top of page
Search

Næst síðasti leikur tímabilsins - Chelsea vs Leicester City

Keppni: 37. umferð enskudeildarinnar Dag- og tímasetning: 19.maí 2022 kl 19:00 Leikvangur: Stamford Bridge Hvar er leikurinn sýndur? Síminn sport Upphitun eftir: Hafstein ÁrnasonHeil og sæl, kæru aðdáendur.


Þvílíki skellurinn! Smá bikarþynnka í verra lagi. Okkur tókst ekki að vinna þá elstu og virtustu í þriðja sinn í röð. Það er einstaklega þreytt. Það var heldur súrt að tapa aftur fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Allar viðureignir okkar við samfélagið enduðu með jafntefli á þessu tímabili. Þeir fá samt tvo bikara upp úr krafsinu og það telur. Í raun er tímabilinu lokið fyrir Chelsea. Arsenal eru eiginlega búnir að tryggja það með því að vera nútíma Arsenal. Tímabilið 2021-22 endar semsagt á tveimur titlum, European Super cup gegn Villareal og svo heimsmeistaratitill félagsliða gegn Palmeiras, sælla minninga. Töpum tveimur bikarúrslitaleikjum gegn Liverpool og tryggjum okkur aftur í meistaradeild að ári. Þokkalegur árangur miðað við allt ruglið sem klúbburinn gekk í gegnum á tímabilinu. Lukaku farsinn á nýárinu, Roman neyðist til að selja klúbbinn og samningamál í fullkomnu uppnámi. Það er svo komnir nýjir eigendur, Todd Boehly og félagar frá Los Angeles. Þeir eru líkast til komnir með grænt ljós frá ríkisstjórn Bretlands. Það horfir kannski til bjartari tíma en þetta hefði getað endað verr. Við skulum vera þakklát. Við erum ekki Arsenal – eða Spurs.


Framundan er leikur við Leicester á Stamford Bridge. Leikurinn hefur svo sem enga þýðingu. Leicester hafa verið gjörsamlega upp og niður á þessari leiktíð. Árangur þeirra ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og þeir sitja í 9. sæti með enga möguleika á evrópusæti. Liðið okkar er nánast komið í frí. Ánægjulegar fréttir eru þó, að Ben Chilwell er byrjaður að æfa með liðinu. Hann gæti mögulega fengið að vera í hóp miðað við þær fréttir. Mateo Kovacic er meiddur, enda spilaði hann í FA cup þrátt fyrir að líta út eins og fílamaðurinn um ökklann - sjá mynd.


Thomas Tuchel tilkynnti einnig á fundi að Kai Havertz, Timo Werner og Callum Hudson Odoi væru meiddir. Annað sérkennilegt atvik var rætt, en það var fjarvera Andreas Christensen. Hann átti að vera í hóp fyrir leikinn gegn Liverpol um liðna helgi, en dróg sig skyndilega úr hóp. Ástæður eru ekki gefnar upp, en það virðist vera af andlegum toga. Sumir segja að kvíði hrjái “danska prinsinn”. Miðað við þessi viðbrögð er kannski ekkert annað meira viðeigandi að taka af honum kórónuna. Sá danski hefur ekki viljað semja við klúbbinn og sagt er að Barcelona sé klárt á kantinum. Eitthvað segir greinarhöfundi, að sjálfhverfi Daninn sé hræddur um að meiðast. Það er skammarlegt að hann finni ekki til ábyrgðar gagnvart félaginu. Svona svipað eins og Harry Bretaprins finnur enga ábyrgð gagnvart bresku krúnunni, en ætlast samt til þess að vera á fullum launum. Er hægt að bera virðingu fyrir því? Litla vanþakklætið! Ólíkt dönsku skinkunni (já, hann er danska skinkan framvegis), þá er stendur þýski handrukkarinn okkar, Antonio “Ruddi Grenás” Rüdiger, sína plikt. Thomas Tuchel hefur gefið út að hann spili leikina sem eftir eru. Ég hvet alla lesendur til að verða sér út um Rüdiger treyjur í virðingarskyni, þrátt fyrir að það sé komið að leiðarlokum.


Byrjunarliðið verður sennilegast svona: Heimakletturinn verður í markinu. Cæsar A, Faðir vor í miðverði, Rüdiger vinstri miðvörður. L'oreal Alonso verður vinstri vængbakröður, Reece James hægri. Jorginho og N'Golo Kante verða líklegast á miðjunni. Mason Mount og Hakim Ziyech verða svo fyrir aftan Romelu Lukaku.Leicester ættu að vera með nánast fullskipað lið. Choudry, Ndidi og Bretrand eru frá á meðan Pereira er tæpur. Byrjunarliðið hjá Leicester verður því líklega Schmeichel, Castagne, Fofana, Evans og Justin í vörn. Dewsbury-Hall og Tielemans djúpir á miðju. Svo Harvey Barnes á vinstri væng, Maddison í holunni og Marc Albrighton á hægri kantinum. Jamie Vardy gamli verður fremstur.Hvernig fer leikurinn?

Ætlum við ekki að segja sirka 2-1 fyrir okkur? Get ekki ímyndað mér að tempóið verði hátt. Mörkin okkar koma frá Money Mase og Reece James. Vardy setur eitt.


ความคิดเห็น


bottom of page