top of page
Search

Sigur á Newcastle - leikskýrsla og einkunnir




Það pumpaði dáldið hraðar hjartað þegar ég skoðaði byrjunarliðið fyrir leik. Kepa í markinu í stað Mendy. Sem betur fer reyndi ekki mikið á Kepa í leiknum og ég alls ekki sannfærður um að vera að taka þessa sénsa með því að byrja með Spánverjann í markinu, hann gerði þó ágætlega í kvöld.

Hudson Odoi var færður í vængbakvörð á kostnað Reece James. Það er athyglisvert hvernig þessi hlutverk Chilwell og James hafa minnkað eftir komu Tuchel. Þetta voru leikmenn sem voru nánast fyrstu lekmenn á blaði undir Lampard. Jorginho og Kovacic halda áfram að "bossa" miðjuna og því er ekkert pláss fyrir Kanté. Síðan fremst á vellinum voru þeir Mount, Tammy og Werner


Tammy Abraham fékk sénsinn í fremstu víglínu í kvöld eftir að hafa verið á skotskónum í bikarleiknum á móti Barnsley. En eftir um það bil 15 mínútna var hann straujaður af varnarmanni Newcastle og illa hefur snúist upp á ökklan á Tammy og hann þurfti að fara af leikvelli. Oliver Giroud mætti inná í staðinn og þakkaði hann traustið á á 31 mínútu þegar hann kom Chelsea liðinu yfir eftir góðan undirbúning frá Timo nokkrum Werner! Og Timo var ekki hættur og nátið kauði svo loksins að moka inn einu potmarki eftir hornspyrnu. Þungu fargi af honum létt og 2-0 fyrir Chelsea liðið þegar fyrri hálfleik var lokið

Seinni hálfleikur var nú bara frekar rólegur. Virkaði pínu eins og Chelsea liðið væri bara búið með dagsverkið í fyrri hálfleik og Newcastle menn vildu bara komast í gegnum leikinn án þess að láta rasskella sig. Þegar öllu er á botninn er hvolft var þetta mjög solid frammistaða hjá okkar mönnum og alltaf er það svo góð tilfinning að halda hreinu.


Umræðupunktar

  • Tuchel staðfesti eftir leik að Mendy væri ennþá markvörður nr. 1 hjá liðinu. Hann hefði aðeins verið að gefa Kepa einn leik í deildinni til að verðlauna hann eftir góða frammistöðu á æfingasvæðinu og í leiknum gegn Barnsley.

  • Enn og aftur höldum við hreinu og það sem meira er, fáum varla á okkur færi. Þéttleikinn í liðinu er frábær og sjálfstraustið að aukast.

  • Pulisic, Ziyech og Chilwell allir ónotaðir varamenn í kvöld - greinilegt að þessir kappar eru ekki í myndinni hjá Tuchel eins og sakir standa.

  • Christensen að gera frábærlega í því að fylla skarð T. Silva.

  • Vonandi opnast flóðgáttir fyrir Timo Werner - við þurfum á því að halda.

  • Vonandi eru meiðsli Tammy ekki slæm.

  • 13 stig af 15 mögulegum hjá Tuchel - Frábær byrjun.



Einkunnir

Kepa - 7: Hélt hreinu og komst vel frá sínu.

Azpilicueta - 6: Flott frammistaða varnarlega en hefði getað skilað meiru sóknarlega.


Rudiger - 7: Góður leikur hjá Rudiger sem er hægt og bítandi að finna taktinn aftur undir stjórn Tuchel.


Christensen - 7: Danski Prinsinn er að lesa leikinn frábærlega í hjarta varnarinnar og er frábær í uppspilinu. Hans bestu leikir í langan tíma.


Kovacic - 8,5: Geggjuð frammistaða hjá Kova sem er spila sinn besta fótbolta undir stjórn Tuchel. Maður leiksins.


Jorginho - 7: Ekki eins afgerandi á miðjunni og Kovacic en hann mjög fínn leikur. Það er mikil yfirvegun í leik Jorginho sem kemur sér mjög vel.


Alonso - 7: Kann þessa stöðu upp á tíu og skilar alltaf sínu. Er alltaf mættur í teiginn til að skapa hættu.


Hudson-Odoi - 8: Heilt yfir okkar hættulegasti leikmaður sóknarlega. Flestar okkar sóknir enda á að hann er að skapa usla.


Mount - 6: Ekki besta frammistaða Mount, hefði átt að skora úr einu dauðafæri. Kemur samt alltaf með kraft og ákefð í liðið.


Werner - 8: Lokins skoraði Turbo Timo! Gerði vel í markinu hans Giroud og náði svo sjálfur að pota honum inn. Vonandi hrekkur hann í gang núna.


Tammy- 6: Vonbirgði fyrir Tammy að meiðast snemma leiks.


Giroud - 7: Konungur Lundúna minnti á sig, flott mark og fín frammistaða.


Kante - 6: Kante kom inn til svæfa leikinn endanlega og tryggja að Newcastle myndu ekki skora í lokin.


R. James - Spilaði of stutt til að fá einkunn.


KTBFFH

- Sigurður Torfi


bottom of page