Keppni: Premier league
Dag- og tímasetning: Laugardagur 3 Apríl kl 14:00
Leikvangur: Stamford Bridge
Hvar er leikurinn sýndur? Síminn Sport
Upphitun eftir Guðmund Jóhannsson
Heimsmeistararnir okkar eru mættir aftur til starfa og núna er það enska úrvalsdeildin eftir eitt leiðinlegasta landsleikjahlé síðari ára. Brentford kemur í heimsókn á Brúnna fyrir framan um 30.000 áhorfendur. Árásin á klúbbin heldur bara áfram en Chelsea má selja miða a Meistaradeildina og FA cup, ásamt því að selja miða á útileiki í ensku úrvalsdeildinni. Boris var þó ekki á því að leyfa okkur að selja restina af miðunum á heimaleiki liðsins í deildinni, enda vel þreyttur pappír sá maður.
Þó svo að árásir séu á okkur utanvallar þa er EKKERT sem stoppar okkur innanvallar. Ætla rétt að vona að það haldi áfram eftir þetta landsleikjahlé.
Margir af okkar mönnum gerðu gott mót í hléinu en sem dæmi þá skoruðu Kai og Werner báðir hjá þjóðverjum. Reece James er byrjaður að æfa aftur sem eru frábærar fréttir en CHO og Chilwell eru enn meiddir.
Frábærar fréttir sem bárust okkur svo í fyrradag þegar samningum hans Azpilicueta var framlengt um eitt ár. Kapteinninn verður á næsta tímabili líka. Takk
Ég ætla svo að leyfa Jóhanni Má að segja ykkur hvað málið er með nýja eigendur liðsins, en hann veit betur en flestir. Eitt veit ég og það er það að mótmæli verða fyrir framan Stamford Bridge fyrir leik vegna háværra orðróma um að Ricketts fjölskyldan séu að gera sig líklega. #NoToRicketts
En nóg um það. Brentford er að mæta í heimsókn og eru í svona allt í lagi formi en ekkert sérstaklega spes lið. Ivan Toney og Christian Eriksen eru þeir helstu sem við ættum að varast í þessum leik. Chelsea eru búnir að vinna flugurnar tvisvar á þessu tímabili en báðir voru þeir á útivelli í bikar annars vegar og í deild hins vegar. Ef allt er eðlilegt þá klárum við þennan leik og það nokkuð örugglega.
Byrjunarliðið
Núna kemur það loksins. Byrjunarliðið verður NÁKVÆMLEGA svona.
Kai Havertz er fyrsti maður á blað þessa dagana. Þvílíkur kóngur sem það er.
Mendy verður í rammanum eftir ljósið showið á Salah (sem gladdi mitt litla hjarta). Vörnin verður eins og í flestum leikjum og Jorgi og Kovacic fá miðjuna í dag, svei mér þá, Kante fær hvíld fyrir Real. Reece er orðinn klár og hann verður að sjálfögðu á sínum stað ásamt Alonso hinu meginn.
Lukaku situr sem fastast á bekknum og mikið hlýtur sætið hans að vera heitt og gott eftir viðveru hans á því undanfarið.
Brentford
Brentford er að vinna með danskan keim og ég veit ekki hvað mér finnst um það en byrjuðu tímabilið vissulega vel en hefur dalað gríðarlega upp á síðkastið. Þeir spila svipað leikkerfi og við eða 3-5-2 með Toney uppá topp með Mbuemo sér við hlið. Eriksen í holunni og sterka vörn þar fyrir aftan. Stundum þó í 4-3-3 en held að fyrrnefnda verði fyrir valinu á morgun
Þeir stilla sínu liði upp svona.
GK. Raya
Zanka-Jansson-Pinnock
Canos-Ajer-Norgaard-Eriksen-Henry
Toney-Mbuemo
Spá
Ætla rétt að vona að við höldum forminu áfram í dag og mætum eins og menn til leiks. Vinnum þennan leik 3-0 með mörkum frá Kai Havertz x2 og Reece James. Þægilegur sigur. Annað kemur bara alls ekki til greina.
ÁFRAM GAKK
Guðmundur Jóhannsson
Comments