Hilal. Það eru eflaust ekki margir sem kannast neitt við þetta lið hefur 17 sinnum orðið meistari í sínu heimalandi og tvisvar sinnum unnið Meistaradeild Asíu.


Það eru umtalsverðir peningar í þessu liði og er þeirra þekktasti og besti leikmaður brasilíumaðurinn Mathaus Pereira sem lékt með WBA í fyrra og var frábær gegn okkur í báðum leikjunum gegn okkur í ensku Úrvalsdeildinni. Pereira var keyptur á 18 milljónir punda og er einn launahæsti leikmaður Asíu. Annar þekktur leikmaður sem spilaði einnig gegn okkur á síðasta tímabili er Moussa Marega sem Al-Hilal fékk frá Porto. Odin Ighalo er einnig hjá liðinu en margir muna eftir honum frá Watford - fullt af alvöru leikmönnum!


Al Hilal rústuðu Al Jazira í 8. liða úrslitum keppninnar með sex mörkum gegn einu. Í þeim leik skoruðu allir þessir þrír leikmenn, Ighalo, Pereira og Marega.


Núna liggur fyrir að Palmeiras lögðu Al-Ahly af velli og eru því komnir í úrslitaleikinn.


Chelsea

Eftir dapra frammistöðu gegn Plymouth, þar sem okkar menn virtust ennþá vera í vetrarfríi, kemur annað svipað verkefni. Chelsea eru miklu sigurstranglegri í þessum leik og verður áhuavert að sjá hvernig Tuchel (sem ekki er með liðinu vegna Covid) stillir upp liðinu.


Hópurinn sem fór til samanstóð af 23 leikmönnum og var Reece James þeirra á meðal. Edourd Mendy er ennþá frá og að fagna sigrinum á AFCON. Ég held að við sjáum sterkt Chelsea lið á vellinum og að Tuchel, Anthony Barry og Zsolt Löw spili leikkerfið 4-3-3. Kepa verður í búrinu, Silva, Rudiger verði miverðir, Azpi og Alonso verði bakverðir með Saul og Kovacic og Mount á miðjunni. Frammi verða svo Hakim Ziyech, Timo Werner og Kai Havertz. Þetta er 100% getspá en ég held að CHO og Lukaku þurfa smá brake eftir dapra frammistöðu gegn Plymouth. Kante mun svo vonandi spila úrslitaleikinn.



Spá

Chelsea vinna þennan leik 2-0 með mörkum frá Ziyech og Havertz og koma sér þannig í úrslitaleikinn gegn Palmeiras á laugardaginn kemur. Vil vekja athygli á því að leikurinn er ekki sýndur neinstaðar í íslensku sjónvarpi, en vinir okkar á Ölver Sportbar munu sýna leikinn - fjölmennum þangað!


KTBFFH

- Jóhann Már





Comments


bottom of page