top of page
Search

Chelsea vs. Southampton - upphitun

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 17. október kl. 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Símanum Sport

Upphitun eftir: Árna St. Stefánsson

Okkar menn gerðu það margir nokkuð gott með sínum landsliðum í landsleikjahléinu sem nú er sem betur fer á enda. Til að mynda skoruðu Werner og Havertz báðir gegn Sviss og Mount skoraði sigurmarkið gegn Belgum. Þá fékk Reece James sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Englendingum og fékk hann fínar umsagnir fyrir sína frammstöðu og var m.a. valinn maður leiksins hjá Englendingum á Sky Sports. Þá fór Olivier Giroud á kostum með franska landslinu eins og hans er von og vísa. Einnig vakti það talsverða athygli að leikmenn sem hafa ekki verið að fá margar mínútur undir stjórn Lampard voru í byrjunarliðunum í sínum sterkum landsliðum, sbr. byrjaði Rudiger báða leiki Þýskalands og Emerson fékk mínútur hjá Ítalíu.


Chelsea

En þá að máli málanna - okkar ástkæru ensku Úrvalsdeild. Um helgina mætir Chelsea liði Southampton á Brúnni. Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir okkar menn ef menn ætla sér í alvöru toppbaráttu þetta tímabilið. Þetta er einfaldlega leikur sem verður að vinnast - annað væri harmleikur. Hópurinn er eðli málsins samkvæmt breiður og Lampard eflaust með dágóðan hausverk þegar kemur að því að stilla upp byrjunarliðinu. Góðu fréttirnar eru þær að Hakim Zieyek er búinn að jafna sig af meiðslum, þó svo að það sé ólíklegt að hann byrji leikinn. Hvað varðar frekari meiðsli þá er líklegt að Ben Chilwell verði klár eftir smávægileg meiðsli en Edouard Mendy missir líklega af leiknum vegna meiðsla. Það sama á við um Silva, en hann lék á miðvikudagskvöld með Brasilíu og kom ansi seint til móts við hópinn enda ansi langt milli Perú (þar sem Brassanir voru að spila) og Englands. Það er því ekki auðvelt að setja sig í spor Lampard og stilla upp líklegu byrjunarliði en fyrst maður er nauðbeygður að gera svo þá er mitt “educated guess” á þessa leið:




Dýrlingarnir

Southampton, undir stjórn Austurríkismannsins Ralph Hasenhuttl, hefur verið að gera ágætis hluti á tímabilinu, sitja í 11. sæti deildarinnar eins og er eftir tvo sigurleiki í röð. Þeir hafa þó ekki riðið feitum hesti frá Stamford Bridge undanfarin ár og það er vonandi að það verði ekki breyting á því á morgun.


Þeirra lang hættulegast maður er hinn sjóðandi heiti Danny Ings, hann hefur farið á kostum á árinu 2020 og ætlar að halda uppteknum hætti á þessu tímabili, er kominn með 3 mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það sem Ings þrífst á því að gera er að stinga sér inn fyrir varnir andstæðingana enda er hann eldfljótur. Einnig þarf að hafa góðar gætur á hinum öfluga Ward-Prowse.


Spá

Eins og áður sagði þá er um algjöran skyldusigur að ræða og þó svo að heimasvöllurinn vegi ekki eins mikið og vanalega þá er um að ræða leik sem verður einfaldlega að vinnast. Ég spái því að okkar menn standi undir væntingunum að þessu sinni og landi þægilegum 2-0 sigri með mörkum frá Kante og Pulisic.


KTBFFH

- Árni St. Stefánsson

bottom of page