top of page
Search

Edouard Mendy - Hver er hann?


Uppruninn

Édouard Osoque Mendy er 28 ára landsliðsmarkvörður Senegal og splunkunýr markvörður Chelsea FC. Mendy á sér áhugaverða sögu og má líkja þessari sögu hans við hálfgert öskubuskuævintýri en ég fór á stúfana og kynnti mér hver þessi nýji markvörður okkar er.

Édouard Mendy 197cm hávaxin markvörður sem er fæddur 1.Mars 1992 í Montivilliers í Frakklandi. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 13 ára gamall þegar hann samdi við Le Havre um að koma í akademíuna hjá þeim. Mendy fékk örfáa sénsa og var ávalt varamarkvörður fyrir yngri lið Le Havre. Mendy hóf sinn meistaraflokksferil með áhugamannaliði AS Cherbourg í frönsku 3.deildinni og spilaði þar frá 2011-2014 þegar Marseille ráku augun í hann og ákváðu að veðja á hann en hann en Edouard Mendy fékk þó aldrei alvöru samningsboð og spilaði einungis með varaliðinu þeirra eitt tímabil á hálf atvinnumannasamning og afrekaði ekki nema 8 leiki með Marseille B. Hann dróst aftar í goggunarröðinni og á endanum leystu Marseille hann undan skildum sínum, þá íhugaði Mendy að hengja upp hanskana og kalla það gott en hann var þá orðin atvinnulaus og á leið á atvinnuleysisbætur. Þá mættu Reims óvænt á svæðið og buðu honum sinn fyrsta atvinnumannasamning í kjölfar þess að einn af markvörðum þeirra lenti í langtímameiðslum.

Reims spiluðu þá í annari deild eða Ligue 2 og má segja að þarna hafi okkar maður sprungið út en hann byrjaði sem varamarkvörður en vann sig inn í liðið og spilaði 8 leiki fyrsta tímabiið sitt með Reims. Á öðru tímabilinu var hann orðinn aðalmarkvörður liðsins og var lykilmaður þegar þeir tryggðu sér sæti í efstu deild með því að sigra Ligue 2, en hann hélt þá hreinu í 18 af 34 leikjum liðins. Tímabilið á eftir, þegar Reims voru komnir í deild þeirra bestu í Frakklandi, bjuggust ekki margir við miklu af nýliðum Reims en þeir komu þá öllum að óvörum og enduðu í 8.sæti deildarinnar. Það tímabil hélt okkar maður hreinu í 14 leikjum af 38, býsna gott.

Tímabilið 2019/20 opnuðu Rennes veskið og sóttu Edouard Mendy í markið til sín og áttu í kjölfarið frábært tímabil. Rennes enduðu tímabilið í 3.sæti eftir að Franska knattspyrnusambandið ákvað að slaufa Frönsku deildinni í kjölfar covid-19. Edouard Mendy spilaði 24 leiki á þessu tímabili fyrir Rennes og hélt hreinu í 9 þeirra.

Það var svo 24.september 2020 sem Chelsea FC staðfesti um kaup á þessum markverði frá Rennes en það voru Petr Cech og Christophe Lollichon sem sóttust á eftir þessum markverði og telja hann vera óslípaðann demant og fyrir undirritaðann er það eitt og sér nóg til sannfæringar um hans ágæti en honum er ætlað að veita Kepa Arrizabalaga og Willy Caballero samkeppni um markvarðarstöðu liðsins.


Landsliðsferill

Edouard Mendy hefur spilað 8 landsleiki fyrir landslið Senegal en hann á einnig einn landsleik fyrir landslið Bissau-Guinean en þar sem það var vináttulandsleikur gat hann skipt um aðild og valið Senegal. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik 2018 og var hugsaður sem aðalmarkvörður Senegal á Afríkumótinu 2019 og byrjaði fyrstu 2 leiki mótsins gegn Tanzaníu og Alsír en meiddist á hendi (braut bein í hendi) og missti af restinni af mótinu þar sem Senegal fór næstum alla leið en varð að sætta sig við silfur á mótinu gegn Riyad Mahrez og félögum í Alsír. Þess ber þó að geta að Mendy hefur alla sína tíð búið í Frakklandi en á bæði rætur að rekja til Senegal og Bissau-Guinean.

