top of page
Search

Chelsea vs. Zenit - fyrsti leikur í Meistaradeild Evrópu

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: Þriðjudagur 14. September 2021, kl 19:00.

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport, BT Sport 2

Upphitun eftir: Markús Pálma PálmasonInngangur

Þessi upphitun fer yfir stöðuna fyrir leik Chelsea og Zenit, í okkar fyrsta leik í Meistaradeildinni eftir sigurinn í fyrra! Við komum inn í þennan leik sem ekkert minna en Evrópumeistarar, með glænýjan „super-striker“ og heilt yfir vel gíraðir! Okkar maður Romelu Lukaku kemur inn í þennan leik með 3 mörk í 3 fyrstu leikjunum sínum með Chelsea, þannig hann ætti að vera sjóðheitur fyrir fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. Riðillinn okkar samanstendur af fjórum mjög áhugaverðum liðum. Chelsea, sem er ríkjandi Evrópumeistari, Juventus, sem voru að tapa Ítalska deildartitlinum í fyrsta skipti síðan 2011, Zenit, sem unnu sinn sjöunda titil í Rússlandi, og Malmö, sem voru að vinna sinn 24. titil í Allsvenskan. Það sem er í raun mjög áhugavert við þessi lið er að öll unnu þau titil í fyrra. Zenit og Malmö unnu sína deildartitla, Chelsea urðu Evrópumeistarar og unnu Super Cup, og Juventus unnu svo báðar Ítölsku bikarkeppnirnar. Þannig sama hvað hver segir, þá er í raun hægt að horfa á okkar riðil sem „Meistarariðilinn!“


Chelsea

Samkvæmt blaðamannafundinum sem var í morgun, þá fór okkar heittelskaði Thomas Tuchel yfir það að Kante og Pulisic myndu ekki ná þessum leik. Kante var búinn að ná að æfa eitthvað örlítið, en leikurinn kæmi of snemma fyrir hann, á meðan Pulisic er ennþá meiddur og ekki búinn að ná að æfa neitt með liðinu. Annars, ef við horfum á síðustu uppstillingar, að þá finnst mér þetta akkúrat fullkominn leikur fyrir suma leikmenn til að fá mínútur! Við sjáum að Mendy, Rudiger og Alonso eru einu leikmennirnir sem hafa byrjað fyrstu 4 leikina í Ensku Úrvalsdeildinni. Havertz, Christensen, Mount, Azpilicueta, Jorginho og Kovacic hafa svo spilað 3 af 4 sem byrjunarliðsmenn. Ef við hugsum aðeins út í þá sem hafa ekkert spilað, að þá er það virkilega áhugavert. Ben Chilwell, Kepa, Ruben Loftus-Cheek og Barkley hafa ekki fengið 1 mínútu því sem af er af tímabilinu. Kannski er það svolítið skiljanlegt með Kepa, RLC og Barkley, en með Ben Chilwell er það nánast óskiljanlegt, annað en að Alonso hefur verið frábær!


Í fullri hreinskilni er ég viss um að TT muni henda Chilwell inn í þennan leik, sem og mögulega spila Kepa. Höfum séð að Tuchel er ekki hræddur við því að henda mönnum í byrjunarliðið, t.d. eins og með Saul í seinasta leik, eða Trevor Chalobah í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Ég er sannfærður um að ein ákveðin túrbína (Timo Werner) fái byrjunarliðssæti í þessum leik og muni sýna að hann fer ekkert og verður Chelsea goðsögn þó fyrr hefði verið (þetta er frá mér til þín Þór Jensen)


Til að gefa mína spá á byrjunarliðinu er ég nú samt frekar viss um að Tuchel hafi það nokkurn veginn svona:Mount, Jorginho og Christensen var hent á bekkinn gegn Aston Villa til að hvíla þá eftie strembið landsleikjahlé. Þeir koma eflaust inn í liðið ásamt Jorginho.

Zenit:

Zenit er eitt sterkasta lið Rússlands. Þeir eru ríkjandi deildarmeistarar í landinu, og þeirra maður Dzyuba markahæstur með 20 mörk! Lið Zenit hefur mjög sterka leikmenn, eins og t.d. fyrirliðinn þeirra Dejan Lovren, markahrókurinn Artem Dzyuba og Barcelona táningurinn Malcolm. Fyrstu 8 leikir Zenit í deildinni hafa endað með 5 sigrum og 3 jafnteflum, þar sem þeir sitja á toppi rússnesku Úrvalsdeildarinnar með 17 stig, 2 stigum á undan Sochi og Lokomotiv Moscow. Þeir hafa mikið unnið með sömu leikmennina í byrjunarliðinu. Líklegt byrjunarlið hjá þeim væri í raun:

GK: KERZHAKOV – RB: KARAVAEV – CB: LOVREN – CB: RAKITSKIY – LB: DOUGLAS SANTOS – RM: MALCOLM – LM: VALLE DE SILVA – CM: YEROKHIN – CM: BARRIOS – ST: DZYUBA – ST: AZMOUN


Samkvæmt því sem ég fann, þá eru allir þessir leikmenn búnir að spila amk 5 af fyrstu 7 leikjunum í deildinni, og eru Zenit mjög gjarnir á að spila 4-4-2, sem ætti að henta okkur þar sem við vinnum mikið með að keyra á öftustu menn með hraða framherja og sterkan „front-man“ í Lukaku.


Spá

Ég ætla að henda inn sprengju. Þar sem leikurinn er á Stamford Bridge, og menn eru helvíti gíraðir fyrir leiknum, þá ætla ég að spá markaveislu. Ég held að Zenit nái marki á Brúnni, sama hvernig fer, en ég held að þetta verði leikurinn þar sem við fáum að sjá risa frammistöðu frá Big Rom. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og kannski fer ég svolítið fram úr mér núna... en það er fyrsti í Meistaradeild, þannig skítt með það!


Ég ætla spá 5-1 sigri okkar manna. Hvorki meira né minna. Ég ætla skjóta á þrennu frá Lukaku, eitt á mann fyrir Mount og Turbo Timo, en Dzyuba nær í sárabót fyrir rússnesku þjóðina! Þægilegur fyrsti leikur í Meistaradeild, og sama þó úrslitin verði ekki það sem ég spái, þá held ég að Lukaku muni eiga STÓRLEIK.


KTBFFH

- Markús Pálmason

Comments


bottom of page