top of page
Search

Juventus undir ljósunum á Brúnni

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: Þriðjudagur 23 Nóvember kl 20:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur?: Stöð 2 sport

Upphitun eftir Guðmund Jóhannsson



Evrópumeistararnir eru mættir til starfa aftur og núna er það Meistaradeildin. Litlu strákarnir í Tórínó koma í heimsókn á Brúnna í mikilvægum leik um toppsæti H riðils. Liðin eru með 12 og 9 stig og jafntefli hleypir báðum liðum áfram. Fyrsta sæti riðilsins skiptir ekki jafn miklu máli þetta árið og þau síðustu því útivallarmarkareglan er ekki í gildi enn þann dag í dag. Það er þó mikilvægt með það að gera að mæta ekki liðum eins og Bayern og mögulega PSG í 16 liða úrslitum. Við förum í toppsætið með sigri í þessum leik.


Chelsea menn koma vel gíraðir eftir frábæran Cruise control leik á móti Leicester á laugardaginn. Þetta var besti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá okkar mönnum á þessu tímabili en Leicester átti sitt fyrsta skot í leiknum eftir rúmar 50 mínútur. Frábær liðs pressa þar sem okkar bestu Reece James og Ben Chilwell voru magnaðir enn eina ferðina.


Ef það vill svo ólíklega til að einhverjir búa í helli þá skoruðu Rudiger, Kante (Messi) og Pulisic mörk okkar manna.


Ég reyni alltaf að vera raunsær maður en ég skal segja ykkur það að þetta verður ekki jafn erfiður leikur við Juventus og menn halda svo lengi sem okkar menn koma gíraðir til leiks. Fyrri leikur liðanna fór einhvern veginn 1-0 en við vorum með þá í vasanum allan leikinn og það á þeirra heimavelli. Segir mikið hvað við erum massívir þegar Juventus er með 11 leikmenn í sínum eigin vítateig í 89 mínútur á heimavelli.


Þessi leikur mun sennilega spilast eins, en Juve mun liggja inn í þeirra vítateig í 90 mínútur í þetta skipti og munu treysta á Chiesa og Dybala í skyndisóknum. Þetta er spurning um að ná að brjóta ísinn og verðum við að treysta á okkar menn í þeim málum.


Timo Werner byrjaði á bekknum gegn Leicester og þurftum við ekki á hans hjálp að halda á laugardaginn en ég geri ráð fyrir að hann muni fá mínútur gegn Juve. Lukaku er á batavegi og einnig Mateo Kovacic. Undirritaður gerir ráð fyrir því á stóri Rom verði í hóp og er það gríðarlega mikilvægt fyrir okkur því ekki hefur framlínan okkar verið að skila mörgum mörkum upp á síðkastið.


Byrjunarliðið

Það er léttara að leysa hnút á 140 ljósa jólaseríu en að giska á 11 manna lið Tuchel. Ég ætla nú samt að segja ykkur það, þannig að ekkert mun koma ykkur á óvart kl 19:00 þegar byrjunarliðið verður tilkynnt.


Við erum að fara í alvöru prógram í lok nóvember og allan desember þannig að það verða eflaust hreyfingar á liðinu milli leikja. Heimakletturinn Mendy mun að sjálfsögðu byrja og verður þar fyrir aftan Christensen, Azpilicueta og Rudiger, sem ég vona svo innilega að bjóði Alvaro Morata velkominn aftur með Rudiger tæklingu. Thiago Silva fær hvíld fyrir Man Utd leikinn á sunnudaginn. Væng Bakverðirnir okkar verða á sínum stað við hlið Jorginho og Kante. Svo er alltaf spurning hvort Ruben Loftus Cheek fái sénsinn í svona leikjum en mér finnst líklegast að við höldum í miðjuna okkar frá laugardeginum. Framlínan verður svo skipuð Christian Pulisic, Hakim Ziyech og Mason Mount. Hudson Odoi fær hvíldina í þetta skiptið en gæti að sjálfsögðu líka byrjað í stað Captain America. Kai Havertz var ekki með á æfingu á mánudag vegna smávægilegra meiðsla aftan í læri.



Juventus

Eins og ég segi þá verður þetta erfiður leikur en á sama tíma eigum við að vinna þetta Juventus lið á Stamford Bridge. Þetta lið er í 8 sæti í Ítölsku deildinni sem er ekki sú sterkasta þetta árið. Búnir að fá á sig 15 mörk í 13 leikjum þannig að það er vel hægt að brjóta þessa eldgömlu vörn á köldu þriðjudagskvöldi undir ljósunum.


Þeir voru þó að koma úr 0-2 sigri gegn lazio en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Þeir sem eru ósammála mér með styrkleika Ítölsku deildarinnar þá er Lazio með Pepe Reina í markinu og okkar uppáhalds Pedro Rodriguez upp á topp. Þá er AC Milan á toppnum sem eru með 1 punkt meistaradeildinni.

Juventus verður þannig skipað að Szczesny verður í rammanum fyrir aftan De ligt, Bonucci og Rugani í 3 manna varnarlínu. Cuadrado og Pellegrini verða væng bakverðir. Rabiot, Locatelli og Bentancur verða miðsvæðis með þa Chiesa og Dybala upp á topp.


Spá

Ég er ótrúlegt en satt lítið smeykur við þennan leik, sem er galið vegna þess að við erum að tala um Juventus. Ef við mætum gíraðir í þennan leik þá fer þetta mjög vel.


Ég ætla að henda í 4-0 spá þar sem Reece james og Ben Chilwell koma okkur yfir og Timo Werner kemur af bekknum og klárar þetta með tveimur mörkum


TAKK.


Í kjólinn fyrir jólin og KTBFFH


Guðmundur Jóhannsson

bottom of page