top of page
Search

Leikjaplan næsta tímabils - Strembin byrjun!Það eru aðeins örfáar vikur síðan að Kai Havertz skoraði sigurmarkið gegn Man City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en á Englandi eru menn á fullu að undirbúa næsta tímabil. Í morgun var svo leikjadagskrá næsta tímabils formlega kynnt.


Einfaldast og best er að skoða leikjaplanið á heimasíðu Úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.


Byrjunin á tímabilinu eru ansi strembin, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. í fyrstu sex umferðunum mætum við m.a. Arsenal, Spurs, Liverpool og Man City! Fyrsti leikurinn er gegn Crystal Palace og verður hann helgin 14-15. ágúst.


Leikurinn á öðrum degi jóla verður úti gegn Aston Villa og við endum tímabilið á að spila gegn Man Utd úti og Watford heima.


Alltaf gaman að velta sér upp úr þessu - biðin eftir næsta tímabili fer að styttast.


KTBFFH


Comments


bottom of page