top of page
Search

Leikskýrslan gegn Barnsley og þáttur af BlákastinuChelsea sigraði Barnsley með einu marki gegn engu í 16. liða úrslitum FA bikarkeppninnar. Leikurinn fer afar seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi enda voru vallaraðstæður vægast sagt hörmulegar. Heilt yfir voru Barnsley líklega betri aðilinn, áttu tvö mjög hættuleg færi á meðan okkar menn áttu í mesta basli með að fóta sig á vellinum og ná einhverjum takti í spilið.


Eftir mjög slakan fyrri hálfleik skipti Tuchel um leikkerfi og gerði tvær breytingar í leikhlénu. Leikur liðsins batnaði örlítið og á 64' mínútu áttu okkar menn frábæra sókn. Reece James komst þá inn fyrir vörn heimamanna og fann Tammy Abraham inni í markteignum sem potaði boltanum yfir línuna.


Barnsley reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en okkar menn héldu út og eru komnir í 8-liða úrslit FA bikarkeppninnar þar sem við mætum Sheffield Utd.


Neðst í þessari færlsu er svo hægt að hlusta á nýjasta þáttinn af Blákastinu sem tekinn var upp á þriðjudagskvöld.


Umræðupunktar

  • Í fyrsta sinn sjaum við Tuchel notast við fjögurra manna varnarlínu eftir taktíska breytingu í hálfleiknum.

  • 10 (!) breytingar frá síðasta leik - greinilegt að Tuchel ætlar að nota hópinn.

  • Mjög dapur leikur sóknarlega - vissulega má kenna vellinum um mikið en þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið. Þetta var lélegur leikur.

  • Ég er farinn að hafa áhyggjur af Christan Pulisic - kom lítið sem ekkert út úr honum. Hann þarf að finna sitt form sem allra fyrst.

  • Fimm leikir undir stjórn Tuchel og aðeins eitt mark fengið á okkur - vörnin er að standa fyrir sínu.

Einkunnir leikmanna

Kepa - 6: Varði frábærlega í fyrri hálfleik en fór í eina skógarferð í seinni hálfleik sem hefði getað kostað okkur mark.


Emerson - 6: Fékk óvnæt tækifæri hjá Tuchel í miðverði í þriggja manna línu. Var svo kominn í sína stöðu í seinni hálfleik og skilaði sínu hlutverki þokkalega.


Christensen - 6: Var tekinn af velli í hálfleik, mögulega tengist það höfuðhöggi sem hann fékk. Var ekki að spila neitt illa að mínu viti.


Zouma - 7: Flottur bardagi hjá Zouma sem skallaði burtu ótal margar fyrirgjafir í þessum leik.


Alonso - 5,5: Átti í miklu basli sóknarlega og var tekinn af velli í hálfleik.


Hudson-Odoi - 6: Reyndi og reyndi að láta Barnsley hafa fyrir hlutunum en spólaði bókstaflega í leðjunni á vellinum.


Gilmour - 6: Sáum nokkra flotta spretti hjá Gilmour en hann var engu að síður í basli með baráttuglaða miðjumenn Barnsley í fyrri hálfleik.


Kante - 6: Fyrirliði kvöldsins átti, líkt og Gilmour, í töluverðu basli í fyrri hálfleik. Óx engu að síður inn í leikinn í síðari hálfleik.


Ziyech - 5,5: Loksins sáum við Ziyech, en hann átti frekar dapran leik. Náði einu sinni eða tvisvar að tengja samana sendingar á Hudson-Odoi en hafði þar fyrir utan frekar hægt um sig.


Pulisic - 5: Slakur leikur hjá Pulisic sem engan veginn náði að fóta sig á vellinum og var skugginn af sjálfum sér.


Abraham - 8: Tammy var okkar bjartasti leikmaður í leiknum. Hann átti að fá víti snemma í fyrri hálfleik. Hlaupið hans með Reece James í markinu var mjög gott og svo bjargaði hann frábærlega á línu - Flott frammistaða og maður leiksins.


R. James - 7: Kom með flotta innkomu í hægri bakvörðinn og lagði upp markið.


Rudiger - 6,5: Fínasta innkoma hjá Rudi.


Kovacic - Spilaði og stutt til að fá einkunn.


KTBFFH

- Jóhann MárComments


bottom of page