top of page
Search

Chelsea vs. Brighton upphitun og umræða um Ofurdeild

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Dag- og tímasetning: Þriðjudagurinn 20. apríl 2021

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport, Sky GO UK, Sky Sport 2/HD ofl.

Upphitun eftir: Markús Pálma PálmasonInngangur

Þessi upphitun fer yfir stöðuna fyrir leik Chelsea og Brighton, í 32. umferð Ensku Úrvalsdeildarinnar. Chelsea er sem stendur í 5. Sæti, 2 stigum á eftir Leicester í 3. sæti, og aðeins 1 stigi frá Meistaradeildarsæti. Brighton er sem stendur mjög nálægt fallsæti, eða í 16. sæti, þar sme það munar aðeins 6 stigum á þeim og Fulham, sem sitja í 18. dæti.


Eins og staðan er núna, þá er þetta mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, þar sem við erum enn í skemmtilegri baráttu í deildinni, eða hvað? Nú hafa eflaust flestir fylgst með fjölmiðlum undanfarin sólahring, og hefur Ofurdeildin (European Super League) augljóslega ekki farið framhjá neinum. Fréttir um þáttöku Chelsea í þessari deild hefur vakið upp mismunandi viðbrögð almennings og einstaklinga innan knattspyheimsins.


Enn vantar svör við mörgum spurningum og hvort um sé að ræða einhvers konar refsingu sem okkar menn geta fengið fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja þessa deild. Að mínu mati er of snemmt að pæla í þessm hlutum núna, mikilvægast er að keyra inn í síðasta hluta tímabilsins af alvöru hörku! Þýðir ekki að staldra við svona umræðu, og gleyma sér í pirringi eða ósætti, vonandi fær Chelsea að klára þetta tímabil með eðlilegum hætti.


En ég vil þó segja að vonandi sér Roman Abramovich ljósið og dregur Chelsea úr þessum Ofurdeildar pælingum - þá myndi samstaðan hjá þessum 12 liðum rofna og mögulega enda þessar hugmyndir um þessa deild.Chelsea

Leikur Chelsea og Brighton er áhugaverður þar sem við höfum möguleikann á að fara upp fyrir West Ham OG Leicester, með einum sigri. Okkar menn eru ennþá nokkrir á meiðslalistanum, þar sem Kovacic, Thiago Silva og Christensen eru enn að glíma við smávægileg meiðsli, en líklega verður Christensen klár í leikinn. Kovacic er ennþá tæpur í lærinu, Thiago Silva að glíma við einhvers konar bakmeiðsli. Við erum enn með hörkuhóp, og förum inn í þennan leik með gríðarlega stóran sigur á Manchester City í vasanum. Eftir vandræðalega frammistöðu gegn West Brom á brúnni, þá hafa okkar menn heldur betur rifið sig í gang, og unnið Crystal Palace 1-4, Porto 2-1 samanlagt í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og svo Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins. Þessi úrslit gefa til kynna að við séum á fínum stað hvað varðar frammistöðu leikmanna, og skemmtilegt að menn eins og Ziyech og Pulisic séu að sína frábæra takta.


Í þessum leik, þá ætla ég að spá frekar áhugaverðu byrjunarliði. Ég vona enn að Tammy Abraham fái sinn séns undir Tuchel, og spili eitthvað núna í þessum síðustu leikjum, en trúin hefur dafnað gríðarlega með síðustu leikjum, þar sem maðurinn hefur varla verið í hóp. Ég ætla nú samt sem áður að spá því að Tommi Taktík skjóti Tammy í framherjastöðuna! Frammistaða Kepa í síðasta leik var mjög fín, en Mendy á rammann.


Útaf meiðslum í vörninni, þá verða Zouma, Rudiger og Azpilicueta í þriggja manna varnarlínu, Reece James og Ben Chillwell í vængbakvarðastöðunum, og Jorginho og Kante á miðjunni.


Fyrir framan þessa miðju koma svo Mason Mount, Hakim Ziyech og VONANDI Tammy Abraham! Hins vegar gæti vel verið að Tuchel velji annaðhvort Timo Werner eða Kai Havertz í framherjastöðuna.Brighton

Brighton eru sem stendur ekki í bestu stöðunni í deildinni. 6 stigum frá fallsæti, og með 3 leikmenn sem ekki eru tæpir fyrir leikinn (Connolly, Andone og Tau). Svo eru Tariq Lamptey, fyrrum Chelsea maðurinn, og Solly March einnig meiddir. Í síðustu 5 leikjum hefur Brigton unnið 2 þeirra, tapað 2 og gert 1 jafntefli. Þeir töpuðu gegn Leichester og Manchester United, þar sem báðir leikir enduðu 2-1. Þeir unnu svo bæði Southampton og Newcastle, en gerðu 0-0 jafntefli við Everton í síðasta leik. Þessi úrslit gefa til kynna að Brighton séu bara ekki í svo slæmum málum og á þokkalegu skriði.


Í síðustu leikjum hafa Brighton alls ekki verið slakari aðilinn, nema í raun gegn Manchester United. Þeir hafa sýnt að þeir eiga góðan séns gegn sterku liðunum, og sýnt yfirburði gegn liðum á svipuðum stað, eða aðeins ofar en þeir í deildinni. Sé hin fræga xG tölfræði skoðuð þá ætti Brighton að vera mun ofar í töflunni því samkvæmt þeirri tölfræði eru þeir það lið sem er hvað óheppnast í deildinni - ættu að vera í 11. sæti. En svona er nú tölfræðin oft villandi.


Brihton spilar engu að síður hörku góðan fótbolta, vilja halda í boltann og sögu Graham Potter þekkja flestir - hann er mjög hæfileikaríkur stjóri sem vann sig upp í gegnum sænsku neðri deildirnar til að komast á þann stað sem hann er í dag.


Spá

Að mínu mati er þetta algjör skyldursigur fyrir okkar lið. Chelsea þarf að fara inn í þennan leik með hausinn rétt skrúfaðan á, og ég vona að okkar menn sýni ekki veikleika útaf fréttum síðustu klukkutíma. Miðað við skriðið sem við erum á, og leikmennina sem við höfum innan okkar raða, þá ætla ég að spá stórum sigri okkar manna - 4-0!


Hver sem framherji okkar verður, þá held ég að sá hinn sami muni skora 2 mörk, Hakim með 1, og svo Hr. Chelsea, Mason, setur eitt í andlitið á Brighton mönnum.


Blue is the color! Football is the game!

KTBFFH!

- Markús Pálma

コメント


bottom of page