Tölfræði

Áður en ég fer yfir helstu tölfræðiþætti Edouard Mendy síðustu tímabil þá ætla ég að byrja á að reyna útskýra formúluna og hugtökin þarna á bakvið.

● Saves = Varinn skot

● Saves% = hlutfall varða skota

● PSxG = Post-Shot Expected Goals - Það er tölfræðiþáttur sem metur hversu líklegur markvörðurinn var að verja skotið sem hann fær á sig.

● PSxG/SoT= Post-Shot Expected Goals per Shot on Target - Tölfræði þáttur sem metur hversu líklegur markvörðurinn er að verja skot sem fer á rammann.

● PSxG +/- = Tölfræðin sem metur hvort markvörðurinn sé að fá á sig fleirri mörk en hann ætti að vera fá á sig eða hvort hann sé að verja meira en áætlað sé

● OPP = Opponents attemted crosses to penalty area - Fyrirgjaratilraunir mótherja

● STP= Successfully stopped crosses to penalty area - Heppnuð inngrip frá markverði (Hafa þarf í huga að hér skerst “Clearance” tölfræði varnarmanna inn í því þeir oftar en ekki koma þessum boltum frá)

● STP% - Percentage of crosses into penalty area which were successfully stopped by the goalkeeper - heildarprósentan af fyrirgjöfum sem markvörðurinn nær að stoppa (enn og aftur má hafa í huga hér “clearance” tölfræði varnamanna skekkir þessa mynd)

Ef við tökum mið að síðustu 2 tímabilum (2018/19 og 2019/20) sem Edouard Mendy hefur spilað í efstu deild má sjá fínustu tölfræði hjá kappanum.

2018-19 - Reims (enduðu tímabilið í 8.sæti)

- Edouard Mendy spilaði 38 leiki í deild og fékk á sig 42 mörk.

- Saves = 114

- Saves% = 76.2%

- PSxG = 44.6

- PSxG/SoT= 0.27

- PSxG +/- = +4.6

- OPP = 420

- STP = 33

- STP = 7.9%

2019-20 - Rennes (Enduðu tímabilið í 3.sæti)

- Edouard Mendy spilaði 24 leiki og fékk á sig 19 mörk (Franska deildinn var stoppuð eftir 28 umferðir)

- Saves = 59

- Saves% = 78.4%

- PSxG = 19.7

- PSxG/SoT = 0.22

- PSxG +/- = +1.7

- OPP = 197

- STP = 20

- STP% = 10.2%

Það kann kannski að vera ósanngjarnt að ætla bera saman Kepa vs. Mendy á síðasta tímabili í ljósi þess að Kepa skilaði inn einni vestu frammistöðu markvarðar í evrópu á síðasta tímabili en við skulum þrátt fyrir það sjá mynd sem ber þá stuttlega saman og það má með sanni segja að mynd geti sagt meira en þúsund orð.


Áhugaverðar staðreyndir

  • Hann var gríðarlegur aðdáandi Fabien Barthez þegar hann var yngri og dreymdi um að fylgja fótspor hans.

  • Hann er frændi Ferland Mendy, vinsti bakvarðar Real Madrid og franska landsliðsins - Þeir eru systkynabörn.

  • Hann á jafn mörg tímabil í efstu deild sem aðalmarkvörður og Nick Pope, markvörður Burnley (sem var líka orðaður við okkur) eða 2 talsins og það má bæta því við að þeir séu jafnaldrar.

  • Hann kom inná það í viðtali eftir félagsskiptin að hann keypti sér Chelsea treyju 12 ára þegar hann fór í keppnisferð til Brighton - Ranieri var þá stjóri félagsins.

Hvort Edouard Mendy muni leysa markvarðarkrísu Chelsea skal ósagt látið. Hann hefur átt óvejulegan feril en hans fyrstu leikir benda þó sterklega til þess að þarna sé alvöru markvörur á ferðinni. Við fylgjumst a.m.k. spennt með!


KTBFFH

- Stefán Marteinn


PS. Hér eru svo nokkrar góðar vörslur frá okkar manni!



bottom of page