top of page
Search

Watford vs ChelseaKæru Chelsea stuðningsmenn nær og fjær, gleðileg jól!

Chelsea heldur til norðvestur Lundúna til Watford á öðrum degi jóla. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport og byrjar kl.19:30.

Síðasti leikur

Þvílíku vonbrigðin sem Chelsea liðið olli mér í síðasta leik á móti Leicester City. Vorum þokkalegir í fyrri háfleik og ef allt hefði verið eðlilegt þá hefði Eden Hazard komið okkur yfir en skot hans fór í slánna. En svo í seinni háfleik var allt loft horfið úr leik okkar manna. Jamie Vardy slapp í gegn eftir vel útfærða skyndisókn hjá Leicester og setti boltann örugglega í netið. Lítið gekk hjá okkar mönnum að búa til almennilega pressu og vorum við aldrei líklegir að jafna fannst mér fyrir utan dauðafæri sem Alonso klúðraði í uppbótartíma. Lokatölur 0-1 tap á heimavelli fyrir miðlungsliði. Það er ekki viðunnandi fyrir lið sem ætlar sér einhversskonar toppbaráttu. Í þessum leik sást það bersýnilega hvað Chelsea sárvantar framherja sem getur komið tuðrunni í netið án þess að liðið sé að leika eitthvað frábærlega - við getum ekki alltaf treyst svona á Hazard!

Hvað gerir Sarri?

Ég viðurkenni að það er ansi erfitt að lesa í hvaða breytingar Sarri ætlar sér að gera fyrir þennan leik. Ég get ekki ímnydað mér að Marco Kovacic haldi stöðu sinni í liðinu eftir frammistöðuna undanfarið, og verð ég að segja að eins og er þá get ég ekki ímyndað mér að Chelsea reyni að nýta sér forgans- kaupin á honum næsta sumar. Hvort það verði Loftus-Cheek eða Barkley sem munu leysa Kovacic af veit ég ekki. Persónulega vil ég sjá Loftus-Cheek í þessum leik þó svo að hann hafi lítið gert þegar hann kom inná gegn Leicester á laugardaginn.


Ég sé fyrir mér Oliver Giroud koma inn í liðið á kostnað Willian sem hefur verið eitthvað máttlítill undanfarið. Sarri sagði sjálfur eftir Man City sigurinn að það væri erfitt að ´´mótivera´´ lið sitt. Þetta er eitthvað sem við fengum kannski að sjá í tapleiknum gegn Leicester greinilega og verður Sarri að finna svör við því og það strax. Svo er spurning hvort Emerson fari ekki að banka rækilega á dyrnar hjá Marcos Alonso sem hefur ekki átt sína bestu leiki fyrir Chelsea upp á síðkastið. Sarri þarf að þora að nota hópinn!

Watford

Watford liðið er á ágætis flugi þessa dagana og eru taplausir í síðustu þremur leikjum, þar af tveir sigurleikir. Liðið stendur í sjöunda sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Man Utd. Ég held að það sé óhætt að segja það að spámenn bjuggust ekki við´að þeir væru þennan stigafjölda eftir 18 umferðir. Síðasti leikur liðsins var sterkur útisgur gegn West Ham 0-2 þar sem Gerald Deulofeu og Troy Deeney settu mörkin, en þeir spiluðu saman í fremstu víglínu. Skemmtileg blanda af litla og stóra framherjapari. Þegar Watford liðið er upp á sitt besta þá eru það oftast sterk miðja liðsins sem dregur þar vagninn með Doucoure, Capoue og Pereyra.

Spáin

Ég get ekki sagt að skýni af mér bjartsýnin fyrir þennan leik eftir frammistöðu liðsins í síðasta leik. Ég ætla að leyfa mér að segja að við merjum 0-1 sigur þar sem David Luiz skorar með skalla eftir fast leikatriði á 78 mínútu.

KTBFFH


bottom of page