top of page
Search

Everton - Chelsea

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 10. desember kl 14:00

Leikvangur: Goodison Park

Dómari: Michael Oliver

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason




Chelsea:


Einhvern veginn langar mig varla að hita upp fyrir þennan leik. Þannig eru tilfinningarnar búnar að vera undanfarnar vikur. Bjartir neistar hér og þar, jákvæðar breytingar og góð úrslit af og til, en í raun hefur bara ekkert gengið hvað varðar að byggja upp alvöru lið á þessu tímabili. Menn inn og út úr liðinu, mikið af meiðslum, fullt af skrítnum skiptingum og fleira.


Núna eigum við þægilegt "kaffi og sígó" prógram framundan út restina af mánuðinum. Everton er andstæðingurinn um helgina, en svo tökum við á móti Sheffield United á heimavelli, en fast á eftir fylgja viðureignir við Wolves, Crystal Palace, Luton og Fulham. Vanalega væri maður mjög bjartsýnn og myndi spá sigri í öllum þessum leikjum, svokallaðir “skyldusigrar” fyrir félag eins og Chelsea. Staðan er hins vegar önnur í dag. Everton eru í bullandi baráttu neðar í töflunni, eftir að hafa lent í því að stig voru dregin af þeim, en væru hins vegar á svipuðum stað og við ef það hefði ekki gerst. Þar á eftir eru leikir gegn Wolves, Crystal Palace og Fulham alls ekki gefins eins og staðan er núna.


18 stig í næstu 6 leikjum væri draumur, og myndu hafa mikil áhrif þegar það fer að líða á tímabilið. Erum farin að sjá stór lið byrja að tapa stigum (Spurs gegn West Ham og City gegn Aston Villa svo eitthvað sé nefnt) þannig kjörið tækifæri til að snúa genginu við.




Það virðist samt ætla vera sagan endalausa með Nkunku. Maðurinn bara á ekki að fá að spila leik með okkur á þessu ári. Alltaf verið að fresta hans fyrsta leik, og nýjustu fregnir benda til þess að hann verði heldur ekki með um helgina.


En þetta er bara sáraeinfalt, sigrarnir þurfa að fara mæta. Ég geri ekkert eðlilega mikla kröfu á að liðið fari að byrja að safna stigum, og að Pochettino fari að rífa sig í gang. Ég er alveg til í að gefa þjálfara tíma til aðlögunar og tíma til að smíða sitt lið, en þetta fer að vekja spurningar. Maður með þennan hóp á kannski ekki vinna toppliðin í hverjum einasta leik, en það er vel hægt að gera kröfu á jákvæð úrslit gegn hinum liðum deildarinnar. Svo mætti maðurinn einnig byrja að öskra á mann og annan í klefanum um að leggja sig allan fram í leikjum. Ég vil alla vega fá Reece aftur inn, þrátt fyrir lélega innkomu gegn Man Utd, svo vil ég helst fá Badiashile inn í vörnina og leyfa Silva aðeins að hvíla sig.


Svona spái ég liðinu:




Everton


Þetta Everton lið er að koma úr svakalegum 3-0 sigri gegn Newcastle. Þeir eru funheitir og munu koma trylltir inn í þennan leik við okkur. Goodison Park hefur alltaf verið almennileg gryfja sem erfitt er að heimsækja, sérstaklega ef þú ert leikmaður Chelsea. Everton hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum og aðeins tapað einum þeirra (gegn United 0-3). Við þurfum að gera okkar besta í að ná stjórn á leiknum sem fyrst, og ekki missa þá fram úr okkur þegar það fer að líða á leikinn. Everton hafa alltaf verið virkilega góðir í að koma til baka í leikjum og snúa stöðunni við í seinni hálfleik.


Líklegt byrjunarlið Everton:

GK - Pickford

RB - Colerman

CB - Tarkowski

CB - Branthwaite

LB - Mykolenko

CM - Doucoure

CM - Gueye

LM - McNeil

RM - Young

CAM - Harrison

ST - Calvert-Lewin


Spá:

1-3 sigur, ekkert rugl. Jackson með mark og svo kemur Sterling sterkur inn með eitt. Palmer lýkur svo leiknum með marki af vítapunktinum.


KTBFFH!!


P.s. núna eru allra síðustu lokaköll til að skrá sig í Chelsea klúbbinn fyrir þetta tímabil með miðakaup í forgangi! www.chelsea.is

留言


bottom of page