top of page
Search

Dramtík og fjör í 3-3 jafntefli WBA og Chelsea. Einkunnir og leikskýrslaHvað réði úrslitum?

Hræðilegur fyrri hálfleikur fór alveg með leikinn. Byrjum leikinn á að gefa Matheus Pereira auðvelda leið í átt að marki þar sem hann finnur Callum Robertson sem skorar fyrsta mark leiksins strax á 4’min. Okkar menn reyndu að komast inn í leikinn og áttum m.a. tilaraun sem endaði í þverslá en það var fyrirliði okkar í þessum leik, Thiago Silva, sem gerði sig sekan um hræðileg mistök í öftustu línu þegar hann misreiknaði sendingu og missti boltann undir sig, Callum Robertson var þá aftur á ferðinni tilbúin til þess að refsa en hann fékk flugbrautina að markinu og þurfti bara að finna leið framhjá Willy Caballero sem hann gerði og tvöfaldaði forystu WBA manna.


Það var svo tveimur mínútum seinna sem WBA fær horn sem dettur út í teiginn og Reece James gleymir sér í að stíga upp með vörninni og Darnell Furlong kemur boltanum á Kyle Bartley sem á ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið. Endum 3-0 undir eftir hálftíma og förum inn í hálfleik þremur mörkum undir og ljóst að verkefni síðari hálfleiks myndi krefjast þess að okkar menn þyrftu heldur betur að stíga upp og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Frank Lampard gerði 2 breytingar í hálfleik en Cesár Azpilicueta og Callum Hudson-Odoi komu inn fyrir Marcos Alonso og Matteo Kovacic.

Það tók okkar menn ekki nema 10 mínútur að setja sitt fyrsta mark í leiknum en þar var að verki Mason Mount með frábært skot eftir sendingu frá Cesar Azpilicueta. Áfram héldu okkar menn að pressa á WBA og á 70.mín náði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi að minnka muninn í eitt mark með fallegu marki eftir góðan samleik við Kai Havertz. Áfram héldu Chelsea menn að pressa og sendu Olivier Giroud inn á völl í stað Thiago Silva í von um að fá eitthvað úr þessum leik. Þegar öll von virtist úti og við vorum mættir vel inn í uppbótartíma fengu okkar menn hornspyrnu sem fór í klafs en endaði að lokum með því að boltinn barst á Tammy Abraham sem náði að koma knettinum inn og jafna leikinn þegar 93’mín var genginn í garð.


Lengra komust okkar menn ekki og úr því sem komið var verðum við að virða þetta stig en ljóst er að aftasta línan þarf stöðugleika. Geri fastlega ráð fyrir frumsýningu á Edouard Mendy í næsta leik sem part af þeim lið en við þurfum nauðsynlega markmann í markið sem getur varið einhverja bolta, svo Edouard Mendy - Yfir til þín!

Hvað þýða úrslitin?

Úrslitin þýða að við erum komnir með 4 stig eftir 3 leiki og markatöluna 6:6. Alls ekki byrjunin sem við höfðum óskað eftir. Eigum menn inni eins og Christian Pulisic, Hakim Ziyech, Ben Chilwell og Edouard Mendy sem muna gegna lykilhlutverki þegar fram líða stundir, en við þurfum að fara sjá þá á velli sem allra fyrst, annars eigum við í hættu á að dragast aftur úr.

Bestu menn

Andreas Christensen getur gengið með höfuð hátt frá þessum leik.

Callum Hudson-Odoi átti frábæra innkomu.

Mason Mount var mun betri eftir að hann færðist inn á miðjuna í síðari hálfleik.

Kai Havertz fær hrós fyrir stoðsendingu og stóran þátt í jöfnunarmarkinu.

Vondur dagur

Thiago Silva, Willy Caballero og Marcos Alonso fá að deila þessu, því miður.

Atvikið

Annað mark WBA en Thiago Silva færir Callum Robertson það á silfurfati - slíkt má einfaldlega ekki gerast.

Umræðupunktar

● Hvorki Ben Chilwell né Kurt Zouma í hóp en þeir spiluðu báðir í vikunni gegn Barnsley.

● Kepa hefur misst sætið sitt - Edouard Mendy hlýtur að taka rammann af honum strax í næstu viku og Kepa getur farið að ræða við umbann sinn um að koma sér í burtu

● Thiago Silva fær fyrirliðabandið - Azpilicueta heldur áfram að byrja á bekknum og Jorginho búin að missa sætið sitt í liðinnu.

