Chelsea heimsótti Manchester City á Etihad vellinum þegar 35.umferð deildarinnar hélt áfram í dag. Chelsea gat með sigri í dag lyft sér upp í 3.sæti deildarinnar og upp fyrir Leicester sem tapaði fyrir Steve Bruce og félögum í Newcastle í gærkvöldi 2-4!
Bæði lið stilltu upp sérkennilegum byrjunarliðum og virtust hvíla lykilmenn en okkar menn hvíldu m.a. gullkálfinn Mason Mount sem var utan hóps í dag og Manchester City geymdu líka einn sinn besta mann, Kevin DeBruyne, utan hóps.
Billy Gilmour fékk traustið hjá Thomas Tuchel og þá birtist sömuleiðis Marcos Alonso aftur eins og ekkert væri eðlilegra. Það lítur allavega út fyrir að hvorugur þjálfarana vildi sýna of mikið hvað þeir eru með á hendi og ákváðu að halda spilunum þétt að sér fyrir úrslitaleikinn 29.Maí.
Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn lengst af en svo setti Manchester City í næsta gír undir lok fyrri hálfleiks eða nánar tiltekið á 44.mín þegar Gabriel Jesus sótti boltann af Andreas Christensen og kom honum fyrir markið á Sergio Aguero sem virtist ætla vera í allskonar brasi áður en Raheem Sterling bjargaði honum fyrir horn með að koma boltanum í markið. Christensen fór meiddur af velli eftir þetta og hélt aftan um lærið svo vonandi er það ekki alvarlegt þó svo hann hafi ekki hitt á sinn dag í dag þá hefur hann verið okkar jafnbesti maður í vörninni þar sem af er tímabili undir Thomas Tuchel. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem City menn fengu vítaspyrnu þegar Billy Gilmour var dæmdur brotlegur í samskiptum sínum við Gabriel Jesus og fór Sergio Aguero á punktinn en átti vægast sagt arfarslakt "Panenka" víti sem Edouard Mendy átti ekki í vandræðum með. Frábært færi þarna farið forgörðum hjá Manchester City til að tvöfalda forystuna fyrir hlé.
Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, hvorugt liðið af gefa færi á sér. Kurt Zouma kom inn fyrir Christensen í hálfleik. Það var svo á 63. mínútu sem Hakim Ziyech jafnaði leikinn en hann hafði ekki átt sérstakan leik fyrir þetta frábæra skot sem var fast og út við stöng sem sigraði Ederson í marki Manchester City. Bæði lið héldu áfram að sækja og var lúmskur hiti í leiknum. Chelsea skoraði 2 mörk sem voru dæmt rangstæð en Timo Werner var lengi að koma sér úr rangstöðunni í fyrra skiptið en í seinna skiptið var það Callum Hudson-Odoi sem kom boltanum í mark City eftir frábæra sendingu frá Reece James en var dæmdur rangstæður. Manchester City vildi fá víti þegar seinni hálfleikur var við það að líða undir lok en Kurt Zouma átti frábæra tæklingu á Raheem Sterling að mati Anthony Taylor dómara sem dæmdi ekkert. Það var svo í uppbótartíma sem Timo Werner fann engan annan en Marcos Alonso inni í teig Manchester City og auðvitað skoraði Alonso úr færinu! Alveg lygilegt markanef sem hann hann Marcos hefur.
Frábær 1-2 sigur á Etihad staðreynd.
xG Bardaginn
Umræðupunktar
● Áhugaverð byrjunarlið báðum meginn - Eru menn að passa að sýna ekki of mikið hvað þeir hafa á hendi fyrir 29.maí?
● Billy Gilmour að byrja sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni - Framtíðin er björt
● Mason Mount, Ben Chilwell og Thiago Silva utan hóps - Verðskulduð hvíld
● Ziyech fékk tækifærið í fjarveru Mount og skoraði í öðrum leiknum í röð gegn Man City -er hann leynivopnið í úrslitaleiknum þann 29. maí?
● Callum Hudson-Odoi fékk mínútur og breytti leiknum eftir að hann kom inn í leikinn. Þarf að spila meira.
● Skorum 3 rangstæð mörk - Þurfum að passa uppá staðsetningar en kom blessunarlega ekki að sök
● Risastór 3 stig í meistaradeildarbaráttunni og þriðja sætið er okkar!
Einkunnir
Edouard Mendy - 8 Varði hræðilegt víti frá Aguero í fyrri hálfleik og hélt okkur þá inni í leiknum. Virkilega góð frammistaða hjá Heimaklettinum.
Cesár Azpilicueta - 8
Leiðtoginn okkar vellinum. Réttilega kallaður mr. reliable. Átti sendinguna á Hakim Ziyech svo hann er með stoðsendingu í pokanum
Andreas Christensen (45’) - 4 Átti skelfileg mistök sem leiddu að marki Manchester City þegar hann misreiknaði boltann all svakalega, Gabriel Jesús fór illa með hann þar. Var ekki á sínum degi.
Toni Rudiger - 7
Hefur átt betri daga en í dag en af því sögðu þá er samt yfir litlu að kvarta af hans frammistöðu.
Reece James - 8 (maður leiksins)
Var stórkostlegur sóknarlega og Benjamin Mendy átti ekki séns í hann. Virkilega öflugt framlag frá okkar manni.
Marcos Alonso - 8 Mætti kannski óvænt í byrjunarliðið fyrir þennan leik en skoraði sigurmark leiksins.
Billy Gilmour - 7
Fékk dæmt á sig víti undir lok fyrri hálfleiks, soft dómur að mínu mati en kom ekki að sök þar sem Mendy varði vitið. Var þess utan virkilega öflugur.
N’golo Kanté (68’) - 7
Var virkilega öflugur að vanda á miðjunni. Þvílíkur leikmaður sem við höfum í höndunum!
Hakim Ziyech (76’) - 8 Átti erfitt uppdráttar framan af í leiknum en jafnaði leikinn með frábæru skoti út við stöng þegar 63 mínútur voru að detta á klukkuna og virtist eflast við það.
Christian Pulisic - 7 Byrjaði hægt en van sig ágætlega inn í leikinn og var ógnandi í síðari hálfleik.
Timo Werner - 8
Skoraði mark í sitthvorum hálfleiknum en var réttilega dæmdur rangstæður. Átti svo stoðsendinguna á Marcos Alonso í uppbótartíma.
Varamenn:
Kurt Zouma (45’) - 8
Átti risastórar tæklingar í þessum leik og hefði hæglega getað fengið dæmt á sig víti en slapp með skrekkinn og því tel ég það vera stórkostlegar tæklingar. Kom vel inn í leikinn.
Jorginho (68’) - 7
Kom með betri sendingargetu inn á miðsvæðið hjá okkur.
Callum Hudson-Odoi (76’) - 7
Átti flotta innkomi - Skoraði gott mark en var því miður rangstæður.
KTBFFH
- Stefán Marteinn
Comments