top of page
Search

Upphitun - Chelsea tekur á móti botnliði Norwich og búið að frysta eignir Roman Abramovich

Keppni: Enska úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: 10. Mars kl. 19:30

Leikvangur: Carrow road

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport

Upphitun eftir: Finn Marinó



Eins og allt fólk sem hefur einhvern áhuga á knattspyrnu og Chelsea vita að þá ákvað breska ríkið að frysta eignir Roman Abramovich núna að morgni 10. mars vegna tengsla hans við Vladimir Putin. Þetta þýðir að Roman á ennþá Chelsea en hann getur ekki selt félagið, eins og hann var búinn að ælta sér.


Þetta er auðvitað mikil óvissa fyrir félgið, það er talað um að aðeins ársmiðahafar megi mæta á leikinn, félagið getur ekki gert nýja samninga og meira segja liðið sjálft má ekki selja neinn varning. En í yfirlýsingu frá breska ríkinu er m.a. sagt eftirfarandi orð: “We know this brings some uncertainty, but the government will work with the league & clubs to keep football being played while ensuring sanctions hit those intended. Football clubs are cultural assets and the bedrock of our communities. We’re committed to protecting them.”


Þetta þýðir vonandi að klúbburinn verður ekki settur í fullkomna spennitreyju og vonandi mun þetta skýrast betur á næstu dögum.


Leikurinn

Eftir frábæran sigur gegn Burnley um helgina, já eða frábæran seinni hálfleik, er komið að því að mæta botnliði deildarinnar. Einhvers konar eldræða frá Tuchel hefur greinilega átt sér stað í hálfleik og liðið vinsamlegast beðið um taka hausinn úr óæðri endanum á sér. Fyrri hálfleikurinn í þessum leik var hreint út sagt skelfilegur. Varnarmúr Burnley lá djúpt á vallarhluta heimamanna og ekkert gekk að brjóta hann niður. Seinni hálfleikur var eitthvað allt annað. Endurkoma Reece James entist stutt en skilaði samt sem áður marki og stoðsendingu. Vá hvað það verður magnað að fá hann aftur!


Núna viljum við sjá liðið spila eins og í seinni hálfleik frá fyrsta sparki leiksinns.


Meiðsli og liðið

Það er fátt nýtt að frétta og enn erum við vængbrotnir með Ben Chilwell og Reece James frá vegna meiðsla. James kom sá og sigraði en meiddist aftur og verður frá næstu 4 leiki.


Þá er komið að því að reyna að sjá fyrir sér hvernig við stillum upp í leiknum.

Ég reikna með að Tuchel leggi upp með 3-4-3 kerfi og byrji með Mendy í markinu. Svo er það spurning með varnarlínuna. Mun hann hvíla Silva og byrja Christensen? Ég held ekki. Ég býst við því að Christensen hafi hugsanlega spilað sinn síðasta leik fyrir klúbbinn áður en hann klárar félagsskiptin til Barcelona. Ég ætla að skjóta á að varnarlínan samanstandi af Rudiger, Thiago Silva og Chalobah. Á miðjunni á ég von á því að Kante fái smá pásu og því verði Kovacic og Jorginho saman á miðjunni. Eins og áður sagði eru okkar lang bestu bakverðir meiddir og því verðum við að horfa upp á Alonso og Azpilicueta spreyta sig á vængjunum.


Þá er það sem erfiðast er að spá fyrir um. Blessaða framlínan okkar. Undanfarið hefur Hakim Ziyech verið maðurinn sem reddar okkur frammi þegar bjátar á. En sagan endalausa hefur jú, endurtekið sig aftur. Hakim nær “rönni” af góðum leikjum og meiðist. En hann er kominn aftur og spurning hvort hann fái startið í kvöld. Mín spá er sú að hann komi inn á í seinni hálfleik og það verði bláblóðs drengurinn Mason Mount sem byrjar í hans stað. Margir vilja meina að Mount þurfi á smá bekkjarsetu að halda til þess að rífa hann í gang en ég held að hann viti það manna best sjálfur og við fáum alvöru frammistöðu frá honum í þessum leik. Það kæmi mér samt ekkert á óvart ef ég hef rangt fyrir mér og marókkóski töframaðurinn byrji!


Timo Werner stóð sig vel í síðasta leik sem hann byrjðai og gæti byrjað þennan leik. Eitthvað segir mér samt að Pulisic byrji í kvöld. Svo er það stóra spurningin… mun belgíska vafflan fá traustið eða mun hann sitja á bekknum annan leikinn í röð? Það er eitthvað sem segir mér að ungstirnið okkar Havertz byrji. Það er einfaldlega þannig að liðið virðist spila miklu betur þegar hann leiðir framlínuna. Hann má líka eiga það að í síðustu leikjum hefur hann verið að spila mun betur.


Mín spá er þessi:


Norwich

Hvað er hægt að segja um þetta Norwich lið. Allavega ekki margt jákvætt. Liðið er á botni töflunnar með 17 stig. Það sem stingur í augu er að liðið hefur aðeins náð að skora 16 mörk en fengið á sig 58! Það er því engin afsökun fyrir þá bláklæddu að raða ekki inn mörkum í kvöld. Liðinu hefur tekist að vinna heila 4 leiki á tímabilinu og merja fram 5 jafntefli. Þeir sitja á 18 tapleikjum… Ef við horfum á síðustu 5 leiki hjá þeim þá hefur liðið tapað 4 og gert eitt jafntefli.

Það segir sennilega alla söguna að finna ekkert sem Chelsea liðið þarf að varast í leiknum en það eina sem mögulega gæti valdið einhverjum ursla er það að finnski töframaðurinn Teemu Pukki detti í gang. Það virðist vera um það bil eini ljósi punkturinn í liði Norwich þar sem hann hefur náð að setja 7 mörk á tímabilinu.


Spá

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá því að liðið haldi uppteknum hætti frá seinni hálfleik á móti Burnley. Ég spái því að Havertz skori strax á fyrstu 15 mínútunum Mount bæti við öðru í fyrri hálfleik. Belgíska vafflan Lukaku kemur inn á í seinni hálfleik og bætir við einu. Lokastaða 0-3 fyrir Chelsea.


Að lokum má benda á það að klúbburinn er 117 ára í dag. Til hamingju með það Chelsea fólk!


KTBFFH

Finnur Marinó

Comentarios


bottom of page