top of page
Search

Man Utd vs Chelsea - Leikskýrsla og einkunnir



Chelsea gerði sér ferð norður til Manchester til að spila gegn heimamönnum í United. Leikurinn var afar bragðdaufur og var greinilegt að báðir þjálfarar vildu alls ekki tapa leiknum. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli sem eru líklegast sanngjörn úrslit þó heimamenn hafi verið ívið sterkari heldur en okkar menn.


Umræðupunktar

  • Lampard kom örlítið og óvart og notaðist við leikkerfið 3-4-3 í fyrsta sinn á þessu tímabili.

  • Mendy hefur núna leikið fjóra leiki fyrir Chelsea og haldið hreinu í þeim þremur þeirra - hann var frábær í dag.

  • Líkt og í leiknum gegn Sevilla í Meistaradeildinni var liðið mjög þétt fyrir og gerði engin klaufamistök - hins vegar var liðið afar bragðdauft fram á við og augljóst að Lampard þarf að finna þetta jafnvægi milli varnar og sóknar.

  • Havertz var slakur í dag, auðvitað er þessi ungur drengur ennþá að finna sína fjöl en hann þarf að taka meiri ábyrgð á sóknarleiknum.

  • Thiago Silva er besti miðvörðurinn í Chelsea og gerir rosalega mikið fyrir þetta lið.

Einkunnir

Mendy: 9 - Varði þrisvar sinnum mjög vel í leiknum og var í raun ástæðan fyrir því að við töpuðum ekki þessum leik. Maður leiksins.


Thiago Silva: 8,5 - Frábær leikur hjá Silva sem var alltaf á réttum stað í þessum leik. Frábært blokk í uppbótartíma þar sem hann mögulega bjargaði marki.


Zouma: 7,5 - Var flottur í loftinu og góður í stöðunni 1 vs 1. Hins vegar truflar hann uppspilið okkar gríðarlega mikið enda spilar hann vinstra megin verandi réttfættur.


Azpilcueta: 8 - Mjög góður leikur hjá fyrirliðanum sem þekkir þessa stöðu vel eftir að hafa "masterað" hana hjá Conte. Hefði átt að fá vítaspyrnu eftir að Maguire braut á honum í hornspyrnu.


Chilwell: 7 - Solid varnarlega en hefði mátt bjóða upp á meira sóknarlega þar sem ákvarðanatakan hans var ekki sú besta.


R. James: 8,5 - Mjög góður leikur hjá James sem barðist allan tímann og hljóp upp og niður kantinn frá fyrstu til nítugustu mínútu. Átti nokkra góða krossa og var hættulegur.


Kante: 7,5: - Mjög góður leikur hjá Kante, var útum allan völl að vinna boltann og lét fyrir sér finna. Var í örlitlu basli með að finna réttu sendingarnar fram á við.


Jorginho: 6,5 - Ekki slakur leikur hjá Jorginho en hann gerði þó mistök er hann missti boltann á slæmum stað sem gaf Rashford besta færi Man Utd í leiknum. Reyndi að finna réttu sendingarnar fram á við en liðið náði aldrei neinum takti.


Pulisic: 6,5 - Captain America reyndi hvað hann gat til þess að hafa áhrif á leikinn, reyndi að hlaup á vörn Man Utd og var okkar hættulegasti maður fram á við.


Havertz: 5,5 - Slakur leikur hjá Þjóðverjanum. Hann getur svo miklu betur og þarf að fara taka leikina betur yfir. Valdi allt of oft auðvelda kostinn í staðinn fyrir að reyna að skapa einhverju hættu og taka alvöru áhættu.


Werner: 6 - Werner hljóp og pressaði. En Werner þarf þjónstu, hann þarf stungusendingar þar sem hann getur hlaupið fyrir aftan vörnina. Í dag var alveg afskaplega lítið um slíkt.


Varamenn

Tammy 6,5 - Kom með kraft og ákefð í framlínuna.

Mount 6 - Hljóp mikið og reyndi að setja pressu á Man Utd

Ziyech - Spilaði of lítið til að fá einkunn.


KTBFFH

bottom of page