top of page
Search

Chelsea - Real Madrid: 8. liða úrslit Meistaradeildar Evrópu

Keppni: Meistaradeild Evrópu

Dag- og tímasetning: Miðvikudagur 6. apríl kl 19:00

Leikvangur: Stamford Bridge

Hvar er leikurinn sýndur? Stöð 2 Sport 2

Upphitun eftir Þór Jensen
Eftir hörmungina gegn Brentford er komið að mikilvægasta leik okkar á tímabilinu til þessa: Real Madrid í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum um þennan hræðilega leik við Brentford, það er ekki gott fyrir sálina að rifja hann upp.


Chelsea spilaði 4 manna vörn í einhvers konar 4-3-3 kerfi sem var tilraun sem mistókst harkalega. Brentford pressuðu varnarmenn og markmann okkar í vandræði og við vorum í verulegum vandræðum í uppspilinu. Marcos Alonso sýndi það enn og aftur að hann er ekki vinstri bakvörður á því leveli sem Chelsea þarf, Mendy var tæpur í uppspilinu, Rüdiger var úr stöðu trekk í trekk og sjálfur Faðir Vor, Thiago Silva, átti líklega sinn versta leik síðan í 5-2 tapinu gegn West Brom fyrir nákvæmlega ári síðan. Timo Werner hélt áfram að sýna að hann á ekki skilið byrjunarliðssæti í þessu liði, Kai Havertz var alltof einangraður upp á topp og Ziyech átti slakar sendingar og fyrirgjafir í þessum leik, kom boltanum illa frá sér miðað við hans standard. Ruben Loftus-Cheek var í miklum vandræðum í leiknum og það sást strax frá fyrsrtu mínútu leiksins að hann ætti eftir að eiga erfiðan dag. Okkar menn voru greinilega súrir og þreyttir eftir landsleiki og ferðalög, en það ætti ekki að vera afsökun fyrir tapi gegn Brentford að við eigum fleiri landsliðsmenn en þeir. Þrátt fyrir stórkostlegt mark Rüdiger úr langskoti (loksins kom að því!) var þetta afar sorglegur dagur og vonandi spark í rassinn fyrir okkar menn fyrir viðureignina í Meistaradeildinni.


Nokkrir lykilmenn voru hvíldir fyrir Madrid leikinn, Kovacic, James, Jorginho, Christensen og jafnvel Lukaku ættu því að koma vel hvíldir til leiks. Ég bið okkar ástkæra Thomas Tuchel að fara aftur í okkar góðkunnuga 3-4-3 kerfi því allt annað er bara kjaftæði með þennan leikmannahóp. Við eigum ekki heilan vinstri bakvörð, við verðum að spila með vængbakverði. Vonandi bitnaði það ekki á sjálfstrausti Mendy að hafa þurft að sækja knöttinn 4 sinnum í netið um helgina því hann þarf að vera 100% ef við ætlum að vinna Madrid. Við vitum að okkar erkifjandi, snákurinn sjálfur, Thibaut Couriois, verður það.


Real Madrid

Þrátt fyrir að vera á toppi spænsku deildarinnar hafa Madridarmenn ekki litið mjög sannfærandi út síðustu vikurnar. Á köflum spila þeir frábærlega, t.d. í seinni leiknum gegn PSG í 16. liða úrslitum, en svo fá þeir skelli eins og gegn Barcelona þegar þeir töpuðu 0-4 á heimavelli gegn sínum erkifjendum. Þess má þó geta að í þeim leik vantaði Benzema og Modric var spilaður í falskri níu, sem gekk ekki upp. Slæmu fréttirnar eru þær að Benzema er orðinn heill og hitaði upp fyrir leikinn gegn okkur með 2 mörkum gegn Celta Vigo um helgina. Líklega eru allir heilir hjá Real Madrid sem var ekki í hóp gegn Celta Vigo, hvort það sé vegna meiðsla eða annarra ástæðna er erfitt að segja. Eitt er víst, hann mun ekki spila gegn Chelsea á Brúnni, sérstaklega eftir síðustu viðureign liðanna, þegar hann sást hlæja og fíflast með leikmönnum Chelsea eftir leikinn, eitt sinn blár alltaf blár (fyrir utan Courtois, en hann var auðvitað aldrei í bláu).


Byrjunarliðin

Chelsea


Mesta spurningamerkið byrjunarliði Chelsea er líklega hvort Kovacic eða Jorginho verði með Kanté á miðjunni en ég hallast að Ítalanum. Christensen gæti einnig komið inn í eina af hafstentastöðunum fyrir annað hvort Azpi eða Silva en höldum okkur við gömlu mennina. Havertz hlýtur að fá áfram tækifærið upp á topp enda leikmaður stóru leikjanna og vonandi mun hann skýna á Brúnni. Pulisic hefur einnig sýnt það að Meistaradeildin er hans keppni og hann var frábær í einvíginu við Real Madrid í fyrra.Real Madrid


Byrjunarlið Madridarmanna er nokkurn veginn grafið í stein ef að allir eru heilir. Systkinabarn okkarmanns, Ferland Mendy, gæti e.t.v. poppað upp í vinstri bakverðinum á kostnað Nacho Fernández en fyrir utan það er ekki margt sem ætti að koma okkur á óvart í þeirra byrjunarliði.

Það er mikilvægt að stórir leikmenn stígi upp og sýni einstaklingsgæði sín, líkt og þeir gerðu gegn Madrid í fyrra. Menn eins og Kanté, James, Havertz, Pulisic og Mount verða að eiga góðan leik til að knýja fram sigur, þetta eru þessir gamechangers í liðinu sem verða að ýta þessu yfir línuna.


Okkar menn þurfa að sýna sínar bestu hliðar á móti Real til að landa sigri. Fyrst og fremst þurfum við að nýta okkur heimavöllinn og keyra upp stemninguna og gera lífið óbærilegt fyrir Courtois í markinu, ég veit að ég mun gera það, standandi beint fyrir aftan markið, maðurinn mun ekki fá frið í eina sekúndu. Við verðum fjórir fulltrúar cfc.is á leiknum á Stamford Bridge og munum við gera okkar allra besta til að rífa stemninguna upp og hvetja okkar menn áfram. Við munum reyna að leyfa ykkur að vera með okkur og sína frá stemningunni á Stamford Bridge og The Pioneers barnum fyrir leik.


Spá

2-1 fyrir Chelsea, mörkin frá James og Pulisic, Benzema með markið fyrir Madrid.


KTBFFH

Þór Jensen


Comments


bottom of page