top of page
Search

Villa menn mæta á Stamford Bridge

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Laugardagur 11 September kl 16:30

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur?: Síminn Sport

Upphitun eftir Guðmund JóhannssonJÆJA!! þá er þessu drep leiðinlega landsleikjahléi loksins lokið og stóru strákarnir okkar í London eru mættir aftur til starfa!


Við fengum frábærar fréttir á gluggadaginn þegar að miðjumaður frá Spánar meisturum Atletico Madrid, Saúl Niguez, gekk í raðir bláliða. Það var smá hrollur meðal nokkurra stuðningsmanna Chelsea þegar klukkan var orðin 22:30 að íslenskum tíma, glugginn lokaður og engar fréttir komnar frá Chelsea um að Saúl væri mættur á Brúnna. Þetta hafðist þó að lokum og skjölin bárust 2 mínútum fyrir lok gluggans og miðjumaðurinn orðinn okkar. Þessi díll minnir verulega mikið á Mateo Kovacic dílinn, en Saúl kemur til að byrja með á láni frá Atletico +5 milljónir evra og höfum við forkaupsrétt á honum á sléttar 40 milljónir evra næsta sumar.


Dagurinn var þó ekki bara dans á rósum en Jules Kounde kom ekki til félagsins eins og var búist við en allar líkur eru á því að kauði komi næsta sumar.

Chelsea seldi einnig nóg af mönnum og lánaði út. Þar má nefna Kurt Happy Zouma en hann gekk í raðir West Ham og þakka ég honum fyrir vel unnin störf.


DANNY DRINKWATER virðist ekki koma til með að æfa með Chelsea aftur en á einhvern ótrúlegan hátt náði okkar uppáhalds Marina að lána manninn til Reading og rennur hans samningur út næsta sumar. Tino Anjorin er annar leikmaður sem fór á láni til Rússlands og fer hann sennilega næsta sumar en Lokomotiv Moskva hefur forkaupsrétt á honum næsta sumar. Chelsea eru þó með "buy-back" klásúlu á Anjorin fyrir ákveðna upphæð.


Síðasti leikur okkar manna var þetta súrsæta jafntefli á Anfield og þar mátti sjá alvöru karakter og baráttuhug hjá okkur mönnum. Margir sérfræðingar út í heimi vilja meina að þetta hafi verið frammistaða hjá meistaraliði. En við höldum okkur nú á jörðinni þar sem einungis 3 leikir eru búnir. Ég held að flestir stuðningsmenn Chelsea hefðu tekið 7 stig af 9 mögulegum fyrir þessa fyrstu leiki fyrir landsleikjahlé. Búnir að fara á Anfield og Emirates.

Ég ætla ekki að fara út í Anthony Taylor í þessari upphitun, sá maður á það hreinlega ekki skilið.


En nóg af leikmannamálum og síðustu leikjum. Það er næsta verkefni, og það er Aston Villa á Stamford Bridge.


Byrjunarliðið

Ég ætla að segja ykkur hverjir byrja þennan leik, þannig að þið getið farið að setja ykkur í stellingar og ekkert mun koma ykkur á óvart þegar að Thomas Tuchel upplýsir liðið.


Lukaku er tæpur í læri eftir landsleikjahlé en vonast þó til að geta byrjað þennan leik. Hann æfði á fimmtudagskvöld eftir landsleikina en Pulisic fékk högg í landsleik með Bandaríkjunum og er því frá vegna meiðsla, einnig sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leik að Kante yrði ekki hópnum. Thiago Silva er ekki meiddur, en mögulega mun FIFA bannað honum spila leikinn þar sem Chelsea hleyptu honum ekki í landsleikina - þetta á að skýrast á morgun (laugardag). Aðrir virðast heilir eftir alla þessa leiki og all nokkrir sem hreinlega fóru ekki neitt vegna reglna um sóttkví. Hakim Ziyech á að hafa verið óheiðarlegur við landsliðsþjálfara sinn þó svo að hann harðneiti fyrir það. Við grátum það nú samt ekki að töframaðurinn okkar ferðaðist ekki til Marokkó.


Ben Chilwell var ekki valinn í enska hópinn og er því búinn að fá 2 vikur til að koma sér í leikform.


Reece James tekur út bann eftir þetta trúða moment hjá Anthony Taylor og finnst mér því líklegt að Hudson Odoi fái sitt fyrsta start á tímabilinu.

Ég vona svo innilega að tröllið okkar verði ready frammi á laugardaginn en ef hann er tæpur þá byrjar Havertz væntanlega í hans stað. Saúl byrjar sinn fyrsta leik enda búinn að fá góðar tvær vikur að æfa með liðinu með Kante tæpan og Kovacic sem spilaði alla leiki Króata. Einnig ætla ég að giska á það að Mount byrjar óvænt á bekknum en hann spilaði allar 90 mínúturnar í Póllandi á miðvikudagskvöld.


Aston Villa

Villa menn er með 4 stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir reyna nú að lifa lífinu án Jack Grealish en þeir keyptu Danny Ings, Leon Bailly og Buendia til að reyna að fylla hans skarð. Hópurinn þeirra gæti orðið ansi þunnur en tveir af þeirra mikilvægustu mönnum, Emi Martinez markmaður og Buendia verða ekki með en þeir ákváðu að keyra trúðalestina þegar þeir fóru með Argentíska hópnum í landsliðsverkefni og voru heldur betur gómaðir af Þórólfi þeirra Brasilíumanna í leik Brasilíu og Argentínu. Leon Bailly og Bertrand Traore eru tæpir vegna meiðsla en gætu þó snúið aftur á völlinn og byrjað á Brúnni.


Líklegt byrjunarlið Aston Villa ætti að vera stillt upp í einhvers konar 4-2-3-1 og verður skipað Jed Steer- Cash, Tuanzebe, Mings, Targett- Douglas Luiz, Chukwuemeka- El Ghazi, Ollie Watkins, Ashley Young og Danny Ings uppá topp.


Spá

Þetta verður ekki göngutúr í garðinum á laugardaginn. Fyrsti leikur eftir landsleikjahlé hefur oft reynst okkur verulega erfiður. En áhorfendur komnir aftur og allir glaðir á Stamford Bridge. Ég spái þessum leik 2-0 og Hakim Ziyech kemur okkur yfir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjar hálf brösulega en Ben Chilwell klárar þetta fyrir okkur í restina. WE ARE BACK!! Landsleikjahlé búið og fulla ferð!!


KTBFFH

- Guðmundur Jóhannsson


Comentarios


bottom of page