● Liðið aðeins haldið hreinu einusinni í síðustu 20 leikjum á útlivelli í ensku úrvalsdeildinni - Áhyggjuefni!

● Frumraun Thiago Silva í Ensku Úrvalsdeildinni byrjar ekki vel - Vonandi er leiðin bara upp eftir þetta.

● Erum enn í sömu vandræðum í föstum leikatriðum - Varnarlínan "syncar" ekki og enn og aftur er Reece James ekki að stíga upp með línunni og þ.a.l spilar menn óþarfi réttstæða.

● Callum Hudson-Odoi að sýna að það er eitthvað í hann spunnið - Gríðarlega góð innkoma!

● Timo Werner þarf að fara skora - Fékk ekki úr miklu að moða en var heldur aldrei líklegur í leiknum ef frá er talið dauðafærið sem hann klúðraði.

● Edouard Mendy - Sviðið er þitt!

Einkunnir


Willy Caballero - 3

Klukkaði engann bolta sem er óásættanlegt og bætti lítið við varnarleikinn.

Reece James - 5

Stígur ekki út úr rangstöðunni sem veldur því að 3.mark WBA er ekki rangstæða. Átti margar fyrirgjafir í leiknum sem flugu yfir allan pakkann en átti líka fyrirgjafir sem sköpuðu urlsa.

Andreas Christensen - 8 Maður leiksins hjá Chelsea

Okkar besti maður í öftustu línu í dag. Getur gengið með höfuð hátt eftir sína frammistöðu en hann kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleirri en þessi þrjú. Las leikinn vel og kom boltanum vel frá sér.

Thiago Silva - 3 (Tekinn út 73’)

Átti hrikaleg mistök sem leiddu til þess að Callum Robertson tvöfaldaði forystu WBA. Ekki óskabyrjunin sem hann hafði vonast eftir í Ensku Úrvalsdeildinni.

Marcos Alonso - 3 (Tekinn út í hálfleik 45’)

Átti lélegan skalla sem Matheus Pereira komst inní og endaði með því að hann stakk boltanum á Callum Robertson sem kom WBA yfir. Var hugsaður líklega sem sóknarsinnaður bakvörður en við féngum ekkert úr honum í dag og leit á köflum ekkert sérstaklega vel út.

N’golo Kanté - 6

Var ekki að ná að binda saman vörn og miðju og var eins og margir liðsfélagar hans slakur í fyrri hálfleik en vann sig vel inn í seinni hálfleik og færðist niður í miðvörð virtist vera þegar Thiago Silva fór af velli og leysti það ágætlega.

Matteo Kovacic - 5 (Tekinn út í hálfleik 45’)

Höfum séð hann betri en að því sögðu er ekkert út á hann að setja - losaði vörnina nokkrum sinnum úr pressu og átti ágætis kafla og loka skotið í fyrrihálfleik sem fór hátt yfir.

Mason Mount - 7

Skoraði fyrsta mark Chelsea með frábæru skoti - heilt yfir er yfir litlu að kvarta frá Mount, spilaði mun betur eftir að hafa verið færður á miðjuna.

Kai Havertz - 7

Átti gott skot í upphafi leiks sem Sam Johnstone varði vel, lagði upp annað mark okkar manna með góðum samleik við Callum Hudson-Odoi og átti að auki stóran þátt í jöfnunarmarkinu.

Timo Werner - 5

Átti skot í þverslánna, fékk úr litlu að moða en bjóst við meira frá Werner í þessum leik.

Tammy Abraham - 6

Klúðraði frábæru færi í upphafi leiks þegar hann skaut hátt yfir/framhjá eftir góðan undirbúning frá Reece James og sást lítið í leiknum en skoraði jöfnunarmarkið. Hækkar um 2 fyrir það.

Varamenn:

Cesár Azpilicueta - 7 (Kom inn í hálfleik 45’

Lagði upp fyrir Mount og kom með ró í varnarleikinn. Góð innkoma frá fyrirliðanum.

Callum Hudson-Odoi - 8 (Kom inn í hálfleik 45’

Skorar annað markið eftir flottan samleik við Kai Havertz og myndaði hættu á vængnum sem var ekki sjáanleg í fyrri hálfleik. Frábær innkoma og vonandi það sem koma skal frá CHO.

Olivier Giroud - 5 (Kemur inn 73’)

Sást lítið eftir að hann kom inn


KTBFFH

- Stefán Marteinn

Comments


bottom of page