top of page
Search

Chelsea vs Tottenham

Keppni: Enska Úrvalsdeildin.

Dag- og tímasetning: Sunnudagurinn 29. nóvember kl. 16:30.

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport

Upphitun eftir: Jóhann M. Helgason


Næsti leikur okkar manna er einn af stærstu leikjum ársins og segja má að sjaldan hafi verið meira undir. Við á CFC.is hituðum alveg sértstaklega vel upp fyrir þennan leik með sérstökum þætti af Blákastinu. Í þeim þætti fengum við Stefán Marteinn tvo glerharða Spursara í heimsókn, þá Þorgeir Jónsson og Rúnar Ingvarsson. Við ræddum Spurs-liðið, Jose Mourinho, reyndum að velja okkar sameiginlega besta lið og spáðum í leikinn - mæli með að allir gefi sér tíma í að hlusta á þáttinn, það er hægt í spilaranum hér að neðan eða í öllum helstu hlaðverpsveitum.


Chelsea

Okkar menn koma inn í þennan leik með sjálfstraustið í botni. Liðið er búið að vinna sex leiki í röð, búið að skora 18 mörk og fá á sig aðeins tvö. Nánast allir leikmenn liðsins eru að leika vel og mikil samkeppni um stöður í liðinu. M.ö.o., allt gengur eins og í sögu. Það hefur verið bent á það að þessi lið sem Chelsea hefur verið að vinna eru ekki stærstu liðin og þessir sigrar hálfgerðir skyldusigrar - en ég gef lítið fyrir það, liðið er bara að spila hörku góðan fótbolta. Að því sögðu þá er næsti leikur RISAvaxið próf. Jose Mourinho er á miklu skriði með Spurs-liðið og segja má að tvö heitustu lið Englands séu að mætast á morgun.


Ég er mjög á báðum um það hvernig Lampard mun nálgast þennan leik, taktísktlega séð. Chelsea sigruðu báða leikina gegn Spurs í deildinni í fyrra, og unnust þeir leikir í leikkerfinu 3-4-3. Undanfarnir sigurleikir hafa unnist í 4-3-3, þannig það er góð spurning hvort Lampard haldi sig við 4-3-3 eða skipti yfir í þriggja miðvarða vörn. Ég hef einhvernveginn lúmska tilfinningu fyrir því að Lampard fari aftur í 3-4-3 en ég stilli líka upp líklegu byrjunarliði í 4-3-3.Í raun snýst þetta bara um hvort Tammy Abraham verði fórnar úr sókninni og þá komi Azpilcueta inn sem þriðji miðvörður. Mér finnst alveg svakalega hart að setja Tammy úr liðinu, enda hefur hann verið frábær. Einnig finnst mér það ekki besta staðan hans Mount að hafa hann vinstra megin í framlínunni, þó hann hafi átt stórleik þar gegn Spurs i fyrra.


Tottenham Hotspur

Skv. þeim félögum Þorgeiri og Einari að þá bera að líta hér líklegt byrjunarlið þeirra Spursara. Þeirra nýjasta hetja er hinn danski Per Hojberg, en hann hefur þótt standa sig gríðarlega vel á miðjunni í vetur. Kóngurinn í þessu Spurs liði er og verður Harry Kane, fyrir mér er Kane að spila einn besta fótboltann í Evrópu í nýju hlutverki þar sem hann er einhverskonar blendingur af "tíu" og "níu". Okkar menn verða að hafa góðar gætur á honum og vil ég sjá Thiago Silva og Kanté sjá um hann í sameiningu.Annars er það mitt mat að leiðin að sigri gegn Spurs er að herja á bakverðina þeirra, þeir eru báðir sókndjarfir og ekkert spes varnarlega - sérstaklega Aurier sem getur gert sig sekann um slæm mistök ef hann er rangt stilltur.


Spá

Ég vona eiginlega að við mætum til leiks með okkar besta kerfi, 4-3-3. En við verðum að spila þennan leik skynsamlega og passa upp á að spila hann ekki upp í hendurnar á Móra. Það sást best í sigri Spurs á Man City að þeim líður mjög vel með það að vera án boltann, liggja aftarlega og beita mjög vel útfærðum skyndiupphlaupum þar sem Son og Moura þiggja góðar sendingar frá títtnefndum Harry Kane. Ég vil sjá okkur reynda lokka Spurs framar á völlinn og nota þeirra eigin bragð gegn þeim, svipað og við gerðum þegar við unnum Man City á síðasta leiktímabili.


Hef mikla jafnteflistilfinningu fyrir þessum leik en spái okkur þó 2-1 sigri í gríðarlegum naglbít. Werner með eitt úr víti og Ziyech með hitt úr aukaspyrnu.


KTBFFH

- Jóhann Már


tið í botni.


Comentários


bottom of page