Gangur leiksins
Rétt í þessu var verið að flauta til leiksloka á suður spáni þar sem okkar menn heimsóttu Sevilla. Fyrir leikinn var ljóst að ef Chelsea myndi vinna þennan leik myndi liðið standa uppi sem sigurvegarar riðilsins. Í upphitun minni fyrir leikinn skaut ég á að Lampard myndi hvíla leikmenn í ljósi mikils leikja álags sem og að sæti í 16. liða úrslitum væri tryggt. Á sama tíma var efins um að nokkur breyting myndi líta dagsins ljós frá Tottenham leiknum. Aftur kom Lampard mönnum á óvart og gerði níu breytingar frá síðastliðnum sunnudegi. Fengu þar lykilleikmenn velkomna hvíld og aðrir fengu tækifæri til að spreyta sig.
Ég spáði okkur erfiðum leik en sigri þó. Við skorum snemma í leiknum eftir frábært spil frá upphafi til enda þar sem Havertz smyglar boltanum í fætur á Olivier Giroud klára færið sitt af stakri snilld. Eftir markið fannst mér okkar róður þyngjast og Sevilla fikruðu sig hærra á völlinn og komu sér vel inn í leikinn. Miðað við hvað dómarinn var mistækur í þessum leik vorum við heppnir að fá ekki á okkur þrjú víti í fyrri hálfleik. Fyrstu 10 mín í seinni hálfleik fannst mér heimamenn líklegri að jafna en við að bæta í. Það var svo frændi hans Stefáns Marteins, enginn annar en Hr. Chelsea, Olivier Giroud sem bætti við sínu öðru marki snemma í seinni. Á þeim tímapunkti féll botninn úr leik heimamanna og sáu þeir aldrei til sólar eftir það. Big Ollie var svo ekki hættur heldur hlóð hann í fullkomna þrennu, fiskaði víti og skoraði fjögur mörk í leiknum. Við skuldum Olivier það að standa upp og gef honum gott klapp, þvílíkur leikur, þvílíkur fagmaður, hans hjarta er blátt. Ég mun héðan af kalla hann Konung Lundúna.
Umræðupunktar:
· Ég bjóst við að Silva yrði hvíldur en alls ekki bæði Silva og Zouma. Heilt yfir voru Christiansen og Rudiger þéttir fyrir og stóðu sína vakt með prýði. Aftur á móti voru þeir nokkru sinnum gómaðir með brækurnar á hælunum og með smá heppni hefði Sevilla sett mark í fyrri hálfleik. Maður finnur mikinn mun að hafa ekki King Silva, en Mendy var þeim til halds og trausts og át allt sem gat hugsanlega skapað hættu
· Mig langar að hrósa Emerson. Mér fannst hann ótrúlega duglegur í þessum leik. Þetta var ekkert lazer show en vinnusemin og passionið skein í gegn fannst mér. Flottur leikur hjá honum.
· Miðjan okkar var frekar brothætt á köflum. Heimamenn eru gríðarlega skipulagðir og með pressuleikinn sinn á hreinu, Kovacic og Jorginho sluppu svolítið með skrekkinn í þessu og munaði litlu að þeir hefðu komið liðinu í vandræði þegar Sevilla pressaði vel á þá.
· Það sást langar leiðir að Pulisic ætlaði sér að skora í þessum leik. Ég kann að meta það "attitude" í honum. Ef hann fær trúnna á þ´vi að hann geti skorað að vild þá fáum við hann fyrr aftur í post-covid form. Aftur á móti lá hann of lengi á boltanum á köflum og hefði mátt vanda sig betur.
· Svo er það Konungur Lundúna.....Ég ætla að leyfa mér að kalla þetta fullkomna fernu, vinstri, hægri, skalli og víti. Hann átti völlinn og er ég nokkuð viss að vínframleiðendur á spáni munu nefna gott rauðvín eftir honum eftir þessa frammistöðu.
· Geggjað að sjá Billy Gilmore fá mínútur. Frábært að fá hann í liðið aftur og gefa Lampard frekari lúxusvandamál við byrjunarliðið.
Einkunnir:
Byrjunarliðið
Mendy – 7,5
Azpilicueta – 7
Rudiger – 6
Christensen – 6
Emerson – 7
Kovacic – 7
Jorginho – 6
Havertz – 6,5
Odoi – 7
Pulisic – 7,5
Giroud – 10,5 = Já 10,5 svo miklu meira en MAÐUR LEIKSINS
Varamenn
Kanté – 7
Mount - 6
Ziyech – 6
Werner og Gilmore spiluðu ekki næginlega mikið til að fá einkunn
KTBFFH
- Snorri Clinton
Comments