top of page
Search

Chelsea - Nottingham Forest

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Tími, dagsetning: Laugardagur 2. september 2023. 14:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Dómari: Tim Robinson

Upphitun eftir: Hafstein Árnason & Þráinn Brjánsson

Hvar er leikurinn sýndur: Síminn sport og sportbarir víða um land




Hvað getur maður sagt eftir leikinn gegn Wimbledon? Ekki neitt. Það sá hann eiginlega enginn. En, þau sem leituðu og þraukuðu fundi að Chelsea FC appið væri með útvarpsstreymi. Pochettino ákvað að hvíla marga leikmenn og gefa ungum og óreyndum sénsinn. Meðal annars Diego Moreira, Bashir Humphreys, Ian Maatsen, Marc Cucurella o.fl. Fyrri hálfleikur var ekkert spes en við vorum undir 1-0 framan af leiknum þar til við fengum vítaspyrnu sem Noni Madueke skoraði og jafnaði leikinn. Leikurinn var í járnum alveg þar til Poch fór að setja alvöru leikmenn innná, sem skilaði sér í því að Enzo Fernandez skoraði sigurmarkið. 2-1 niðurstað gegn League 2 liði Wimbledon. Ég verð að segja að ég hef verið speanntari fyrir öðrum hlutum á lífsleiðinni. Heildar frammistaða ekkert sérstök og leikmenn sem voru utan byrjunarliðs gerðu ekki mikil tilkall í byrjunarliðið.

Núna er viðskiptaglugganum lokað í síðasta sinn þar til í janúar. Nokkrir leikmenn eru farnir á láni t.d. Mason Burstow til Sunderland og Diego Moreira fór til Lyon. Tottenham reyndu að fá Conor Gallagher, Bayern Munchen og Nott Forest reyndu að fá Trevoh Chalobah en ekkert varð úr því. Nottingham Forest fengu þó Callum Hudson Odoi. Einn dýrasta leikmanns Chelsea í launabókhaldinu. Því miður náði ferill hans hjá Chelsea ekki þeim hæðum sem ætlast var til. Það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess að hann sé bara 22 ára. Hann er búinn að vera í aðalliðinu í einhver fjögur eða fimm ár. Bayern Munchen buðu vel í hann á sínum tíma, sem varð til þess að hann fékk þennan rosalega samning. En því miður, þá geta meiðslin verið grimm eins og sannaðist í hans tilviki. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að koma eigin ferli á rétta braut.





Það var samt nóg að gera hjá Chelsea á gluggadeginum. Tottenham virtist ætla bjóða í Conor Gallagher en gat ekki gert neitt þar sem klúbbnum mistókst að selja Höbjerg. Bayern Munchen reyndu að næla í Trevoh Chalobah að láni sem Chelsea neitaði, en Votturinn var sannarlega til í að endurnýja kynnin við Thomas Tuchel. Nottingham Forest sendu kauptilboð í Chalobah en ekki vildi hann fara þangað. Tilboð bárust í Ian Maatsen frá Burnley sem var samþykkt en leikmaðurinn hafnaði. Marc Cucurella var sterklega orðaður við Manchester United, en þeir rauðklæddu ákváðu að fá frekar Reguillon frá Tottenham. Þessir leikmenn okkar verða allir áfram í hóp og berjast fyrir sínu. Það heyrðist auðvitað ekki múkk um Malang Sarr. Það tókst ekki að færa hann frá klúbbnum og eru möguleikarnir á því talsvert fáir. Ef það tekst ekki að selja hann til Tyrklands eða Sádí Arabíu, endar hann utan hóps fram að næsta glugga. Það sem kom örlítið á óvart var að Deivid Washington fór ekki til Strasbourg eins og við var búist. Sá ungi og efnilegi frá Brasilíu verður því væntnalega í unglingaliðum í vetur. Í heildina hefur tekist býsna vel yfirhala liðinu. 11 nýjir leikmenn. 20 leikmenn voru leystir frá störfum og koma ekki aftur til okkar. Fjórir leikmenn til viðbótar eru á láni en hafa hlutverk á næstum árum, þeir Gabriel Slonina, Andrey Santos, Angelo og David Datro Fofana. Í heildina þá 24 leikmenn út. Það er rosaleg leikmannavelta og væntanlega munum við aldrei upplifa annað eins. Leikmenn voru keyptir fyrir 448.5 milljónir punda og seldir fyrir 226.4 milljónir. Nettóeyðsla er því 221.6 milljón punda. Það gerir sirka 20 milljónir punda á hvern leikmann, sem er ekki ýkja mikið.


Framundan er leikur við Nottingham Forest. Meiðslalistinn er óbreyttur frá síðasta leik og ekki var gefið til kynna að meiddir leikmenn kæmu inn fyrir landsleikjahlé. Hjá Nottingam Forest hittum við ansi marga Chelsea leikmenn. Callum Hudson-Odoi nýkominn. Andrey Santos er á láni og Ola Aina er einnig í hóp. Forest seldu sinn besta leikmann, Brennan Johnson til Tottenham, en hann var orðaður við Chelsea, allt þar til Cole Palmer kom. Nottingham Forest eru yfirleitt ekkert sérstaklega góðir á útivelli og leikmannavelta í félaginu hefur verið áþekk okkar leikmannaveltu í sumar. Þeir voru óheppnir að ná ekki betri úrslitum gegn Manchester United en allt kom fyrir ekki.


Líklegt byrjunarlið hjá Chelsea myndi væntanlega vera Sanchez í markinu. Disasi, Thiago Silva og Colwill í vörninni. Malo Gusto og Ben Chilwell í vængbakvörðum. Á miðjunni yrðu Conor Gallagher, Moises Caicedo og Enzo Fernandez. Frammi væru Raheem Sterling og Nicholas Jackson.




Við búumst við því að þetta verði hörkuleikur en á að vera skyldusigur. Leikar ættu að enda 3-0 þar sem Sterling heldur áfram góðu formi og Nicholas Jackson setur tvö.


Áfram Chelsea!

Comments


bottom of page