top of page
Search

Sigur gegn Rennes - Leikskýrsla



Flottur leikur hjá okkar mönnum sem því miður mun litast af fremur grimmum örlögum gestana frá Frakklandi en þeir missa mann af velli með rautt spjald eftir að hafa ,,gefið” 2 víti. Leikur sem Dalbert, bakvörður Rennes, vill sennilega gleyma sem fyrst.


Þrátt fyrir það var þessi leikur aldrei í hættu og nokkuð ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Við leyfðum Rennes að halda í boltann en þeir voru aldrei líklegir til þess að gera eitthvað í þessum leik. Frábær frammistaða og liðið farið að tengja samann úrslit sem er gríðarlega jákvætt og ánægjulegt að sjá.

Erum við að sjá byrjunina á einhverju stórkostlegu eða er of snemmt að leyfa huganum að reika svo langt?

● Kai Havertz fjarri góðu gamni, Covid sýktur og er þ.a.l. mættur í einangrun fram yfir landsleikjahlé.

● Timo Werner er ógeðslega góður og Lampard harðneitar að hvíla hann.

● Timo Werner orðinn vítaskyttan - kominn með þrjú mörk í CL, öll úr vítum.

● Fengum alvöru framherjamark frá Tammy Abraham - Long time no see!

● Olivier Giroud farinn að fá mínútur.

● Antonio Rudiger að komast aftur í náðina- Tomori og Christensen í kuldanum.

● Edouard Mendy heldur áfram að halda hreinu - Enn eftir að fá á sig mark í Meistaradeildinni og Premier League.

● Felix Zwayer dómari leiksins var full spjaldaglaður - 7 gul og eitt rautt(2*gul) á loft. Auðvitað tókst Jorginho að fá gult spjald í stöðunni 3-0.


Einkunnir leikmanna

Edouard Mendy - 7

Reyndi lítið á hann í gegnum leikinn en greip vel inní þegar það átti við og var vel á verði. Sem er skemmtileg nýjung frá markverði Chelsea.

Reece James - 8 Flott stoðsending á Tammy og átti góð hlaup fram á við, reyndi lítið á hann varnarlega en sóknarlega var hann mjög hættulegur. Hefði hæglega getað átt aðra stoðsendingu en frábær snerting frá Damien Da Silva í vörn Rennes kom í veg fyrir það.

Kurt Zouma - 7

Er mikill Zouma maður og fannst hann skila sínu verki vel í leiknum. Var traustur og samstarfið með Thiago Silva virðist gera þvílíkt mikið fyrir hann.

Thiago Silva - 7

Þessi gæji er svo mikil gæði. Lætur þetta líta svo áreynslulaust út. Átti frábærar skiptingar í uppspili okkar manna sem hjálpuðu mikið að teygja á vörn Rennes í leiknum.

Ben Chilwell - 7

Komst fyrir nokkrar fyrirgjafir og komst nokkrum sinnum í fínar stöður fram á við þó það varð ekkert meira úr því. Skilaði góðu dagsverki og fékk ágæta hvíld í seinni hálfleik.

N’Golo Kanté - 7 Heimskulegt spjald í fyrri hálfleik en heilt yfir flottur klukkutími frá Kanté sem var duglegur að eyðileggja uppspil Rennes.

Jorginho - 7 Lét fara illa með sig í upphafi leiks en vann sig ágætlega inn í leikinn

Mason Mount - 7

Frábær í pressunni og sýnir enn og aftur að hans besta staða er á miðjunni. Vinnusamur og vinnur mjög vanmetið starf.

Hakim Ziyech - 7

Átti skemmtilega tilraun í upphafi leiks. Dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks en skóflar boltanum yfir. Stakk Giroud í gegn sem fór illa með gott færi (Giroud hefði sennilega verið VAR-aður rangstæður) áður en hann var svo tekinn af velli. Alltaf skapandi og alltaf hættulegur.

Timo Werner - 9 (Maður leiksins) Sækir gott víti í upphafi leiks og skorar úr því. Chelsea fær annað víti og hann er ennþá öruggari á punktinum þá. Fékk frábært færi til að ná þrennunni en Damien Da Silva fyrirliði Rennes náði gríðarlega mikilvægri snetringu sem truflaði Werner. Frábær leikur frá Werner.

Tammy Abraham - 8 Sækir víti og rautt með hjálp frá VAR. Skoraði þriðja mark leiksins, alvöru framherjamark. Skapaði usla og virðist ekki ætla að gefa eftir sætið sitt í liðinu svo glatt.

Varamenn:

Emerson 63’ - 6 Var ekki var við það að hann hafi átt innkomu í leikinn. Bætti litlu við.

Olivier Giroud 63’ - 6

Fékk frábært færi þegar Ziyech stakk honum innfyrir en Gomis sá við honum, sennilega verið VAR-aður rangstæður svo hann sleppur með það. Fékk frábæra fyrirgjöf frá Callum Hudson-Odoi undir lokinn en skallinn var ekki góður. Ekki hans kvöld en vonandi fáum við að sjá meira af honum.

Matteo Kovacic 63’ - 6

Fékk heldur soft spjald, bætti litlu við leikinn.

Antonio Rudiger 68’- 6

Kom inn fyrir Thiago Silva. Rennes voru þegar búnir að kasta inn handklæðinu þegar Rudiger kom inn svo það var lítið fyrir hann að gera eftir að hann kom inn.

Callum Hudson-Odoi 75’ - 7

Átti fína innkomu, átti flotta fyrirgjöf sem hefði átt að vera stoðsending undir lok leiks en Giroud klikkaði óvænt.

bottom of page