top of page
Search

Chelsea vs Spurs:Undanúrslit deildarbikarsins - fyrri leikur.

Keppni: Carabao Bikarinn

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 5. janúar 2022. Kl. 19:45

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport

Upphitn eftir Jóhann M. Helgason


Hinn breski stuðningsmaður Chelsea segir stundum að "It's never dull moment at Chelsea football Club." Sem þýðist lauslega að það sé aldrei lognmolla hjá Chelsea Football Club. Þetta á svo sannarlega við um liðið í dag. Flestir þeir sem fylgjast með knattspyrnu vita um Lukaku málið og þann ólgusjó og "hávaða" sem það mál hefur skapað - svo ég noti bara orð Thomas Tuchel.


Ég ætla ekki að eyða neitt mörgum orðum í Lukaku málið nema bara að segja að ég er feginn að það sé til lykta leitt. Thomas Tuchel er sigurvegari í þessu öllu saman, hann hélt ró sinni en var á sama tíma staðfastur. Lukaku baðst afsökunar og er núna viðtal við hann á opinberri heimasíðu Chelsea þar sem hann biðst vægðar - sjá viðtalið hér.


Blákastið fjallaði líka vel um þetta mál og svo tókum við upp þátt af Heimavellinum Stamford Bridge í gærdag (að vísu áður en afsökunarbeiðnin kom fram frá Lukaku). Set þá umræðu hér að neðan - þannig það er nóg hægt að skoða, horfa og hlusta um þetta blessaða Lukaku mál.Að leiknum! Þetta er undanúrslitaleikur í hinni skemmtilega Carabao bikar eða deildarbikarnum. Chelsea hafa átt fínu gengi að fagna í þessari keppni, höfum unnið hana fimm sinnum, fyrst árið 1965 og síðast árið 2015 (undirritaður var á vellinum í þeim leik) þar sem við unnum einmitt Spurs á Wembley.


Þó Carabao bikarinn sé ekki sá merkilegasti, þá er bikar alltaf bikar og þeir telja. Þess vegna mun Thomas Tuchel gera alvöru atlögu að þessu einvígi og Antonio Conte mun gera það líka.


Thomas Tuchel mun þurfa að rótera í hópnum þar sem leikjaálagið er mikið. Að vísu á Chelsea leik gegn D-deildarliði Chesterfield um næstu helgi svo mögulega verður veikara lið í þeim leik.


Edouard Mendy er farinn á Afríkumótið, þannig Kepa Arriazabalaga verður í búrinu og nú er hans tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Það er smá miðvarðarkrísa þar sem Chalobah er meiddur og Andreas Christensen er tæpur. Þetta þýðir að Tony Rudiger, Malang Sarr og Thiago Silva verða aftast. Ég er ekki hrifinn af Sarr sem leikmanni, en vonandi geta Silva og Rudi leitt hann í gegnum þennan leik.


Jorginho kemur væntanlega inn í liðið og mögulega verður Loftus-Cheek með honum á miðjunni. Kovacic og Kante spiluðu báðir 90 mínútur gegn Livepool sem var mjög krefjandi leikur með háu tempói. Í fjarveru Chilwell er mikið álag á Marcos Alonso, ég ætla því að gefa Saul Niguez vinstri vængbakvörðinn og Cesar Azpilicueta þann hægri. Það er samt morgunljóst að við verðum að fjáfesta í vinstri vængbakverði í janúar.


Frammi verða svo líklega Hakim Ziyech, Calum Hudson-Odoi og eitt stykki Romelu Lukaku.Tottenham

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Tottenham eru orðnir miklu betra lið eftir að Antonio Conte tók við liðinu. King Conte (eins og ég kalla hann alltaf) er einn besti knattspyrnustjóri heims - svo einfalt er það nú bara.


Allt í einu eru Spurs í hörkubaráttu um fjórða sætið, Harry Kane er vaknaður til lífsins og gaurar eins og Ben Davies komnir með lykilhlutverk í liðinu - Bara Conte smíðar alvöru fótboltamann úr Ben Davies. Ég sá leik Tottenham og Liverpool núna í desember þar sem Spurs voru töluvert sterkari en Poolararnir voru voru óheppnir að vinna ekki.


Ég held að Spurs tefli fram sterku liði enda vill Conte vinna bikar strax. Það má því búast við þeim Son, Kane og Lucas Moura frammi. Þetta er auvðitað í fyrsta skipti sem Conte snýr aftur á Stamford Bridge eftir að hann var rekinn sumarið 2018. Hann hefur talar einkar vel um félagið í aðdragandi leiksins, hann hlakki til að koma og hitta vini sína o.s.frv. Ég held að hann eigi eftir að fá fínustu móttökur frá stuðningsmönnum Chelsea - þrátt fyrir að vera stjóri Spurs.


Spá

Chelsea vinnur þennan leik 2-1 þar sem Lukaku skorar eitt og leggur upp hitt.

Stóra spurningin er hvort hann kyssi merkið eða ekki? Sjáum til :)


KTBFFH

- Jóhann Már

Σχόλια


bottom of page