Keppni: Enska Úrvalsdeildin
Dag- og tímasetning: Laugardagurinn 24. Ágúst 2019, Kl. 11:30
Leikvangur: Carrow Road
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, BT Sport 1, NBC Sports ofl. Sjá nánar á: (https://www.livesoccertv.com/match/3328893/norwich-city-vs-chelsea/)
Upphitun eftir: Markús Pálma Pálmason
Chelsea
Í síðasta leik okkar manna mættum við góðu liði Leicester. Leikurinn byrjaði vel af okkar hálfu og yfirspiluðum við andstæðingana af mikilli ákefð. Einn efnilegasti leikmaðurinn okkar, Mason Mount, skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Chelsea, og enginn staður betri til þess að gera það en á brúnni. Leicester menn unnu mikið með það að keyra upp kantana og reyna sem mest á Azpilicueta, sem virkaði vel fyrir þá því þeir náðu oft að sleppa í gegn með menn eins og Maddison og Vardy að keyra upp sóknirnar sínar. Christensen og Zouma gerðu ágætlega með að stoppa Vardy, einn heitasta markaskorara í sögu Leicester, og gef ég þeim góða einkunn fyrir þau störf. Azpilicueta var í smá basli með James Maddison og náði sá strákur oft að byggja upp sóknir Leicester á flottum sendingum og fyrirgjöfum. Heilt yfir fínasti leikur en hefðum mátt nýta færin okkar betur og vinna betur saman í vörninni.
Callum Hudson-Odoi, Rudiger og RLC eru ennþá á meiðslalistanum hjá okkur, en á miðað við það að Rudiger náði 90 mínútum með varaliðinu þá er hægt að búast við því að hann snúi aftur mjög fljótlega. Batshuayi skoraði 2 með varaliðinu og með 90 spilaðar mínútur þannig ekki væri slæmt að gefa honum mínútur gegn Norwich. Einnig er Reece James enn að vinna í sínum málum en það getur ekki verið langt í þann leikmann. Callum er byrjaður að æfa, sem er gott fyrir okkur, og sýnir að hann sé að snúa aftur bráðlega. Ætti að vera aðeins lengra í Reece James og RLC verður ekki klár strax.
Ég tel það líklegt að Frankie muni halda sig við svipað skipulag og gegn Leicester. Kepa verður á sínum stað í rammanum, Christensen og Zouma ásamt Emerson og Azpilicueta í vörninni. Kante stýrir miðjunni nema Kovacic kemur inn fyrir Jorginho og síðan verður Mason Mount í sinni stöðu. Pulisic kemur inn fyrir Pedro og Barkley kemur inn fyrir framan þá og síðan kemur Batshuayi inn í strikerinn eftir góða frammistöðu með varaliðinu. Heilt yfir sterk uppstilling og ættum að geta náð í góð 3 stig og fyrsta sigurinn í deildinni.
Norwich
Í þessum leik mætum við flottu liði Norwich. Liðið tapaði í fyrsta leik tímabilsins gegn Meistaradeildarmeisturum, Liverpool. Ljósi punktur liðsins er framherji þeirra, Teemu Pukki. Sá leikmaður hefur skorað 4 mörk í fyrstu 2 leikjum þeirra, þar á meðal þrennu í seinasta leik gegn Newcastle. Norwich spila mikið á ungum leikmönnum, fyrir utan nokkra reynslubolta eins og Tim Krul og Grant Hanley. Norwich er eins og stendur í 11 sæti, 4 sætum fyrir ofan Chelsea en eru samt sem áður að fara eiga erfiðan leik gegn okkur þar sem það eru bara búnir 2 leikir af tímabilinu.
Spá
Ég býst við skemmtilegum og hröðum leik okkar manna, eins og leikur okkar hefur verið seinustu leiki. Norwich treysta mikið á Pukki og mun það vera mikilvægt fyrir okkur að vörnin standist. Við munum þurfa að einblína á það að verjast vel og stoppa þeirra uppspil í gegnum Pukki. Þeir munu sjá það að við erum ungt lið og með “reynslulausan” þjálfara og reyna að keyra þetta upp með miklu sjálfstrausti, þannig það er mikilvægt fyrir okkur að skjóta þá niður strax og halda út okkar leik án þess að stressa okkur mikið á því hvað þeir eru að gera. Ég spái 1-3 sigri okkar manna. Batshuayi kemur sterkur inn og skorar en Pukki mun setja eitt í okkur sem gefur smá líf í leikinn.
Markaskorarar: Mount, Batshuayi og Barkley fyrir Chelsea og Pukki fyrir Norwich
KTBFFH
留言