top of page
Search

Sigur í Krasnodar, leikskýrsla og einkunnirGangur leiksins

Ég ákvað að gerast brattur fyrir þennan leik og spá einstefnu okkar manna. Taldi að yfirburðirnir yrðu það miklir að við færum frá Rússlandi með 0-5 sigur á bakinu. Á 13 mín þegar við fengum dæmt víti eftir að Azpi átti frábærlega lúmska sendingu á Werner í teignum sem var tekinn niður, þá hugsaði ég KA-TJING 0-5 verður það. Allt kom fyrir ekki og Jorginho, okkar fremsti maður á punktinum, klikkaði á sorglegan hátt, stöngin, markvörður og út. Í framhaldi tók við frekar bragðdauft spil okkar manna og með minni mann í búrinu hefði Krasnodar hugsanlega náð að setja mark eða tvö, hver veit. Sem betur fer var Mendy í markinu sem át allt sem kom nálægt honum. Það var svo á 37. mín sem Odoi kom okkar mönnum á bragðið eftir góða sendingu frá Kai Havertz (sem átti frekar slakan fyrri hálfleik). Þó verður að segjast að markið var með mikinn heppnisstimpil á sér þar sem markmaður Krasnodar komst í skotið en við það breytti boltinn um stefnu og lak inn. Fram að þessu var lítil sem engin hætta búin að vera í okkar mönnum að frá töldum Hakim Ziyech sem var allt í öllu sóknarlega í fyrri hálfleik.


Seinnihálfleikur hélt áfram eins og meiri hluti fyrrihálfleiks spilaðist, núll að frétta sóknarlega og lítill frumleiki í því hvernig sóknin var byggð upp. Á 71 mín gerir Lampard þrefalda skiptingu sem breytti öllu sóknarlega. 8 mín seinna var stað 0-3 eftir víti frá Werner sem Pulisic veiddi plús frábært mark frá Ziyech sem innsiglaði glæsilegan leik sinn. Pulisic bætti svo við rétt fyrir leikslok og skildu leikar 0-4, ekki of langt frá minni spá.


Umræðupunktar:

· Frekar mikið hikst í byrjun. Heimamenn fengu óþarfa skot á okkar mark en Mendy varði allt sem nálgaðist hann. 5 leikir – 4 x hreint lak -1 mark fengið á sig. GEGGJUÐ byrjun í Chelsea búrinu


· Sóknarlega vorum við steingeldir fram að 71 mín þegar Lampard gerir 3x skiptingu, eftir það lágum við í sókn.


· Þrátt fyrir að halda hreinu fannst mér samt vera töluvert stress í vörn okkar manna. Mér fnnst það undirstrika mikilvægi Silva. Hans viðvera og áhrif má alls ekki vanmeta.


· Nokkrir hlutir í byrjunarliðinu komu mér á óvart, t.d. að Havertz og Werner ættu þar sæti. Bjóst við að þeir fengu hvíld einfaldlega útaf álagi. Greinilegt að Lampard ætlar að svipa liðið í form eins hratt og hægt er með þá tvo sem hryggjarstykki liðsins sóknarlega.


Einkunnir:

Byrjunarliðið

Mendy – 7,5

Azpilicueta – 7

Rudiger – 6

Zouma – 6

Chilwell – 6

Kovacic – 6

Jorginho – 6

Havertz – 7,5

Odoi – 7

Ziyech – 8 MAÐUR LEIKSINS

Werner – 7,5


Varamenn

Kanté – 6

Mount - 6

Pulisic – 7,5

Abraham – spilaði ekki nóg fyrir einkunn

Emerson– spilaði ekki nóg fyrir einkunn

Comments


bottom of page