top of page
Search

FA Bikarinn - Chelsea gegn Plymouth

Keppni: FA Bikarinn

Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 5. febrúar 2022, klukkan 12:30

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport

Upphitun eftir: Markús Pálma PálmasonChelsea

Til þess að byrja þessa upphitun langaði mig að henda fram nokkrum skemmtilegum staðreyndum fyrir þessa viðureign í FA Bikarnum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Chelsea og Plymouth mætast síðan í febrúar 1989, þar sem þeir bláklæddu fóru með 1-0 sigur af hólmi. Plymouth hefur ekki unnið okkar frábæra félag í yfir 42 ár og Chelsea eru núna búnir að vinna 10 af síðustu 11 leikjum í FA Bikarnum á Brúnni, með 30-4 í markatölu - alvöru tölfræði á heimavelli.


Gaman að segja því að aðeins Sergio Kun Aguero er með fleiri mörk heldur en Lukaku í þessari keppni síðan 2013, þrátt fyrir að Lukaku hafi ekki spilað 2019/20 og 2020/21.


Nú aðeins um leik morgundagsins.


Okkar menn byrjuðu FA Bikargöngu sína vel með góðum 5-1 sigri gegn Chesterfield. Markaskorarar í þeim leik voru Timo Werner, Callum Hudson-Odoi, Romelu Lukaku, Andreas Christensen og Hakim Ziyech en svo náði Akwasi Asante í mikilvægt sárabótarmark fyrir gestina. Árið er búið að fara svolítið skringilega af stað fyrir okkur, þar sem við gerðum jafntefli við Liverpool og Brighton, töpuðum gegn Man City, en unnum svo 2-0 sigur á Spurs í deild. Getum þakkað fyrir að 16-liða úrslitaleikur gegn Lille í Meistaradeildinni hafi ekki verið handan við hornið á þeim tíma.


Við höfum frábærar minningar úr þessari keppni, enda unnið hana 8 sinnum, þar af 6 frá því á aldamótunum. Þessir sigrar setja okkur í þriðja sætið yfir flesta sigra í þessari keppni, þar sem við erum einnig í þriðja sæti yfir þau lið sem hafa komist í úrslitaleikinn oftast, á eftir Manchester United og Arsenal.


Okkar menn þurfa að rífa sig í gang, setja á sig legghlífarnar og fara inní þennan leik með smá líf og krafti. Ég spái því að við gætum teflt fram sterku byrjunarliði í þessum leik, vegna þess að leikur Chelsea og Arsenal 12. Febrúar var færður til, og leikirnir framundan eru undanúrslit HM félagsliða 9. febrúar, og Crystal Palace vs Chelsea 19. febrúar í deild. Þarna inn á milli spilum við vonadi til úrslita um bikar heimsmeistara félagsliða.Svona myndi ég vilja sjá okkur stilla þessu upp

Byrjunarliðið:Plymouth

Plymouth Argyle, félag sem keppir í annarri deild (League One), hefur farið af stað svolítið brösulega á nýju ári, með 2 töp, 1 jafntefli og 1 sigur í deild, þar sem þeir hins vegar slógu út Championship lið Birmingham í 4. umferð FA Bikarsins 8. janúar. Plymouth hefur slegið út Sheffield Wednesday, Rochdale og nú Birmingham í þessari keppni, á meðan Chelsea kemur sterkt inn í 5. umferð eftir þæginlegan 5-1 sigur gegn Chesterfield.


Minni fólk á tilfinningarnar sem geta verið í þessari keppni með að gleyma ekki marki Chesterfield gegn okkur og fögnuðinn í lýðnum.


Sjáum að Plymouth Argyle hafa spilað mjög áhugavert leikkerfi mest megnis af tímabilinu. Þeir hafa unnið með 3-5-2, sem hefur ekki virkað of vel hjá þeim og þurftu þeir svo að breyta til og henda í gott 5-3-2 leikkerfi, sem þeir hafa unnið með síðustu leiki og eru með góða frammistöðu þar. Áhugavert að segja frá því að þeir hafa unnið síðustu tvo leiki síðan að þeir breyttu úr 3-5-2.


Ég býst við að þeir haldi sig við svipað byrjunarlið og á móti Birmingham og Doncaster.

GK – Michael Cooper

RB – Joe Edwards

CB – James Wilson

CB – Daniel Scarr

CB – Macaulay Gillesphey

LB – Conor Grant

CM – Ryan Broom

CM – Jordan Houghton

CM – Adam Randell

ST – Jordon Garrick

ST – Ryan Hardie


Spá

Ég held að Chelsea sé of stór biti fyrir Plymouth og þetta fari á svipaðan veg og leikurinn gegn Chesterfield. 4-0 sigur okkar manna, þar sem Lukaku, Mount, Werner og Callum Hudson Odoi skora allir sitt mark, en hver veit nema mörkin verði fleiri!


KTBFFH

- Markús Pálma


Comments


bottom of page