top of page
Search

Leikskýrsla og einkunnir gegn Man Utd & Þáttur af Blákastinu


Gangur leiksins

58% með boltann, 9 skot og þar af 5 á rammann, lokatölur 0-0. Enn höldum við hreinu með góðum varnarleik en bitleysið framá við er að koma í veg fyrir að stigin 3 rati á töfluna. Þessi leikur var kjörið tækifæri til þess að stela 4. sætinu, þar sem West ham tapaði stigum á mót Man City og með sigri hefðum við aðeins verið 3 stigum frá Utd og Leicester. Þessi leikur spilaðist svolítið eins og ég spáði fyrir um þ.e.a.s. skipulagður varnareikur en sóknarlega vantar loka smiðshöggið til að reka heildar spilamennsku okkar manna saman. Það er mitt mat að hægt og bítandi er sóknarleikurinn allur að koma til, þó svo að það þurfi ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Liðið er með hverjum leiknum að sprengja upp varnarleik mótherjanna en aðeins vantar smá fínstillingu til að mörkin skili sér. Við sáum nokkur slík tilþrif í dag t.d. þegar "playmakerinn" Rudiger snéri Daniel James af sér og neglir boltanum þvert yfir völlinn á galopinn CHO sem sendi boltann fyrir markið og Giroud óheppinn að stanga leðrið ekki í netið, annað slíkt tilvik má nefna þegar Ziyech nær góðu skoti á markið en De Gea gerir fáránlega vel við að verja þann bolta.


Bragðarefurinn sneri enn og aftur á mig og gerði fullt af breytingum frá síðasta leik hvað varðar byrjunarliðið. Tuchel fleygði mönnum eins og Chilwell, Ziyech og Kanté í byjunarliðið. Mér fannst geggjað að sjá þá alla aftur í liðinu og þorði að gefa mér miklar vonir. Fyrri hálfleikur var samt heilt yfir nokkuð bragðlaus og leiðinlegur, ef Hemmi heitinn Gunn væri að lýsa leiknum hefði hann ráðlagt áhorfendum að skipta um rás í hálfleik. Það verður að segjast að strákarnir okkar voru ljónheppnir að fá ekki á sig dæmda vítaspyrnu snemma leiks þegar CHO virðist reka lúkurnar í boltann inn í eigin vítateig. Atvikið var skoðað af VAR-sjánni og allt kom fyrir ekki, engin vítaspyrna og áfram með leikinn. Eitthvað segir mér að þetta verði heitt topic hjá kaffistofu sparkspekingum þjóðarinnar. Heilt yfir í fyrri hálfleik vorum við allt of þungir og seinir fram, Zieych var algjörlega týndur og tröllum gefinn og leit út fyrir vera engan vegin tilbúinn í þessa áskorun. Við vorum sjálfum okkar verstir í sóknar uppbyggingunni með lélegum sendingum og allt of fljótir til að stoppa og senda boltann til baka á öftustu menn.


Seinni hálfleikur var svo allt annað bakarí, Ziyech var jafn góður í seinni og hann var lélegur í fyrri. Svo auðvitað mál málanna, CHO sendur í sturtu í hálfleik. Fannst mér þó nokkuð ljóst að Utd ætluðu sér að keyra stíft upp kantinn og nýta sér að CHO væri ekki jafn sjóaður og aðrir í liðinu varnarlega. Hann var reyndar kominn á bekkinn með klakapoka þannig að það átti hugsanlega sök í máli. Tuchel sagði eftir leik að skiptingin á CHO hefði að mestu verið vegna taktískra breytinga en líka örlítið vegna meiðsla - hvað sem það nú þýðir. Innkoma James gerði samt sem áður mikið fyrir varnarleik okkar manna og því skiptingin réttlætanleg.


Hér neðst í færslunni er svo nýr þáttur af Blákastinu þar sem farið er yfir þennan leik og hitað vel upp fyrir leikinn gegn Liverpool með þeirra heitasta stuðningsmanni, Sóla Hólm.


Umræðupunktar

· Loksins fengum við að sjá Chilwell reyna við WB stöðuna undir stjórn Mr. T. Strákurinn stóð sig bar nokkuð vel og vonandi er hann búinn að sannfæra bragðarefinn um að hann á heima í fyrstu XI. Hefði samt viljað sjá meira koma frá honum sóknarlega, hann lagði engu að síður upp besta færi leiksins.

· Sama má segja um Ziyech, var slakur í fyrri en kom tvíefldur til bara í seinni og vonandi nær hann að byggja á því.

· Tammy ekki einu sinni í hópnum, fékk 0 mín á móti Atl. Madrid og svo skilinn eftir heima. Mér finnst meir og meir að hann sé alls ekki í plönum Mr. T eða er verið að hvíla hann fyrir Liverpool?

· Hvað kom fyrir Danska Prinsinn? Fannst hann vera alllt í öllu í dag varnarlega, strákurinn er að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum, átti frábæran leik í dag. Þvílíkur viðsnúningur á einum leikmanni.

· Mér fannst Mendy sýna góða takta í dag, hann þurfti að taka á honum stóra sýnum nokkrum sinnum. Hann átti þó nokkrar shake-y sendingar í dag en átti heilt yfir fínan dag.

· Fín innkoma hjá Werner, óheppinn að setja hann leðrið ekki í netið


Einkunnir

Byrjunarliðið

Mendy – 7

Odoi – 5

Azpilicueta – 6,5

Rudiger – 7

Christiansen – 8,5 (maður leiksins)

Chilwell – 6,5

Kovacic – 7

Kanté – 7,5

Ziyech – 6

Mount – 7

Giroud – 6


Varamenn

James - 7

Pulisic – 5,5

Werner – 6,5


KTBFFH

- Snorri Clinton

Kommentare


bottom of page