Keppni: Carabao cup
Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 12 Janúar kl 19:45
Leikvangur: Tottenham Hotspur Stadium
Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 sport 2
Upphitun eftir Guðmund Jóhannsson
Stóru strákarnir í London eru mættir aftur til starfa og mæta litlu strákunum í nágrenninu í seinni leik undanúrslita Carabao Cup. Fyrri leikur liðanna sýndi hversu mikill munur er á þessum liðum og unnum við sannfærandi 2-0 sigur sem hefði auðveldlega getað orðið stærri. Kai Havertz opnaði leikinn snemma eftir sendingu Marcos Alonso áður en ´´Spursy legasta mark´´sem sést hefur átti sér stað þar sem Tanganga skallaði boltan í Davies og þaðan inn. 2-0 í hálfleik og enduðu leikar þannig.
Nú um helgina spiluðum við svo í "þeirri elstu og virtustu" gegn Chesterfield þar sem leikar enduðu 5-1. Það sem stóð upp úr í þeim leik var frammistaða Lewis Hall. Maðurinn er 2004 model.
Það má segja að okkar menn duttu í lukkupottinn í 4 umferð en við drógumst gegn stórliði Plymouth Argyle og það á Stamford Bridge.
Það er lítið að frétta af leikmannamálum í þessum Janúar glugga hjá okkar mönnum en vinstri væng bakvarðar staðan er sú eina sem menn eru að leitast eftir með Ben Chilwell frá allt tímabilið. Thomas Tuchel virðist vilja fá Emerson til baka úr láni frá Lyon og er það í forgang þessa dagana. Menn eins og Dest (Barcelona) og Lucas Digne (Everton) hafa verið nefndir til sögunnar en sá síðarnefndi er ekki að koma, get staðfest það hér með.
Three point lane bíður okkar núna á miðvikudag og verða strákarnir okkar að sýna "professional" frammistöðu og klára þetta verkefni. Okkur hefur gengið vel á nýja velli Tottenham en í fjórum heimsóknum höfum við unnið þrjá og gert eitt jafntefli.
Tottenham mun sennilega byrja fyrstu 15 mínúturnar á alvöru tempói og reyna að pressa okkar menn hátt á vellinum, þannig að möguleikar ættu að vera til staðar fyrir menn eins og Timo Werner og Mason Mount að sprengja upp vörn þeirra og klára þetta einvígi snemma leiks.
Byrjunarliðið
Það er alvöru hausverkur að velja þetta byrjunarlið. Menn voru hvíldir á laugardaginn gegn Chesterfield og eigum við svo City á útivelli næsta laugardag, þannig að það er spurning hvað Tommi Taktík sé að hugsa núna.
Ég ætla að gefa mér það að fremstu 3 verði Mason Mount, Kai Havertz og Romelu Lukaku.
Saul Niguez hefur verið frábær í síðustu 2 leikjum hjá okkur þannig að það er spurning hvort hann byrji í stað Jorginho eða Kovacic þar sem Kante okkar greindist með veiruna skæðu. Vil koma því fram að þó svo að menn séu að greinast með covid í okkar liði þá spilum við, annað en sumir…… Við svindlum ekki heldur með því að sýna 10 fölsk jákvæð covid smit af því að það hentar okkur ekki að spila. En það er annað mál!
Thiago Silva greindist einnig og býst ég ekki við honum.
Svona verður þetta!
Spursy
Tottenham hafa verið að rétta úr kútnum með tilkomu Antonio Conte. Hins vegar sagði ítalinn að það væri ekki hægt að bera þessi lið saman í dag vegna gæða Chelsea, sem er eins og söngur í mínum eyrum. Hins vegar mun Conte ekki gefa okkur þennan leik og við munum þurfa að hafa fyrir honum. Heung-min Son meiddist gegn Chelsea og verður hann frá í mánuð sem eru yndislegar fréttir fyrir okkar. Án þess að vera leiðinlegur…
Þeir munu halda áfram að vera í 3-4-3 kerfinu og mun liðið þeirra verða svona.
Lloris
Davies, Sanchez, Tanganga
Reguilon, Winks, Hojberg, Emerson Royal
Lucas Moura, Kane, Bergwin
Spá
Ég kom með ævintýrilega spá um daginn þegar ég sagði að við myndum vinna Juve 4-0 sem svo gerðist, þannig að ég ætla að halda áfram að vera Sigga Kling.
Eins og kom fram munu Tottenham byrja hátt á vellinum sem mun opna svæði fyrir okkar menn. Eða það er meira það sem undirritaður er að vona.
Þessi leikur fer 1-3 fyrir okkur þar sem Lukaku, Havertz og Ziyech skora mörkin. Oliver Skipp kemur inn fyrir Spursy og setur ævintýralegt mark og klórar í bakkann.
Beint í Úrslit TAKK og mæta þar Arsenal þar sem ég geri ráð fyrir að FA hendi Liverpool úr leik fyrir svindl. Á að vera jafnt fyrir alla.
KTBFFH
Guðmundur Jóhannsson
Comments