top of page
Search

Valencia vs Chelsea - Meistaradeildin

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: 27. Nóvember 2019 kl. 17:55

Leikvangur: Mestalla Stadium, Valencia

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport 2, TV3 Sport, BT Sport 3, BeIN Sports

Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason

Chelsea

Í seinasta leik mættum við sterku liði Manchester City og endaði leikurinn 2-1 fyrir heimamönnum. Erfiður leikur og mörg einstaklingsmistök en það sem ég hafði mesta áhyggjur af var hvað við vorum slakir á miðjunni í leiknum. Þegar Jorginho fór af velli sást vel hvað Kovacic og Kante áttu í miklum vandræðum að taka ákvarðanir sem einmitt Jorginho er svo góður í. Við áttum mikið í þessum leik og frábærar fyrstu 30 mínútur en City menn náðu yfirhöndinni þegar leið á leikinn og kláruðu þetta með sterkum 3 stigum gegn fersku liði okkar.


Mjög jákvætt fyrir okkur að Kante sé að kominn aftur, hvað þá að hann náði að skora í seinasta leik og búumst við bara við meiru frá honum. Rudiger er ennþá meiddur og Ruben ekki enn orðinn heill. Pulisic meiddist í landsleikjahléinu en náði sér á strik og spilaði gegn City, sem er mjög jákvætt. Hudson-Odoi er enn meiddur eftir landsleik og mun líklega ekki ferðast með til Spánar. Mikil óvissa ríkir í kringum Rudiger en hann átti að vera tilbúinn gegn Watford en var síðan tekinn úr hóp vegna meiðsla. Hann á víst að snúa aftur á næstu vikum en svolítið óljóst hvort hann sé 100% heill. Hann æfði með hópnum fyrir leikinn en ekki er vitað hvort hann geti spilað. Barkley var meiddur gegn City en gæti snúið aftur á morgun.

Ég býst við svipaðri uppstillingu og í seinustu leikjum. Kepa í rammanum, Azpi í hægri bakverði, Emerson í vinstri, Zouma og Tomori í miðvörðum. Á miðjunni byrja Kante, Jorginho og Mount. Á köntunum koma svo Pulisic og Willian og Tammy byrjar frammi.


Staðan í riðliðinum er mjög jöfn og spennandi, Ajax, Chelsea og Valencia öll með 7 stig. Þar sem innbyrðis viðureignir gilda í Meistaradeildinni, þurfum við að vinna Valencia meira en 1-0 og þá erum við búnir að tryggja okkur áfram.


Valencia

Valencia reyndust okkur erfiðir í fyrstu umferðinni, þegar þeir heimsóttu Brúnna. Þar gengu þeir burt með 0-1 sigur eftir dramatískt sigurmark úr föstu leikatriði, týpískt fyrir okkur að fá þannig mark í bakið. Í leiknum fór Mount einnig meiddur af velli eftir hrottalega tæklingu Francis Coquelin. Seinasta laugardag töpuðu Valencia menn fyrir Real Betis en fram af því hörfðu þeir unnið þrjá leiki í röð. Það má segja að Valencia sé óútreiknanlegt lið og spilamennska þeirra ekki stöðug. Sem stendur eru þeir í 10. sæti La Liga eftir slæma byrjun á tímabilinu en hafa verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum.

Spilamennska Valencia er frekar varkár og varnarsinnuð. Þeir vinna mikið með föst leikatriði, leita að hornspyrnum og aukaspyrnum þar sem þeirra besti maður, Dani Parejo, er verulega góður spyrnumaður. Þeir hafa líka þrjá öfluga framherja í þeim Maxi Gomez, Rodrigo og Kevin Gamero.


Spá

Fyrir mér er þetta verulega einfalt. Við megum ekki hleypa Valencia mönnum fram á við og éta öll föstu leikatriðin – þar eru þeir hættulegastir. Valencia er með fínan hóp og alveg með leikmenn til þess að refsa okkur ef við spilum ekki okkar leik rétt. Tammy þarf að skora aftur og koma leiknum af stað og strax og við erum komnir með yfirhöndina verðum við að halda henni og ekki leyfa heimamönnum að komast upp með að fá endalaust af föstum leikatriðum. Það er okkar stærsti veikleiki. Ég trúi að Lampard nálgist þennan leik af fullum krafti og að við tökum sterkan útisigur eftir skituna í fyrstu umferðinni.


Lokatölur 1-3 fyrir okkur og sæti í 16. liða úrslitum staðfest. Tammy, Pulisic og Mount með mörkin okkar en Parejo setur eitt úr víti.

bottom of page