top of page
Search

Deildarbikarinn - Southampton koma í heimsókn

Keppni: Carabao Bikarinn

Dag- og tímasetning: 26. október 2021 kl. 18:45

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport og Ölver Sportbar

Upphitun eftir Jóhann M. HelgasonChelsea

Okkar menn mæta á fljúgandi siglingu inn í þessa viðureign eftir að hafa skorað 11 (!) mörk í síðusutu tveimur leikjum. Vissulega hafa andstæðingarnir bara verið Malmö og Norwich, svo kölluð skylduverkefni, en það þarf að klára dæmið.


Carabao bikarinn er keppni sem Chelsea hefur jafnan gengið ágætlega í, höfum unnið hana 5 sinnum, síðast árið 2015, en komist 8 sinnum í sjálfan úrslitaleikinn, síðast árið 2019 er við töpuðum fyrir City í úrslitaleiknum (leiknum sem Kepa neitaði að láta skipta sér útaf). Annars hafa Man City einokað þessa keppni undanfarin ár, eru búnir að vinna hana núna í fjögur ár í röð og hafa unnið hana sex sinnum á síðustu 8 árum - sturluð staðreynd.


Ég sé Tuchel rótera í byrjunarliðinu. Þó að þessi keppni sé skemmtileg, þá er hún ekki forgangsmál. Bæði Pulisic og Kante eru byrjaðir að æfa og væri gaman að sjá Captain America fá mínútur af bekknum í þessum leik.


Kepa byrar alltaf í búrinu, Chalobah, AC4 og Malang Sarr verða aftastir með Marcos Alonso og Azpilcueta í vængbakvörðum. Á miðjunni spái ég því að Loftus-Cheek fái það hlutverk að reyna koma Saul kallinum í gegnum leikinn skammlaust.


Frammi verða svo Hakim Ziyech, Callum Hudson-Odoi og Kai Havertz. Það gæti svo vel verið að Ross Barkley byrji þennan leik og þá annað hvort fyrir CHO eða Havertz.


Ég myndi alla vega stilla þessu svona upp ef Tuchel myndi hringja og biðja um ráð!Southampton

Dýrlingarnir, eins og þeir eru jafnan kallaðir, eru líklega eitt af furðulegustu liðum ensku Úrvalsdeildarinnar. Þeir geta unnið alla og tapað fyrir öllum og stundum spila þeir sinn besta bolta gegn sterkari liðum deildarinnar, t.d. hafa þeir bæði gert jafntefli við Man City og Man Utd og gáfu okkur hörkuleik á Stamford Bridge í september.


Austurríkismaðurinn Ralph Hasenhuttl er flottur stjóri sem spilar skemmtilegan hápressu fótbolta, jafnvel þó það kosti liðið stundum slæm töp eins og dæmin sanna. En hann lætur Southampton spila alvöru fótbolta. Þeir reyna að alltaf pressa andstæðinginn og spila alla jafna sókndjarft 4-4-2 kerfi.


Southampton keyptu af okkur Tino Livramento sl. sumar og það er óhætt að segja að þessi 18 ára leikmaður hafi slegið í gegn. Hann er búinn að spila alla leiki Southnapton og vera þeirra jafnbesti maður, skoraði m.a. í síðasta leik. Þeir eru einnig með Armando Broja á láni og hefur hann verið að koma meira inn í liðið núna og hefur skorað í tveimur leikjum í röð í deildinni. Broja er ólöglegur í leiknum í kvöld.


Spá

Það er spurning hvort Haseshuttl hvíli einhverja leikmenn eða bara hvort hann spili á sínu sterkasta liði. Ef Southamton spila á sínum fyrstu 11 þá eiga þeir alveg séns. En gæði Chelsea eiga hins vegar að vera það mikil að við eigum að geta unnið þennan leik örugglega.


Spái 2-1 sigri okkar manna. Ziyech og Alonso með mörkin.


KTBFFH

- Jóhann Már

Comentarios


bottom of page